Færsluflokkur: Bloggar

Pirruð færsla

Einhverjir hafa verið að rukka mig um blogg. Ekki veit ég af hverju, dagar lífs míns hafa fyrir löngu lit sínum glatað, eða þannig. Stara stjörfum augum á tölvuskjá, hlusta á endalaust kvabb og kvein um að eitthvað virki ekki... og ekki er vinnan betri.

Aftur er ég í Fortune, Nýfundnalandi. Vonandi fer ég að komast heim (heim? Í þessu er ákveðin þversögn fólgin, hvað finnst ykkur?) en allt tekur sinn tíma. Ég er búinn að vera að núna í 11 daga streit og sé fram á andvökunótt, þarf að gera klárt fyrir vinnslu í fyrramálið. Óneitanlega hvarflar hugurinn venju fremur til fjölskyldunnar sem þreyjir þorrann á þessu skeri sem til skamms tíma stemmdi í að vera kallað Litla Síbería. Hvað það verður kallað eftir þessi ósköp er opið. Ég sting upp á Litlu Færeyjar. En kannski væri hinum góðu frændum okkar í Færeyjum lítill greiði gerður með þeirri nafngiftinni. Það væri sennilega betra fyrir þá bara að láta okkur hafa peninginn og afskrifa hann svo, ekki virðast Íslendingar miklir borgunarmenn um þessar mundir. Kannski það endi með að við verðum fylki í Póllandi. Það ætti að gleðja félagana í Þjóðernisflokknum (æi, vitleysingana þarna, Hlyn og Jonna) segi ég nú bara. Ég gæti haldið áfram á þessari braut en nenni því ekki.

Reyndar man ég eftir góðri sögu af Hlyn. Hann var að vinna með góðum vini mínum, Pétri Harðar í Brosbolum. Pétur er með hárfínt skopskyn og einstaklega glöggur á atburði líðandi stundar. Það var náttúrulega gósentíð hjá piltinum þegar hann fékk svona sérfræðing til að vinna með og hafði hann af því nokkra skemmtan. Hlynur rausaði náttúrulega mikið um nýbúa, sem svo voru þekktir í þá daga. Fann hann þeim flest til foráttu og taldi allt illt af þeim stafa. Þetta væru lyddur og amlóðar og var það hans helsta martröð að dætur landsins færu að leggjast með þessum lýð. Svo þegar hann lýsti því yfir að hann ætlaði að flytjast til Noregs þá var náttúrulega fyrsta spurning Péturs:

„Já, svo það á að fara að gerast nýbúi í Noregi?"

Hafði Hlynur víst takmarkaðan húmor fyrir þessu og kom víst með einhver gáfuleg (hah) rök máli sínu til stuðnings. Ekki tók svo betra við þegar hann flutti heim aftur og tók með sér að mig minnir Norska kærustu. Skammaði Pétur hann mikið fyrir innflutning á nýbúum.

Hvað um það. Aftur að mér.

Ég fór í heimsókn til Íslands um daginn. Náði 11 daga ferð og naut þess í botn að leika við börnin og konuna. Heimsótti vini og kunningja ásamt fríðu föruneyti, fríðleiki föruneytisins skýrist af því að Solla var með í för. Ég hafði af ærna skemmtan og vona að vinirnir hafi gert það líka. Maður er orðinn svo lélegur í brennivíninu að það þætti fréttnæmt ef einhver hefði áhuga á svoleiðis. Annars hef ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig stendur á einu. Ég er viss um að allir karlmenn hafi svipaða sögu að segja. Þegar maður kynnist konunni konunni vekur maður talsverða lukku með spaugi og fíflagangi allskonar. Þegar þær eru spurðar hvað í ósköpunum þær sjái eiginlega við þessa hrímþursa þá er svarið oftast nær: „Hann er svo fyndinn, hann kemur mér til að hlæja." Svo bresta á einn tveir krakkar, hús og gifting (endurraðist eftir vild) og allt í einu kemur þá þegar maður hefur upp fíflalætin: „Æ góði besti!!!"

Hvað breyttist? Alveg burtséð frá því þá eru konur að mér skilst alltaf að reyna að líta út fyrir að vera ekki deginum eldri en 27 ára (nema Solla náttúrulega, hún ER 27 og búin að vera það í nokkur ár) þá er staðreyndin sú að hjá karlmönnum stoppar þroskinn við ca 19 ára aldur, það verður einhverskonar default level sem að maður fellur á ef að vín er haft um hönd. Víst heldur maður áfram að þroskast en sá þroski er lagður til hliðar um leið og menn eru komnir í gírinn og glasið. Default levelið kikkar inn og afleiðingin er lampaskermur á hausnum, símaat og pizza hengd á þvottasnúrurnar. Eða eitthvað álíka gáfulegt en þó skemmtilegt.

En hvað um það.

Íbúar hér á skaganum hafa ekki breyst mikið frá fyrri ferð minni hingað. Þeir líta svona nokkurnveginn út eins og menn sofi ekki hjá nokkrum nema hann sé á næstu grein í ættartrénu. Veðrið sökkar - hrikalega Íslenskt nema rigningin er svona tuttugu sinnum meiri og hlýrri. Búinn að seinka heimferð tvisvar nú þegar og sé fram á eina enn þannig að skapið er í betra lagi, eins og sjá má af færslunni. Hérna eru nokkrir Íslendingar eins og bloggþyrstir aðdáendur mínur ættu að muna eftir fyrri færslu um þennan annars ágæta stað. Það vildi nú svo skemmtilega til að ég hafð verið til sjós með einum þeirra til skamms tíma árið 1991. Júlli er bara flottur eins og sjá má af meðfylgjandi mynd. Einhver spor höfum við skilið eftir í minningu hvors annars því mundum eftir hvor öðrum alveg samstundis. Gaman að því bara.

Ekki er þetta að hjálpa mér að klára verk mitt hér. Segi ég því sayonara í bili og ætla að hundskast til að fara að gera eitthvað. Kominn tími til.


Kanadískur metall

Félagi minn einn í kanada benti mér á þetta. Snilld!

 


Ég spyr nú bara...

...eins og fávís kona, er runnið af kappanum?
mbl.is Maradona byrjar á Hampden Park
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pirringur

Þegar svona aðstæður koma upp þá eru viðbrögð fólks oft reiði og pirringur. Það er fátt eitt eins leiðinlegt og að þurfa að standa í svona basli, rétt að koma heim. En einnig þjappa stundum svona atburðir fólki saman, á vissan hátt.

Ég fer ekki eins oft í gegn um Flugstöð Leifs Eiríkssonar (hrikalega óþjált nafn) og ég gerði fyrir nokkru síðan. Hinsvegar hef ég farið þar mjög oft í gegn og farið þar ýmist á morgnana eða seinnipartinn. Svo fer það eftir hvort ég er að koma úr Evrópu eða Ameríkuflugi hvort ég fer þar kvölds eða morgna á leið inn í landið.

Ég kom frá Bandaríkjunum föstudagsmorguninn síðasta. Það eru sjaldnast einhver læti og hamagangur í flugstöðinni en oftast er nokkuð létt yfir fólki. En það var eitt sem ég tók eftir um daginn. Fólk var mun, mun þögulla og inn í sig en ég hef nokkurntímann tekið eftir áður. Þegar ég fór yfir í reykherbergið þá töluðust varla nokkrir við, allir horfðu í gaupnir sér eða bara út um gluggann. Fjármálavesenið liggur greinilega á landanum. Í Seattle var lítið um þetta talað, allavegana áður en ég fór þaðan. Menn hafa helst spjallað sín á milli og komast að jafnaði að þeirri stórmerkilegu niðurstöðu að þetta sé hið versta mál og bara nái ekki nokkurri átt.

Þegar ég hef spjallað við fólk á götu úti er það reiði sem ég tek eftir. Ég var í OLIS við Rauðavatn um daginn. Á meðan ég stóð í röð og beið eftir afgreiðslu þá sneri sér að mér náungi, benti á náunga á næsta kassa og sagði:
„Þarna er einn af þessum andskotans bankastjórum. Einhver helvítis gæðingur sem hefur sér helst til frægðar unnið að vera kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins. Svo er hann verðlaunaður með að gera hann að bankastjóra. Mig langar helst til að fara þarna yfir og berja ndlitið á honum í gegn um glerborðið“.

Sitthvað fleira lét hann frá sér fara, sumt óprenthæft. En þarna kom berlega í ljós heiftin. Mér brá aðeins við eins og gefur að skilja. Víst skil ég að menn reiðast svínaríinu sem að hefur átt sér stað. Víst skil ég að menn hafi áhyggjur af framhaldinu og láti ýmislegt útúr sér sem betur væri þagað yfir, en kommon! Ef það myndi hjálpa eitthvað að berja mann og annan, þá fínt! Hjólið í þá! En vinsamlegast skýrið út hvað myndi lagast við þann gjörninginn.

Fyrst farið er að tala um Íslendinga og Íslenska hegðan, þá var annað sem kom í ljós í þessari sömu flugferð minni. Þegar ég flaug frá Seattle þá stilltu menn sér upp í röð, eins og venja er þegar gengið er um borð í vélina. Afgreiðsla gekk hratt og vel fyrir sig. Þegar ég fór um borð í Flugleiðavélina var engin röð, allir tróðust.

Ísland í dag.


mbl.is Fólk svaf í flugstöðvunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með Nígeríumenn?

Ég er allavegana alltaf að fá fullt af pósti frá þeim þar sem þeir eru að grátbiðja um að koma pening úr landi hjá sér, nærri undantekningalaust dollurum. Ég skal vera milligöngumaður við svona 15-20 þeirra, tek bara 3% commission...
mbl.is Viðræður við Rússa hefjast í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð minn einasti...

Ekki skal það klikka. Núna, þegar verið er að reyna að komast hjá því að veita Íslandi nábjargirnar þá skal enn rifist yfir því hvort að embættismennirnir eru með innbyggðar eða utanáliggjandi pípulagnir.

Ég bara á ekki orð. Enn og aftur kemur það betur í ljós að ég er svo guðslifandi feginn að búa ekki þarna lengur.

Það verða samt einhverjir öfgafeministar af báðum kynjum sennilega kolvitlausir yfir mér og kalla mig steinaldarmann. Fínt. Þá er ég það.


mbl.is Valdamiklir embættismenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri konur...

Feministar verða lengi að jafna sig af þessari heiftarlegu raðfullnægingu.

Hvað um það. Ég er ekki að tala niður til þessara ágætu kvenna sem hafa tekið eða munu taka við fjármálunum heima. Efast ekki um að þær eru mjög færar í sínu starfi. Ég veit að mín kona er lagnari í að ballansa bankabókina okkar en ég er. En það breytir ekki þeirri staðreynd að feministafélag Íslands er hrikalega leiðinlegur þjóðfélagshópur. Ég ætla ekki að fara inn á þá braut, þeir sem mig þekkja vita upp á hár hvar ég stend í þeim málefnum.

Til hamingju konur - þið sem hafið unnið ykkur þetta inn á grundvelli getu.


mbl.is Birna verður væntanlega bankastjóri Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sko! Kona tók við!

Þá hlýtur Sóley Tómasdóttir að halda því fram að kreppan sé búin.

Málið dautt.


mbl.is Nýi Landsbanki tekur við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja...

Hvað skal segja...?
mbl.is Leikmenn Marseille söfnuðu fyrir bensíninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég stal þessu alveg óforskammað...

... frá honum Billa vini mínum. Snilld alveg hreint! Vonandi fyrirgefur hann mér stuldinn.

Ísland er landið sem alþingi rýrir,
endalaust sandkassaleikurinn þrífst.
Ísland er land þar sem lið okkur stýrir,
lið sem í gróðaleit einskis nú svífst.
Ísland er land sem að lögin svo skýrir,
að lögbrot það sé ef af klámi þú hrífst.
Ísland er land sem að í okkur pírir,
örlitlum bótum þá föllum við dýpst.

Ísland er landið sem lán okkur veitir.
Lán sem að vaxa frá degi til dags.
Ísland er landið sem okrarar feitir,
einokað geta sér sjálfum til hags.
Ísland er landið sem lamar nú sveitir,
landsbyggðarmennirnir flýja allt baks.
Ísland er landið sem í okkur hreytir,
ónotum, viljum við jafnrétti strax.

Ísland er landið sem öldruðum hafnar.
Öryrkja skattleggur þjóðanna mest.
Ísland er land þar sem iðnaður dafnar.
Umhverfissóðar hér menga nú flest.
Ísland er landið sem endalaust safnar
erlendum skuldum og frjálshyggjupest.
Ísland er land sem að endingu kafnar;
eg vil nú samstundis kalla á prest!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband