Rímur og rapp......ragtime og rapp?

Eins og þeir sem mig þekkja þá er ég talsverður áhugamaður um öðruvísi tónlist. Það er ekki þar með sagt að ég sé einn af þessum snobbuðu fýrum sem halda því fram að það sé ekki merkilegt ef það er ekki frá einhverjum götulistamanni í Zimbabwe sem enginn hefur nokkurntímann heyrt í nema hann. Nei, ég hef gaman af "novelty" tónlist og allrahanda útúrsnúningum, samkrulli og bræðing. Einhver skemmtilegasta plata sem að ég hef heyrt var rímur og rapp, stórkostleg blanda alveg hreint. Nú er rapp ekki í hávegum haft hjá mér, hlusta á 14 ára gutta úr breiðholti halda því fram að þeir séu stórhættulegir glæponar hefur einhvernveginn ekki mikið aðdráttarafl fyrir mig. En endrum og sinnum koma upp plötur sem áður segir sem draga fram það besta í báðum greinum. Nú setti ég inn í tónlistarspilarann minn "Eminem ragtime", lag sem ég fann á flakki mínu um vandrataðar tónlistarsíður. Mér finnst þetta snilld, en tóngæðin mættu vera betri.

Endilega tékkið á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög skemmtileg samsetning

En fyrst þú minnist á samkrull og bræðing: manstu þegar við vorum að plana að taka þátt í músíktilraunum með sekkjapípu og bongótrommur?

Mundi (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 16:08

2 Smámynd: Heimir Tómasson

Ehmmm......eitthvað rennur mig í grun um að ég hafi nú verið aðeins marineraður um það leyti. Ég man reyndar að ég talaði við Magga Kjartans og hann reyndi mikið að panta fyrir mig sekkjapípur að utan, það gekk eitthvað illa.

En þetta hefði verið tímamótaverk hjá okkur, ekki spurning...

Heimir Tómasson, 17.11.2008 kl. 22:08

3 identicon

Hólí sjitt, ef allar hljómsveitir sem "stofnaðar" voru á fylleríum hefðu orðið að veruleika, þá væri örugglega 0% atvinnuleysi í hinum vestræna heimi núna...

Óskar P. Einarsson (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband