Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Ég veit ekki alveg hvað er að...

OK. Málið er þetta.

Mikið af strákum sem fer á útihátíðir eru svona kannski frekar óheppnir í samskiptum við hitt kynið. Eða kannski sama kynið, hvað veit maður. Svona fjöldafyllerí sem eru til siðs hér á landi og eru reyndar einsdæmi í svokölluðum siðmenntuðum samfélögum, gera það að verkum að fólk verður illa girt, eins og stendur í textanum. Það eru bæði kynin sem stunda þetta og þarf ekki útihátíðir til. Hvað hefði gerst ef að textanum hefði verið snúið við, ef þetta væri ort í orðastað kvenmanns? Ég stórefast að félag einstæðra feðra hefði truflast og látið móðann masa eins og raunin hefur verið með þetta bull alltsaman.

Enginn, allra síst höfundur textans hefur haldið því fram að þetta snúist um eðlilega hegðun í samskiptum kynjanna. Enda eru útihátíðir í bland við brennivín ekki beint hvetjandi til þess að eðlileg samskipti eigi sér stað. Munið að lagið heitir "Þjóðhátíð 93". Svona var þetta þá. Ég hugsaði á þeim tíma nokkurnveginn eins og textinn segir og ekki hef ég nauðgað neinum.

Þannig að hættið í guðsalmáttugsbænum þessu déskotans röfli og snúið ykkur að því sem máli skiptir. Skemmtitexti eftir Baggalút á ekki eftir að verða valdur að nauðgunum.


mbl.is „Texti Baggalúts snýst ekki um eðlilega hegðun"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endalaust andskotans jarm alltaf hreint...

Það vill svo skemmtilega til að ég var á þjóðhátíð ´93. Reyndar var athyglisgáfan eitthvað í ryðgaðra lagi sökum ölvunar, en við vorum þar, Bacchusar menn. Þessar samkomur voru nokkurnveginn svona eins og lýst er í textanum. en auðvitað þurfa feministar að fetta fingur út í raunhæfa textagerð og saka höfund lagsins um að hvetja til nauðgana. Flott. Skömmumst þá út í höfunda biblíunnar til að hvetja til þess að fólk sé grýtt, myrt, limlest (auga fyrir auga) og svo framleiðis.

Bjánar.

 Stórskemmtilegt lagið og textann má svo finna hér.


mbl.is Síðsumarþjóðhátíðarlag frá Baggalúti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

If women are from Venus and men are from Mars....

...then drummers are from Pluto.

Þessi fullyrðing úr henni ógleymanlegu mynd Still Crazy er einhver sú sannasta sem að ég hef kynnst. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að vera meðlimur hinnar mjög svo réttnefndu sveitar Bacchus um árabil. Sveit sú spilaði grimmt til fjölda ára, eingöngu cover lög enda var þetta bara til gamans gert. Trommari okkar, Jón Ingi að nafni (maðurinn með síðasta hárið á Eyrarbakka) var nokkurskonar persónugerfingur allra trommara. Al-rólegasti maður sem ég hef nokkurntímann kynnst (og er af nógu að taka), hann gat orðið gersamlega dýrvitlaus á tónleikum. Talandi um dýr, þá var það almennt samþykkt að Animal sé besti trommari fyrr og síðar.

 


mbl.is Trommuleikarar með svipað þol og íþróttamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skil reyndar ekki alveg hvað þau eru að kvarta....

...því Bodrum er fínn staður. Fór þangað í uppsetningu fyrir nokkrum árum, skemmtilegur staður.
mbl.is Flugu til rangs lands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afslöppun.....

Loksins kominn á klakann. Búinn að hitta familíuna, engin smá hamingja. Skrifa meira þegar ég nenni.

Heimleiðis...

Já, loksins. Ég kem á klakann þann 11 og verð heima í mánuð! Jibbí! Get ekki beðið eftir að hitta familíuna. Þetta eru búnir að vera langir, hva, 3 mánuðir?

Vá....


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband