Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Til hamingju

Þetta er glæsilegt skip. Það á eftir að sóma sér vel bundið við bryggju því Gæslan fær ekki fjármuni til að reka skipin sem þeir eru með, hvað þá nýtt skip.

Vonandi vakna þessir svokölluðu ráðamenn okkar upp og fatta að það þarf að halda þessum skipum úti, þau gegna ekki hlutverki sínu bundin við bryggju. Mannslíf bjargast ekki á þann mátann.


mbl.is Glæsilegur Þór sjósettur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vitleysingur

Paranojan og siðblindan eru alveg hreint ótrúleg hjá þessu manngerpi. Nú veit ég ekki hvort það hefur verið unnið skipulega gegn honum, ekki kæmi mér það á óvart en hitt veit ég að þegar ég hef kosið Sjallana (dálítið síðan síðast) þá strikaði ég nafn Árna út alveg á mínum eigin forsendum. Mér þótti sem Sjálfstæðisflokkurinn væri að gera góða hluti og en sá rautt þegar ég sá nafn Árna. Til að gera mannfýlunni jafnhátt undir höfði og öðrum, þá á hann heiður skilinn fyrir það sem að hann hefur áorkað í gegnum tíðina fyrir kjördæmi sitt (sem að hefur reyndar oftast nær samanstaðið af Vestmannaeyjum, ekki suðurlandi). Á hinn bóginn er hann dæmdur glæpamaður og á af þeim sökum ekkert erindi inn á alþingi, uppreisn æru eða ekki.

Hvað sem að aðrir þingmenn gera eða hafa gert af sér er svo annað mál. Ef að dómur hefur fallið í refsimáli gegn þeim þá eiga menn ekkert erindi inn á þing. Alveg það sama átti að ganga yfir þarna þingmanninn sem að komst ekki í setningu alþingis af því hann var að sitja af sér dóm vegna ölvunaraksturs. Ég veit vel að þetta myndi hafa þau áhrif að sumir sem ég myndi mjög gjarnan vilja sjá á þingi kæmust ekki inn en eitt verður yfir alla að ganga.

Ef að menn ætla að fara að banna yfirstrikanir þá finnst mér vera vegið að lýðræði. Þetta er bara enn ein ástæðan fyrir því að leggja á niður þetta flokkakosningakerfi og taka upp einstklingskosningar. Þá eru útstrikanir að sjálfu sér niðurlagðar.

Bittinú.


mbl.is Árni Johnsen segir skipulega unnið gegn sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég stal þessu...

...alveg óforskammað.

kjorsedill1


Hmm...

Sjáum til.

Fjármálaráðherra heldur einu fram. Fjármálaráðuneytið (sem að heyrir að ég held undir fjármálaráðherra) mótmælir. Flott að fá svona fréttir, svona rétt í aðdraganda kosninga. Hjálpar mönnum örugglega að draga eigin ályktanir þegar kemur í kjörklefann. Veit maðurinn ekkert hvað gengur á í hans eigin ráðuneyti?


mbl.is Tilhæfulaust að ríkið taki Icelandair yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flokkarnir og einstaklingskosningar.

Það sem pirrar mig með þessa kosningabaráttu er að það hlaupa allir um eins og hauslausar hænur. Sjallarnir eru brjálaðir yfir öllu nema sjálfum sér, Jóhanna virðist vera að panikka, Steingrímur virðist vera í losti yfir að geta ekki lengur falið sig bakvið 4 tíma ræðurnar sínar, Ögmundur þegir (afrek í sjálfu sér) og svona veltur steinninn áfram. Það sem gerir mig hinsvegar alveg frávita af reiði er framkoma VG liða í búsáhaldabyltingunni. Að rífa kjaft inni á þingi og fara svo út og hvetja, hvetja fólk til að grýta þinghúsið og lögregluna á að vera refsivert. Stelputuðran þarna, hvaðhúnnúheitir er enganvegin fær um að vera ráðherra. Og til að toppa þetta fékk Kolbiluð Halldórsdóttir stól. Sá "stjórnmálamaður" - fyrir utan Steingrím - sem ég hef nákvæmlega ekkert álit á.

Eins og ég hef margoft komið inná í mörgum pistlum þá er þetta flokkafyrirkomulag svo steinaldarlegt að það nær ekki nokkurri átt. Það eru einstaklingar innan allra flokka sem ég myndi glaður vilja kjósa, meira að segja nokkrir í VG og einn í B en þeir fá ekki mitt atkvæði því fyrr naga ég af mér eyrun heldur en að kjósa B, V eða S. Og ekki koma mér af stað með sveitastjórnarkosningarnar. Ef að það væri lögbundið að kjósa V, B eða S þá færi ég frekar í fangelsi, svo einfalt er það. D kýs ég ekki aftur í bráð í neinum kosningum.

Og hvað er þá eftir? Óánægjuframboð, klárt og einfalt. Vissulega er það gott í sjálfu sér en það leysir ekki vandann finnst mér. Ástþór kallinn.... hann má reyndar eiga að hann fær ágætis hugmyndir, kann að hugsa utan kassans eins og kallað er, en jeminn eini, ég myndi ekki vilja fá hann inn á stofugólf hjá mér, hvað þá á alþingi. Allavega ekki fyrr en hann lofar að taka lyfin sín. Borgarahreyfingin. Ég þekki ekki marga á þeim lista og það er ágætt í sjálfu sér. En verra er að ég fæ ekki nokkurn botn hvað þeir ætla að gera eða hvernig. Reyndar er það sammerkt með öllum flokkunum.

Tími endurnýjunar er kominn, það fer ekki framhjá neinum. En á meðan ungliðar eru aldir upp eftir flokkslínunni, hver sem hún er þá er ekki hægt að ætlast til að menn sýni sjálfstæða hugsun. Svo merkilegt sem það er þá hefur manni sýnst sem það séu VG og Sjallarnir sem eru með hálfgerða trúarbragðastefnu. Það sem flokkurinn segir er Orðið og vei þeim sem mótmæla. Samfylkingaungliðar eru alveg hjartanlega sammála um það að vera ósammála yfir öllum mögulegum og ómögulegum hlutum nema það að Jóhanna er hinn nýi Messías. B ungliðar láta fara lítið fyrir sér og virðist nú stefna í að þeir verði frekar Rotary klúbbur en stjórnmálasamtök. Þegar maður sér eða heyrir eitthvað jarm (ha ha) frá B þá er eins og þeir hálf skammist sín fyrir að opna ginið. Skil þá vel.

Margir hafa haldið því fram að ég sé á móti stjórnmálaflokkum. Því fer fjarri. Menn geta verið í hverjum þeim stjórnmálasamtökum sem þeim dettur í hug, flokksbundnir í allar áttir en það kemur ekki kosningunum við. Ef einstaklingur er kosinn á þing í einstaklingskosningum getur hann bundið trúss sitt við hvern þann þingflokk sem er stofnaður þegar á þing er komið. Ef Jón, Palli og Siggi eru í B geta þeir stofnað þingflokk B liða. Þeir verða þá bara að standa skil á því hvaða verk áunnust í nafni hans þegar kemur að næstu kosningum. Ef mönnum finnst þá sem að Jón og Palli hafi komið meiru í verk en Siggi þá sleppa menn því bara að kjósa Sigga en kjósa hina.

Jæja, ég nenni ekki meiru í bili. Varð bara að fá smá útrás.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur tapar miklu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki gæti mér staðið meira á sama...

Það er nú kannski að bera í bakkafullann lækinn að fara að tala um þetta. Hef gert það oft áður og þeir sem mig þekkja vita hver mín afstaða er. En að telja það fréttnæmt að þetta eða þetta margar konur eru fleiri eða færri finnst mér alltaf vera svo mikil hræsni sem mögulegt er. Hverjir ráða hverjir eru á framboðslistum? Uppstillinganefndir, oftar en ekki eða kosningar á lista. Það þýðir ekki að sitja og grenja "Sigga/Palli komst ekki á lista" af því þau voru ekki kosin eða valin! Þetta hlýtur að segja jafnvel tregustu kynjafasistum eitthvað. En nei, snillingarnir komu upp með kynjakvóta! Hvurn grefilinn á það að þýða að segja mér að ef að ég kaus ekki konu í eitthvað ákveðið sæti þá er mér ekki treystandi og því verður hún Sigga færð upp fyrir Palla af því hún er kona? Hvað varð um traust á fólki, tvíþætt í þetta skiptið af því ég treysti Palla betur til að sitja á þingi en Siggu, en flokkurinn treysti mér ekki til að kjósa "rétt"?

Þeir flokkar sem hafa þessa arfavitlausu stefnu eru ekki, samkvæmt hugtakinu lýðræði, lýðræðisflokkar. Og þar af leiðandi eiga þeir nákvæmlega ekkert erindi á alþingi.

Málið er einfalt. Ef að ég sé frambjóðanda sem mér lýst á þá kýs ég hann. Og það hefur nákvæmlega ekkert með það að gera hvort að þessi frambjóðandi er karl- eða kvenkyns. Af nákvæmlega þessum orsökum vil ég taka upp einstaklingskosningakerfi á Íslandi.

Bittinú.


mbl.is Færri konur á framboðslistum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öðruvísi mér áður brá...

Sú var tíðin að það var alveg viss passi að þegar komið var heim af sveitaballi þá var farið í laugina. Löggan kom nú oftar en ekki og henti okkur uppúr. Þetta var nú reyndar í þá tíð sem að löggan þekkti okkur öll með nafni og við lögreglumennina. Aldrei neinn skætingur eða vesen, þeir sinntu bara sínu starfi og við hlýddum, enda bárum við virðingu fyrir þeim þó að við gætum fíflast í þeim að öllum mætti. Þeir fífluðust bara í okkur til baka og allir skildu sem vinir.

En nú dugir ekkert minna en að kæra menn fyrir þetta. Breytingin á bæði löggæslunni og ungdómnum (er farinn að vera eins og Sigfinnur Schiöth hérna...) er alveg ótrúleg á þessum réttu 20 árum.

Já.......[starir tómlega út í loftið...]


mbl.is Í óleyfi á sundlaugarsvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi kall er alveg hreint dýrðlegur...

...og svo hreint yndislega geggjaður. Það er hreinlega ekki hægt annað en að dást að hvað hann er kolruglaður.

http://www.ruv.is/heim/ahugavert/nanar/store218/item260384/

Veruleikafirringin er svo stórfengleg að mann setur hljóðan. En ég held að ég hafi ekki hlegið jafn dátt að viðtali/eintali í langan tíma.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband