Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Ekki bara tónleikarnir illa skipulagðir...

Einhversstaðar virðast lýtalæknarnir einnig hafa misst yfirsýn yfir aðgerðir.
mbl.is Jackson-tónleikar illa skipulagðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andskotans farsi er þetta...

Þingmenn Borgarahreyfingarinnar hyggjast starfa samkvæmt stefnuskrá sem samþykkt var fyrir kosningar. Komið er í lög hreyfingarinnar að stefnunni skuli breytt. Þingmenn segja of snemmt að segja hvort samstarfi verður haldið áfram með Borgarahreyfingunni eða ekki.

Ég á ekki orð.......


mbl.is Óvíst um frekara samstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er eiginlega í gangi þarna heima?

Nú hef ég ekki búið á Íslandi í 2 ár. Allur minn skilningur á ástandinu er kominn úr fjölmiðlum og af samtölum við ættingja og vini. En rauði þráðurinn er sá að Íslendingar virðast hafa gefist upp á allan máta. Það er sama hvort þjófagengin eru send af AGS eða mafíunni, Íslendingar taka bara niður um sig og reka rassgatið upp í vindinn.

Nú ætla ég ekki að kommenta á AGS og þá vitleysuna alla, nóg er. En varðandi þessa öldu afbrota sem að dynur nú yfir þjóðina er ég orðlaus. Allsstaðar þar sem ég hef dvalist þá er reglan einföld. Það er sama hvaða samningar eru í gangi á milli þjóða, þegar brotamaður sem erlendur er búinn að sitja af sér dóminn þá er hann sendur til síns heima og fær aldrei að koma til viðkomandi lands aftur. Af hverju er þetta ekki hægt á Íslandi? Nægum fjármunum er varið í toll- og landamæra gæslu, það ætti ekki að vera of erfitt að passa upp á að margdæmdur brotamaður komist ekki til landsins.

En pólitíska rétthugsunin og manngæskan á Íslandi er svo yfirgengileg að mann setur hljóðann. Ef að t.a.m. Litháískur glæpamaður er handtekinn þá vill hann auðvitað sitja inni hér á landi. Frítt fæði, internet, póstur og fá þeir ekki líka borgað? Einhvern vasapening? Ef að talað er um að senda þá til síns heima þá rísa mannrétttindafrömuðirnir hérna heima upp á afturlappirnar og kvarta yfir því að verið væri að senda mannfýluna í ómanneskjulegt umhverfi. HALLÓÓÓÓ!!!!!! Það er verið að senda manninn í fangelsi, ekki heilsuhæli. Það á ekki að verðlauna menn fyrir afbrot, það á að refsa þeim.

Nú þekki ég margt afbragðsfólk úr röðum innflytjenda á Íslandi og það verður að passa sig á að setja ekki alla undir sama hatt. En þeir sem verða uppvísir af afbrotum eiga ekkert erindi á Íslandi.

Við virðumst eiga í nægum vandræðum með að setja okkar eigin afbrotamenn í fangelsi.


mbl.is Bíræfnir búðarþjófar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband