Færsluflokkur: Bloggar

Ég lýsi yfir stuðningi...

...við lögreglu og stjórnvöld. Þegar svona villimannalýður er farinn að beita skemmdarverkum til að "vekja athygli" á mótmælunum þá er mér nóg boðið. Ég mæli með að þetta pakk verði sent til Palestínu þar sem það getur farið sínu fram með grjótkasti og skemmdarverkum. Þeir eru svosem vanir slíku þar. Menn verða að átta sig á því að á Íslandi eru valin stjórnvöld með lýðræðislegu fyrirkomulagi ásamt öllum þeim göllum sem því fylgir. Svona framferði er engum til sóma.

Nú mega haturskommentin koma hvert af öðru, mér er svosem slétt sama.


mbl.is Beitti piparúða á mótmælendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nafnið sem þú gefur upp á blogginu þínu er ekki það sem sama og skráð er í Þjóðskrá.

Ég ætla ekki að láta mbl.is ráða hvort ég birti hluta af nafni mínu eða allt nafnið. 

Bið ég þar með lesendur mína vel að lifa og bendi á að hægt er að nálgast venjuleg skrif mín (þegar ég nenni) hér eftir á www.123.is/rattati.

Ég þakka þeim er hlýddu.


Í tilefni jóla og áramóta...

...þá bið ég þá sem nenna að lesa þetta hjá mér að njóta þessarar snilldar. Eins vil ég biðja hvern þann sem hefur áramótaþáttinn sem Marteinn gerði fyrir Stöð 2 hér um árið að setja hann inn á Youtube.

Skemmtið ykkur vel, ég geri það allavegana.


Tilkynningaskylda vegagerðarinnar

Nú þekki ég dálítið til svona mála frá gamalli tíð, bæði þegar ég vann hjá verktaka. ýmist við ámokstur eða keyrslu, jafnt sem þegar ég vann við gámakeyrslu og þungaflutninga. Munurinn á þessu tvennu er talsverður. Hjá flutningafyrirtækinu fylgdust menn með vef vegagerðarinnar og sóttu um undanþágu eftir því sem við átti. Hjá verktakanum hinsvegar var mun erfiðara við að eiga. Þar var maður mikið einn á ferð og upp á sjálfan sig kominn. Ég veit að margir eru sammála mér að einstaka starfsmenn í vegaeftirliti hafa látið sem þeir ættu vegina skuldlaust.

Mér er minnisstætt eitt atvik. Ég kom á fullhlöðnum trailer og var veifað inn á plan til vigtunar. Í ljós kom að bíllinn var rétt tæpu tonni of þungur á afturöxli. Ég var kallaður inn í vegagerðarbílinn (þetta var þegar vegagerðin og lögreglan unnu enn saman.) Ég reiddi fram alla tilskylda pappíra. Á meðan lögreglumaðurinn skrifaði skýrslu þá sneri vegagerðarmaðurinn sér að mér, horfði í augun á mér og spurði: "Af hverju gerirðu þetta?"

Mér var orða vant. Hann kom fram við mig eins og ég hefði lamið náinn fjölskyldumeðlim eða sparkað í hundinn hans. Ég benti manninum vinsamlegast á að þeir sem moka á fá upplýsingar um hve mikið hver einstaka bíll má flytja, hvort þeir séu með undanþágur eða ekki og hvernig hlassið á að liggja tila því sé rétt dreift á bílinn. Þar með er boltinn úr höndunum á bílstjórunum. Mokarinn á að hlaða bílinn rétt. En samt er ábyrgðin bílstjórans.

Það hefði ekki komið mér á óvart ef bílstjórinn hefði verið sakfelldur í þessu máli sem mbl.is fjallar um. Vanhugsaðar aðgerðir gagnvart olíuverði, ásamt vítaverðu keyrslulagi einstakra bílstjóra á þjóðvegunum hafa komið óorði á þessa stétt sem ég eitt sinn tilheyrði og tel mig alltaf á vissan hátt tilheyra. Vegagerðin hefur löngum þózt vera ríki í ríkinu og farið sínu fram, oft án tillits til almennrar skynsemi. Sem dæmi að nefna tilætlunarsemin að bílstjórar hafi aðgang að interneti allan sólarhringinn, nú eða hlusti sí og æ á útvarp er bara eitt dæmi um þetta. Ég veit að það er dýrt og erfitt að koma merkingum fyrir á alla staði en ef það á að takmarka burðargetu á vegi þá verður hreinlega að merkja þá vegi á augljósan máta. Einnig má nefna að ef vegir væru byggðir hér á landi eins og gert er hjá öllu siðuðu fólki í kringum okkur, þá þyrfti hreinlega ekki að takmarka flutningsgetu þeirra. Einhver sagði mér að flestir vegir hér á landi uppfylltu ekki ESB staðla og væru þ.a.l. ólöglegir. Nú veit ég ekki hvort það er rétt (nenni ekki að plægja mig í gegnum ESB reglugerðarfarganið) en frómt frá sagt þá kæmi það mér ekki á óvart. 

Nokkru eftir að ég hætti í flutningabransanum og verktakavinnu þá vann ég við snjómokstur á Hellisheiði. Þar mega reyndar starfsmenn Vegagerðarinnar á Selfossi eiga mikið hrós, álagið á okkur mokstursmönnum var oft gríðarlegt og vanþakklæti vegfarenda mikið. Vegagerðarmenn stóðu sína plikt þar eins og hægt var, það get ég vottað.


mbl.is Ekki skylda að fylgjast með heimasíðu Vegagerðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

In memoriam

Fáir tónlistarmenn hafa brúað kynslóðabilið svokallaða á jafn afgerandi og einlægan máta. Tónlistarheimurinn er ríkari eftir þennan dáða snilling.
mbl.is Rúnar Júlíusson látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lausnin fundin

Vertíðarstemmningin hefur löngum viljað loða við Íslendinginn. Allt er tekið mað áhlaupi og hlutirnir skveraðir af á sem stystum tíma. Svo þegar törnin er búin þá er hrunið í það með álíka stæl.

Það er einsýnt að stjórn ÁTVR er bara að leggja sitt af mörkum við að halda þjóðlegri hefð við lýði. Nú þegar fjárfestingatörnin er búin er ekkert annað að gera en að detta í það og halda hressilegt sveitaball. Fyrsti vísir að því er hvort eð er kominn fyrir framan alþingi á laugardögum. Vantar bara SSSól.


mbl.is Íslenskt brennivín lækkar í verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rímur og rapp......ragtime og rapp?

Eins og þeir sem mig þekkja þá er ég talsverður áhugamaður um öðruvísi tónlist. Það er ekki þar með sagt að ég sé einn af þessum snobbuðu fýrum sem halda því fram að það sé ekki merkilegt ef það er ekki frá einhverjum götulistamanni í Zimbabwe sem enginn hefur nokkurntímann heyrt í nema hann. Nei, ég hef gaman af "novelty" tónlist og allrahanda útúrsnúningum, samkrulli og bræðing. Einhver skemmtilegasta plata sem að ég hef heyrt var rímur og rapp, stórkostleg blanda alveg hreint. Nú er rapp ekki í hávegum haft hjá mér, hlusta á 14 ára gutta úr breiðholti halda því fram að þeir séu stórhættulegir glæponar hefur einhvernveginn ekki mikið aðdráttarafl fyrir mig. En endrum og sinnum koma upp plötur sem áður segir sem draga fram það besta í báðum greinum. Nú setti ég inn í tónlistarspilarann minn "Eminem ragtime", lag sem ég fann á flakki mínu um vandrataðar tónlistarsíður. Mér finnst þetta snilld, en tóngæðin mættu vera betri.

Endilega tékkið á.


Harmsaga úr kreppunni

Mér skildist að verðbréfamiðlarar væru að koma sérstaklega illa útúr þessu. Einn þeirra sagði víst að þetta væri verra en skilnaður, hann væri nú þegar búinn að tapa öllum eignunum en hefði ennþá konuna.

Dagar Íslensgukunátunar eru talnir.

"...óskaði eftir að fá að neyðarlenda vél á vellinum." Leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér en mig rekur minni til að talað hafi verið um nauðlendingar í þessu samhengi. Kosturinn er þó að hann náði að setja yfsilon á réttan stað. Þannig að "au" reglan hefur síast inn hjá honum þótt almennur lesskilningur hafi yfirgefið samkvæmið.

Ég held að mbl.is ætti að skylda "blaða"mennina sína til að setja upphafsstafi eða tölvupóstfang við upphaf fréttanna svo að maður komi undirbúinn. Ég er nokkuð viss um að þetta eru sömu einstaklingarnir trekk í trekk sem að klúðra þessum fréttum. 

 Daburlegt.


mbl.is Þota Ryanair nauðlenti í Róm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

My name is Earl....

Það væri gaman að vita hvað fleira er á listanum hjá honum?
mbl.is Þjófur sem iðrast gjörða sinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband