26.3.2009 | 14:48
Almennur fögnuður og gegndarlaus gleði
Það er óhætt að segja að Icelandair sé fagnað sem hetjum hérna í Seattle af Íslendingum. Það er gríðarlegur fjöldi af Íslendingum hér og er eiginlega hægt að segja að það sé ekki þverfótað fyrir þeim. Vandamálið hjá Icelandair hingaðtil hefur verið að fá "slot" á flugvellinum. Það hefur verið dálítið pínlegt að fljúga í gegnum Minneapolis eða Boston og helmingurinn af farþegunum þangað fylgir manni yfir í næstu vél.
Breytingin fyrir okkur sem búum hérna í Seattle er hreint ólýsanleg, jafnvel kannski líka andlega, tíminn sem fer í að ferðast á milli Íslands og Seattle minnkar alveg ólýsanlega, ásamt því að möguleikinn að fara í heimsókn til Íslands eða fá heimsókn frá Íslandi stóraukast. Og það hefur áhrif á sálartetrið í manni.
Seattleflugi fagnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við fögnum líka mörg á Íslandi með ykkur, þessum fjölmenna þjóðflokki, Íslendingum í Seattle. Bróðir minn Pétur er þarna með fjölskyldu sína og ég fagna auknu tækifæri til að heimsækja hann eða fá þau til gamla landsins. Vona bara að prísarnir verði í lagi.
Friðrik Þór Guðmundsson, 26.3.2009 kl. 14:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.