Death Magnetic

Já, æringjarnir í Metallica eru að gefa frá sér (gefa?!?!! Hvað er ég að segja?) nýja plötu þann 12 þessa mánaðar. Ég afrekaði að finna hana á netinu (kaldhæðnislegt, ekki satt?) en eins og þeir félagar sögðu svo eftirminnilega hér um árið, so fucking what.

Það eru ýmis batamerki á þessari afurð þeirra. Reyndar gat eiginlega ekkert annað komið til greina, botninum var endanlega náð með síðustu afurð. Þeir hafa munað eftir að mixa gripinn í þetta skiptið, sem og Kirk Hammett hefur fundið fingurna á sér aftur.

upa2008-7-18-32821-metdea

Það verður að segjast að þeir sem eru að leita eftir Master Of Puppets 2 eiga enn og aftur að verða fyrir vonbrigðum. Mér finnst vera nokkuð sterk Nu-Metal áhrif í sumum laganna. Það er ekki að segja að mér finnist platan vera léleg, langt í frá. Jaymz er greinilega nokkuð pirraður í textagerð og flutningi. Ánægjuleg breyting frá þessu Mama said bulli sem kom frá honum uppdópuðum og rugluðum hérna um árið. Nú er hann bláedrú og greinilega hundfúll.

Ég mæli með þessari plötu. Besta sem hefur komið frá Metallica síðan 1991.

Bittinú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tína

Blessaður Heimir minn og takk fyrir góðar kveðjur. Hvað er að frétta af þér þarna úti og hvernig hefur þú það?

Farðu í það minnsta vel með þig og eigðu góða helgi vinur.

Tína, 5.9.2008 kl. 07:51

2 identicon

Metallica tottar satan.....

Hvar er Orion?

Hvar er Draumurinn?

Mundi (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 11:40

3 Smámynd: Ísdrottningin

Kvitt

Ísdrottningin, 6.9.2008 kl. 17:17

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Hmmm...þeir eiga ágæta spretti þarna en sumt er hálf flatt og leiðinlegt...ágætis afturhvarf til níunda áratugarins samt.

Að mínu mati voru S&M tónleikarnir þeirra og San Fran Symphony hápunkturinn... það eina sem ég hlusta á með þeim í dag...Call of Ktulu og Master of Puppets...já og Of Wolf and Man kannski.

Róbert Björnsson, 6.9.2008 kl. 20:18

5 Smámynd: Ísdrottningin

Klukk
Þú hefur hér með verið klukkaður

Ísdrottningin, 9.9.2008 kl. 17:02

6 identicon

Þetta er fínasta afurð.

Nátturlega yndislega vel hljóðblönduð af Rick Rubin (gott að þeir losuðu sig við Bob Rock). Skemmtileg ný riff þarna á ferðinni í bland við gömul. Kirk mættur aftur og fær að njóta sín. Trommur alveg þokkalega og Trujillo hefur bara góð áhrif á þetta.

Gæti bara vel farið svo að maður splæsi í gripinn.

Einar Örn Ólafsson (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband