Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Magnað með Marel...

Það er svo merkilegt að það er sama hvort maður talar við Íslendinga heima eða erlendis, Marel og Össur virðast skipa alveg sérstakan sess í hugum manna. Þessi fyrirtæki sem ekki tóku þátt í græðgiskapphlaupinu sem öllu kom á vonarvöl, heldur nýttu sér einungis tækifærin á hljóðlegan máta virðast vera holdgervingar öruggra viðskipta í hugum manna. Sem starfsmanni Marel þá þykir mér vænt um að heyra menn tala á þessum nótum, því að ég er alveg gríðarlega stoltur af að vera hluti af þessu teymi, leggjandi mitt af mörkum.

Margir hafa spurt mig hvernig þetta sé eiginlega. Á tímabili var varla hægt að opna blað án þess að lesa um yfirtöku Marel á einhverju fyrirtæki. Margir tóku þessu sem merki um að Marel væri bara á vagninum með öllum hinum, nú ætti að taka yfir heiminn. Munurinn er sá að með styrkri stjórn, gríðarlegri hugmyndaauðgi, ákveðinni framtíðarsýn og reynslu lykilstarfsmanna tókst það.

Allir vita hvernig fór fyrir hinum.


mbl.is Marel lækkar um tæp 7%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Almennur fögnuður og gegndarlaus gleði

Það er óhætt að segja að Icelandair sé fagnað sem hetjum hérna í Seattle af Íslendingum. Það er gríðarlegur fjöldi af Íslendingum hér og er eiginlega hægt að segja að það sé ekki þverfótað fyrir þeim. Vandamálið hjá Icelandair hingaðtil hefur verið að fá "slot" á flugvellinum. Það hefur verið dálítið pínlegt að fljúga í gegnum Minneapolis eða Boston og helmingurinn af farþegunum þangað fylgir manni yfir í næstu vél.

Breytingin fyrir okkur sem búum hérna í Seattle er hreint ólýsanleg, jafnvel kannski líka andlega, tíminn sem fer í að ferðast á milli Íslands og Seattle minnkar alveg ólýsanlega, ásamt því að möguleikinn að fara í heimsókn til Íslands eða fá heimsókn frá Íslandi stóraukast. Og það hefur áhrif á sálartetrið í manni.


mbl.is Seattleflugi fagnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HALELÚJA!

Já, nú verður land aftur skógi vaxið milli fjalls og fjöru og almenn hagsæld.

Allavega á mínum bænum. Takk fyrir þetta Icelandair.


mbl.is Flogið 4 sinnum í viku til Seattle
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru þetta ekki útrásarvíkingarnir?

Capital one er með alveg frábærar auglýsingar.


Blessuð gæslan...

Mér er bara spurn. Af hverju leggja stjórnvöld hreinlega ekki niður gæsluna alfarið? Málum er nú svo komið að hún getur ekki sinnt lögboðnu hlutverki sínu nema með höppum og glöppum vegna féskorts. Á meðan er hægt að dæla milljörðum á milljarða ofan í þessa vitleysu sem varnamálastofnun er. Við höfum þegar stofnun sem getur séð um allt sem að varnarmálastofnun sinnir (hvað sem það annars er) sem er LG. Sama með loftferðaeftirlitið, þar höfum við flugmálastjórn í náinni samvinnu við LG. Það er óþarfi að stofna nýjar stofnanir trekk í trekk þegar þessum störfum er hægt að sinna á aðra máta.

Ég segi eins og er, ég er feginn að vera ekki til sjós lengur, mér leið alltaf vel að vita að Gæslan myndi leggja sig alla fram og meira en það að koma okkur til bjargar ef út af brygði. Í dag er staðan sú að sennilega þurfa starfsmennirnir sjálfir að leggja til fyrir bensíni á relluna, nú eða skipið. Ég er ekki viss um að ég næði að halda mér á floti svo lengi.


mbl.is Danski sjóherinn hikar í samstarfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kominn til Seattle...

Ætla nú ekki að hafa þessa merkilega.  Er reyndar kominn til Seattle, ferðin sem átti að verða rétt vika endaði í 6 vikum. Ætla bara að setja inn eina mynd af 300 tonna hali sem að við fengum.

Bið að heilsa í bili.

Pica1 019

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband