Magnað með Marel...

Það er svo merkilegt að það er sama hvort maður talar við Íslendinga heima eða erlendis, Marel og Össur virðast skipa alveg sérstakan sess í hugum manna. Þessi fyrirtæki sem ekki tóku þátt í græðgiskapphlaupinu sem öllu kom á vonarvöl, heldur nýttu sér einungis tækifærin á hljóðlegan máta virðast vera holdgervingar öruggra viðskipta í hugum manna. Sem starfsmanni Marel þá þykir mér vænt um að heyra menn tala á þessum nótum, því að ég er alveg gríðarlega stoltur af að vera hluti af þessu teymi, leggjandi mitt af mörkum.

Margir hafa spurt mig hvernig þetta sé eiginlega. Á tímabili var varla hægt að opna blað án þess að lesa um yfirtöku Marel á einhverju fyrirtæki. Margir tóku þessu sem merki um að Marel væri bara á vagninum með öllum hinum, nú ætti að taka yfir heiminn. Munurinn er sá að með styrkri stjórn, gríðarlegri hugmyndaauðgi, ákveðinni framtíðarsýn og reynslu lykilstarfsmanna tókst það.

Allir vita hvernig fór fyrir hinum.


mbl.is Marel lækkar um tæp 7%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Jamm, enda standa Marel og Össur fyrir einhverri sköpun og framleiðslu, auk hugvits og uppfinninga.  Það er mjög góð uppskrift...

Sigurjón, 30.3.2009 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband