Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Glæpamaður

Hvernig stendur á því - ég bý erlendis - að hverjum glæpamanninum á fætur öðrum er falin samningagerð fyrir Ísland? Ég spyr eingöngu vegna þess að Össur hefur sem forstóri ýmissa fyrirtækja sett fjölda manns á hausinn. Þegar hann var rukkaður þá sagði hann einfaldlega "Það var annað fyrirtæki" og bar af sé alla ábyrgð. Ég þekki persónulega dæmi þess.

 Sorrý, ég kaus hann ekki, enda þekki ég hann að öðru innræti en því sem hann sýnir við kosningar.


mbl.is Össur óskar eftir fundi með Hillary Clinton um AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar kom það...

Margir hafa spurt mig hvernig þessu sé háttað milli Marel og Carnitech, þar sem ég starfa hjá Carnitech í Seattle. Þetta er nokkuð einfalt, þegar öllu er á botninn hvolft.

Carnitech var upprunalega járnsmíðafyrirtæki í Danmörku sem séhæfði sig í smíði úr rústfríu stáli. Sem slíkir voru þeir orðnir mjög góðir, fóru að framleiða færibönd og einfaldar iðnstýringar og færðu sig fljótlega til Bandaríkjanna og stofnuðu dótturfyrirtæki sem einbeitti sér að flotanum í Alaska. Í evrópu hélt starfsemin áfram, þar var stofnað Carnitech Salmon sem bjó til vélar fyrir laxaiðnaðinn. Þegar svo Marel kaupir Carnitech þá voru þeir fyrst og fremst að kaupa hugvit og þekkingu, ásamt miklum viðskiptasamböndum, sem var helsta ástæða þess að Carnitech var ekki innlimað algerlega inn í Marel og nafnið lagt niður.

Með öllum þeim breytingum sem hafa orðið undanfarin ár hefur upprunalega (e. core) starfsemi Carnitech ekki fallið undir viðskiptamódelið hjá Marel, sem veldur því að Marel ákvað að losa sig við Carnitech, að undanskildum Carnitech Salmon og Carnitech US, þar sem ég starfa. Carnitech US hefur verið með eitt nánasta samstarfið við Marel, vegna þess að Marel tækin og hugbúnaðurinn fyrir fiskiðnaðinn hér í USA er seldur héðan. Nú verður Carnitech nafnið hér lagt niður og nafnið Marel tekið upp.

Þetta er málið í sinni einföldustu mynd.


mbl.is Marel selur fyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband