Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Þursarnir já.....

Ég er einn af þeim sem að fór fullur eftirvæntingar á tónleika Þursana í Laugardagshöllinni hér um árið. Þursarnir hafa alltaf að mínum dómi verið langbesta band Íslandssögunnar, punktur. En þvílík vonbrigði! Ég hafði það á orði við Óla Palla eftir tónleikanna að þeir hefðu nú mátt skammast sín til að æfa prógrammið áður og jafnvel æfa fleiri lög, því að, ótrúlegt en satt, þá voru þeir farnir að endurtaka lög! Óli, diplómatískur að vanda, samsinnti.
Vonandi heppnast þessi tilraun betur, en þó svo ég væri á landinu myndi ég samt ekki fara, ég ætla bara að halda áfram að njóta þess að hlusta á plöturnar þeirra.
mbl.is Þursarnir og Caput saman á tónleikum á þorra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjartan er flottur

Kjartan Björnsson má eiga það að hann er framkvæmdaglaður með afbrigðum. Það eina sem að ég vil samt segja um þessa hátíð er, að ég er guðslifandi feginn að búa ekki á Selfossi á meðan þessi bæjarstjórn er við völd.
mbl.is Lok afmælishátíðar á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snilld, bara snilld.....

Þessi fyrirsögn segir allt sem að segja þarf, er það ekki?

Mig langar bara til að spyrja: Hvar eru prófarkalesarar Moggans? Var gefist upp og batteríið lagt niður um leið og Gísli dó og málfræðipistlarnir færðust yfir á annara hendur? Ég bara spyr.

Whole foods jú... það er bara gott mál, verður fínt að fá þetta góðmeti hérna erlendis aftur.


mbl.is Whole Foods auglýsir Ísland á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband