Færsluflokkur: Bloggar
14.8.2008 | 10:28
Sjáum nú til...
Ég hef ekki tölu á þeim fjölda skipta sem ég fór til Alaska meðan ég var hjá Marel á Íslandi. Sama hvort fyrirtækið (Síminn - Vodafone) Marel skipti við, ekki var til umræðu að ná sambandi í gegnum Íslensku símana eftir að frá Seattle var farið. Ég hringdi (eftir að heim var komið - sleppið bröndurunum) og spurðist fyrir um þetta og fékk þær upplýsingar - kannski ekki óvæntar - að ekki væri nægur fjöldi sem ferðaðist þarna til að réttlæta kostnaðinn við reikisamning.
Svo Bjössi minn, hvað heldurðu að það séu margir Íslendingar á ferð þarna gegnumheilt? Þú, af öllum talsmönnum kapítalista á Íslandi ættir nú að gera þér það ljóst að það myndi ekki svara kostnaði fyrir þá. Langeinfaldasta (og ódýrasta) lausnin er að kaupa fyrirframgreiddan síma í Seattle eða hvaðan sem þú ferð og nota hann.
En ég neita því ekki að þetta pirraði mann alveg óskaplega.
![]() |
Ekki íslensk farsímaþjónusta í Fairbanks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 15.8.2008 kl. 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.8.2008 | 15:28
Ekki meir, ekki meir...
Ég tók einusinni þátt í skoðanaskiptum á imdb um hvaða leikarar væru bestir til að endurgera þessa tæru snilld. Mjög margar skemmtilegar tillögur komu fram en það sem að var gegnumgangandi var það að enginn, nákvæmlega ENGINN vildi að myndin yrði endurgerð. Þetta var bara til gamans gert. Mér finnst Richard O'Brian taka niður með að taka þáttí þessu.
Það er allavegana á hreinu að ekki fer ég á endurgerðina.
Punktur.
![]() |
Rocky Horror endurgerð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.8.2008 | 22:19
Og hefjast þá ferðirnar...
Jæja, farinn af stað. Flaug frá Keflavík til Boston á sunnudagsmorguninn og rétt náði vélinni til Montreal. Þegar þangað var komið tók við hiða alvana- og vinalega immigration control hjá Kanadamönnum. Ég er gersamlega handviss um það að starfsfólk þar fær bónusa ef þeir afreka að láta fólk missa af vélunum sem það á að ná. Eftir tveggja tíma töf þar tók þá náttúrulega við 6 tíma bið eftir næstu vél. Henni seinkaði svo um tvo tíma þannig að þegar ég lenti loks í St. John's á Nýfundnalandi var ég hinn kátasti. Reyndar var ég svo búinn á því að mér sýndist strákurinn sem að afgreiddi mig um bílaleigubílinn var greinilega á báðum áttum um að afgreiða mig um hann. Eftir svo 6 tíma svefn eða svo tók við 4 tíma keyrsla til hins virðulega staðar Fortune. Hann má sjá hér.
View Larger Map
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.8.2008 | 11:47
Suðurlandsvegur
![]() |
Lækka þarf hámarkshraðann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2008 | 09:47
Sammála.
Það er fyrir löngu komið í mál að látið verði af þessari hræsni hér á landi. Ísland er því markini brennt að hræsni og fordómar eru óvíða meiri, þó faldir séu. Í Seattle er að mér finnst mun opnara og afslappaðra andrúmsloft gagnvart svona málum, á hverfispöbbnum mínum ægir öllu saman, tattúveruðum mótorhjólaköppum, endurskoðendum og jú, endaskoðendum af báðum kynjum. Allir drekka bjór saman í sátt og samlyndi.
Annars verð ég að passa mig á færslum um mannréttindi. Vinnan gæti sem best tekið upp á því að senda mig til Kína og þá væri vísast að vera ekki með kjaftinn í hánorður í sambandi við svoleiðis málefni, svo maður komist nú inn. Það er nóg af kvislingum hér á landi sem annarsstaðar sem myndu þýða svona greinar fyrir þá.
![]() |
Engan afslátt af mannréttindum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.8.2008 | 12:26
Þar skeit músin....
![]() |
Segir að frelsi muni koma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.7.2008 | 11:41
Ég veit ekki alveg hvað er að...
OK. Málið er þetta.
Mikið af strákum sem fer á útihátíðir eru svona kannski frekar óheppnir í samskiptum við hitt kynið. Eða kannski sama kynið, hvað veit maður. Svona fjöldafyllerí sem eru til siðs hér á landi og eru reyndar einsdæmi í svokölluðum siðmenntuðum samfélögum, gera það að verkum að fólk verður illa girt, eins og stendur í textanum. Það eru bæði kynin sem stunda þetta og þarf ekki útihátíðir til. Hvað hefði gerst ef að textanum hefði verið snúið við, ef þetta væri ort í orðastað kvenmanns? Ég stórefast að félag einstæðra feðra hefði truflast og látið móðann masa eins og raunin hefur verið með þetta bull alltsaman.
Enginn, allra síst höfundur textans hefur haldið því fram að þetta snúist um eðlilega hegðun í samskiptum kynjanna. Enda eru útihátíðir í bland við brennivín ekki beint hvetjandi til þess að eðlileg samskipti eigi sér stað. Munið að lagið heitir "Þjóðhátíð 93". Svona var þetta þá. Ég hugsaði á þeim tíma nokkurnveginn eins og textinn segir og ekki hef ég nauðgað neinum.
Þannig að hættið í guðsalmáttugsbænum þessu déskotans röfli og snúið ykkur að því sem máli skiptir. Skemmtitexti eftir Baggalút á ekki eftir að verða valdur að nauðgunum.
![]() |
Texti Baggalúts snýst ekki um eðlilega hegðun" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
25.7.2008 | 15:04
Endalaust andskotans jarm alltaf hreint...
Það vill svo skemmtilega til að ég var á þjóðhátíð ´93. Reyndar var athyglisgáfan eitthvað í ryðgaðra lagi sökum ölvunar, en við vorum þar, Bacchusar menn. Þessar samkomur voru nokkurnveginn svona eins og lýst er í textanum. en auðvitað þurfa feministar að fetta fingur út í raunhæfa textagerð og saka höfund lagsins um að hvetja til nauðgana. Flott. Skömmumst þá út í höfunda biblíunnar til að hvetja til þess að fólk sé grýtt, myrt, limlest (auga fyrir auga) og svo framleiðis.
Bjánar.
Stórskemmtilegt lagið og textann má svo finna hér.
![]() |
Síðsumarþjóðhátíðarlag frá Baggalúti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.7.2008 | 22:08
If women are from Venus and men are from Mars....
...then drummers are from Pluto.
Þessi fullyrðing úr henni ógleymanlegu mynd Still Crazy er einhver sú sannasta sem að ég hef kynnst. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að vera meðlimur hinnar mjög svo réttnefndu sveitar Bacchus um árabil. Sveit sú spilaði grimmt til fjölda ára, eingöngu cover lög enda var þetta bara til gamans gert. Trommari okkar, Jón Ingi að nafni (maðurinn með síðasta hárið á Eyrarbakka) var nokkurskonar persónugerfingur allra trommara. Al-rólegasti maður sem ég hef nokkurntímann kynnst (og er af nógu að taka), hann gat orðið gersamlega dýrvitlaus á tónleikum. Talandi um dýr, þá var það almennt samþykkt að Animal sé besti trommari fyrr og síðar.
![]() |
Trommuleikarar með svipað þol og íþróttamenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.7.2008 | 22:49
Skil reyndar ekki alveg hvað þau eru að kvarta....
![]() |
Flugu til rangs lands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)