Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Snilld.


eh...

ég hélt við byggjum á  Íslandi.....
mbl.is Auglýsingar á pólsku í Lögbirtingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fortunate in Fortune...

Fortune á Nýfundnalandi. Hmmm. Enn eitt smáþorpið sem ég kem til í þeim tilgangi að setja upp hugbúnaðarkerfi. Það liggur í hlutarins eðli að hvert einasta þorp er einstakt en samt sem áður er einhverskonar "same-ness" yfir þeim öllum, svo ég noti nú orð eins ágæts kunningja míns, þegar maður ferðast svona þorp úr þorpi. Hérna er um 20-30% atvinnuleysi, sem sést mjög vel á því að í verksmiðjunni hérna er yngsti starfskrafturinn um 55 ára eða svo. Það er einhverskonar goggunarröð hérna í sambandi við störf og krakkarnir sem eftir eru hérna eiga ekki séns.

Fortune

Staðurinn sjálfur hefur svosem ekki upp á margt einstakt að bjóða. Lágar, aflíðandi hæðir,  grasbleðlar og lágvaxin tré sem minna frekar á veðurbarða girðingastaura. Sjórinn hérna er mjög grunnur og þegar hvasst er inn í höfnina hérna eins og var í dag þá verður sjórinn moldarbrúnn. Mjög sérkennilegt að sjá brúnar öldur brotna á ströndinni. Viðhald á húsum og öðrum mannvirkjum hefur lagst af um 1980 eða svo enda ber allt því vitni. En fólkið er  eins og ég hef alltaf sagt, eins um heim allan. Kvótakerfið er hérna við lýði eins og annarsstaðar ásamt sömu afleiðingum og annarsstaðar. Unga fólkið að miklu leyti flutt í borgirnar en eldra fólkið situr eftir.

Ég stóð hérna úti við áðan, var að fá mér ferskt loft. Ég stóð í skoti í skjóli fyrir vindinum. Það kemur út maður, hægláturí hreyfingum og röltir að kari sem að stóð þarna á bryggjunni. Hann sest á brúnina á því og horfir út á hafið langa stund. Mér dauðbrá þegar ég leit framan í hann því að það var ekkert að sjá í andlitinu á honum nema kolsvart vonleysi. Í einu vetfangi sá maður hvað maður hefur það ofsalega gott. Ég hef oft hugsað til þess hvað ég á virkilega gott, ég ferðast um merkilegustu staði en ég hef alltaf færi á að fara heim aftur. Þetta fólk hefur ekki úr neinu slíku að velja því það er heima og ekki að neinu að hverfa.

Fyrirtækið sem á þessa verksmiðju er Íslenskt og ég hef heyrt að fólk er ákaflega þakklátt fyrir að verksmiðjan hafi verið opnuð aftur. Fyrirtækið sem var á undan lokaði fyrirvaralaust og skildi fólkið eftir í sárum.Það eru bundnar miklar vonir við þetta og fyrstu merki lofa góðu, skilst mér. Vona að það gangi eftir.

Annars er ekki allt dauði og djöfull hérna, langt í frá. Fólkið er indælt og þar sem fólk býr þar er yfirleitt fjör, að einhverju marki allavegana. Og svo verður sko í kvöld. Það stefnir í að allt verði vitlaust og ætli það endi ekki með að það verði að kalla út varalið lögreglunnar (Alan Hammond, 78 ára) til að hafa stjórn á æstum múgnum.

Það er nefnilega bingó í stóra salnum.


Ljós, tónlist og hiti

Ég náði því að fara á tónleika með kallinum í Melbourne í Ástralíu árið 1990. Frábær upplifun, ekki síst vegna þess að vegna einhverrar lukku fékk ég sæti (þetta voru  jú tónleikar, ekki ball) í fremstu röð, beint fyrir framan goðið. Fyrir 17 ára gutta skiptir svoleiðis máli. Ég man alveg rosalega vel eftir þessum tónleikum, ekki síst vegna þess að ljósasjóvið, tónlistin og öll umgjörðin sköpuðu í sameiningu stórkostlega stemmningu.

Ég hef svo farið á heilmarga tónleika á Íslandi og svo furðulegt sem það er þá voru bestu tónleikarnir á NASA (Megadeth). Lítll salurinn og nálægðin við hljómsveitina sköpuðu frábært sánd og upplifun. Mér leiðist sándið í Laugardalshöll, Egilshöllin er engan veginn að virka og Kaplakrikinn ætti að halda sig við handboltann.

Versta minningin var þó þegar ég fór á Iron Maiden í Egilshöllinni, þá átti að kæla liðið niður þannig að kveikt var á loftkælingunni með þeim glæsilegu afleiðingum að það næstum yfirgnæfði hljómsveitina. Og þarf þónokkuð til.

Það kemst ekkert skikk á þessi mál fyrr en almennilegt tónlistarhús kemst á laggirnar hérna (sem styttist víst í skilst mér) og einhverjar úrbætur eru gerðar á þeim stöðum sem eru notaðir fyrir stærri tónleika.


mbl.is Kæfandi hiti á Clapton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað eru menn að reykja þarna eiginlega???

Þetta er alveg kostulegt. Feginn að búa erlendis núna, það er að verða svona Ítalskt yfirbragð yfir sveitastjórnarpólitíkinni heima.
mbl.is Óskar hefur fullt umboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjáum nú til...

Ég hef ekki tölu á þeim fjölda skipta sem ég fór til Alaska meðan ég var hjá Marel á Íslandi. Sama hvort fyrirtækið (Síminn - Vodafone) Marel skipti við, ekki var til umræðu að ná sambandi í gegnum Íslensku símana eftir að frá Seattle var farið. Ég hringdi (eftir að heim var komið - sleppið bröndurunum) og spurðist fyrir um þetta og fékk þær upplýsingar - kannski ekki óvæntar - að ekki væri nægur fjöldi sem ferðaðist þarna til að réttlæta kostnaðinn við reikisamning.

Svo Bjössi minn, hvað heldurðu að það séu margir Íslendingar á ferð þarna gegnumheilt? Þú, af öllum talsmönnum kapítalista á Íslandi ættir nú að gera þér það ljóst að það myndi ekki svara kostnaði fyrir þá. Langeinfaldasta (og ódýrasta) lausnin er að kaupa fyrirframgreiddan síma í Seattle eða hvaðan sem þú ferð og nota hann.

En ég neita því ekki að þetta pirraði mann alveg óskaplega.


mbl.is Ekki íslensk farsímaþjónusta í Fairbanks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki meir, ekki meir...

Ég tók einusinni þátt í skoðanaskiptum á imdb um hvaða leikarar væru bestir til að endurgera þessa tæru snilld. Mjög margar skemmtilegar tillögur komu fram en það sem að var gegnumgangandi var það að enginn, nákvæmlega ENGINN vildi að myndin yrði endurgerð. Þetta var bara til gamans gert. Mér finnst Richard O'Brian taka niður með að taka þáttí þessu.

Það er allavegana á hreinu að ekki fer ég á endurgerðina.

Punktur.


mbl.is Rocky Horror endurgerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hefjast þá ferðirnar...

Jæja, farinn af stað. Flaug frá Keflavík til Boston á sunnudagsmorguninn og rétt náði vélinni til Montreal. Þegar þangað var komið tók við hiða alvana- og vinalega immigration control hjá Kanadamönnum. Ég er gersamlega handviss um það að starfsfólk þar fær bónusa ef þeir afreka að láta fólk missa af vélunum sem það á að ná. Eftir tveggja tíma töf þar tók þá náttúrulega við 6 tíma bið eftir næstu vél. Henni seinkaði svo um tvo tíma þannig að þegar ég lenti loks í St. John's á Nýfundnalandi var ég hinn kátasti. Reyndar var ég svo búinn á því að mér sýndist strákurinn sem að afgreiddi mig um bílaleigubílinn var greinilega á báðum áttum um að afgreiða mig um hann. Eftir svo 6 tíma svefn eða svo tók við 4 tíma keyrsla til hins virðulega staðar Fortune. Hann má sjá hér.


View Larger Map

Suðurlandsvegur

Það er alveg satt að bæta þarf veginn. Það er einnig satt að 70km hámarkshraði muni aldrei ganga upp þarna. En vegurinn er eins og hann er og það er staðreynd. Vegbætur eiga sér ekki stað á einum degi, sama hvað menn vilja. Þessvegna væri réttast að lækka hraðann í 70 og vinna að úrbótum á meðan. Þetta krefst þess náttúrulega að lögreglan sé nærri stöðugt á staðnum því Íslenskir bílstjórar virðast upp til hópa halda að hraðatakmarkanir séu eitthvað sem kemur fyrir annað fólk. Svo þegar vegbótum er lokið má hækka hraðann aftur.
mbl.is Lækka þarf hámarkshraðann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála.

Það er fyrir löngu komið í mál að látið verði af þessari hræsni hér á landi. Ísland er því markini brennt að hræsni og fordómar eru óvíða meiri, þó faldir séu. Í Seattle er að mér finnst mun opnara og afslappaðra andrúmsloft gagnvart svona málum, á hverfispöbbnum mínum ægir öllu saman, tattúveruðum mótorhjólaköppum, endurskoðendum og jú, endaskoðendum af báðum kynjum. Allir drekka bjór saman í sátt og samlyndi.

Annars verð ég að passa mig á færslum um mannréttindi. Vinnan gæti sem best tekið upp á því að senda mig til Kína og þá væri vísast að vera ekki með kjaftinn í hánorður í sambandi við svoleiðis málefni, svo maður komist nú inn. Það er nóg af kvislingum hér á landi sem annarsstaðar sem myndu þýða svona greinar fyrir þá.


mbl.is Engan afslátt af mannréttindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband