Sammála.

Það er fyrir löngu komið í mál að látið verði af þessari hræsni hér á landi. Ísland er því markini brennt að hræsni og fordómar eru óvíða meiri, þó faldir séu. Í Seattle er að mér finnst mun opnara og afslappaðra andrúmsloft gagnvart svona málum, á hverfispöbbnum mínum ægir öllu saman, tattúveruðum mótorhjólaköppum, endurskoðendum og jú, endaskoðendum af báðum kynjum. Allir drekka bjór saman í sátt og samlyndi.

Annars verð ég að passa mig á færslum um mannréttindi. Vinnan gæti sem best tekið upp á því að senda mig til Kína og þá væri vísast að vera ekki með kjaftinn í hánorður í sambandi við svoleiðis málefni, svo maður komist nú inn. Það er nóg af kvislingum hér á landi sem annarsstaðar sem myndu þýða svona greinar fyrir þá.


mbl.is Engan afslátt af mannréttindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"...endurskoðendum og jú, endaskoðendum...". En Stormsker-ísk setning!

Óskar P. Einarsson (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 16:19

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Tsk, tsk...þessir West Coast Liberals...   

Er staðfest samvist ekki meira en nógu góð fyrir þessa syndaseli?   Mannréttindi hvað?  Seperate but equal... á að sverta og eyðileggja og basically ómerka heilög hjónabönd venjulegs heiðvirts fólks bara til að þóknast þessu heimtufreka öfuga pakki?  Hvaða skilaboð sendir það út í þjóðfélagið og barnanna okkar?  Að kynvilla sé barasta í lagi?  Jedúddamía...hvað næst... fær þetta fólk að giftast hundinum sínum?      Ekki hér í miðvestrinu allavega...enda búið að breyta stjórnarskránni til að vernda hjónabandið frá and-Amerískum sósíjalískum gay agenda liberals...

Svo er spurning hvað þessir íslendingar gera...

Róbert Björnsson, 8.8.2008 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband