8.10.2008 | 23:23
Ég stal þessu alveg óforskammað...
... frá honum Billa vini mínum. Snilld alveg hreint! Vonandi fyrirgefur hann mér stuldinn.
Ísland er landið sem alþingi rýrir,
endalaust sandkassaleikurinn þrífst.
Ísland er land þar sem lið okkur stýrir,
lið sem í gróðaleit einskis nú svífst.
Ísland er land sem að lögin svo skýrir,
að lögbrot það sé ef af klámi þú hrífst.
Ísland er land sem að í okkur pírir,
örlitlum bótum þá föllum við dýpst.
Ísland er landið sem lán okkur veitir.
Lán sem að vaxa frá degi til dags.
Ísland er landið sem okrarar feitir,
einokað geta sér sjálfum til hags.
Ísland er landið sem lamar nú sveitir,
landsbyggðarmennirnir flýja allt baks.
Ísland er landið sem í okkur hreytir,
ónotum, viljum við jafnrétti strax.
Ísland er landið sem öldruðum hafnar.
Öryrkja skattleggur þjóðanna mest.
Ísland er land þar sem iðnaður dafnar.
Umhverfissóðar hér menga nú flest.
Ísland er landið sem endalaust safnar
erlendum skuldum og frjálshyggjupest.
Ísland er land sem að endingu kafnar;
eg vil nú samstundis kalla á prest!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2008 | 15:52
Kom skemmtilega á óvart...
You Are Animal |
You thrive on uncontrolled energy, and you're downright scary. But you sure can beat a good drum. "Kill! Kill!" |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.9.2008 | 04:14
Ég þoli ekki endurtekningar!
Ég bara segi að ég þoli ekki endurtekningar. Þetta endurtekur sig ár eftir ár, enginn endir.
Endalaus afmæli alltaf hreint.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.9.2008 | 02:41
Ég get ekki að því gert en mér dettur í hug Ministry of silly walks...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2008 | 22:30
Klukk klukk....
Ojæja, ég var víst klukkaður. Best að láta þá vaða.
NB: Ég hef ekki grænan grun um hvort ég sé að fara rétt að þessu eða ekki, það verður þá bara að hafa það.
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Tækjastóri og vörubílstjóri
Þjónustustjóri
Fláningamaður
Fasteignasölumaður
Fjórar bíómyndir sem ég held uppá:
Shawshank Redemption.
Airplane!
Alien (allar reyndar)
Dogma
Fjórir staðir sem ég hef átt heima á:
Selfoss
Ástralía
Reykjavík.
Seattle
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Robot chicken
Línan
Hale & Pace.
Stiklur.
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Mallorka.
Kúba.
London.
Þórshöfn á Langanesi.
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
mbl.is
theregister.co.uk
baggalutur.is.
cnn.com.
Fernt sem ég held uppá matarkyns:
Lifrarpylsa.
Ketfars.
Nautalundir.
Íslenskt lambakjöt í öllum útgáfum.
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:
Allt með Terry Pratchett.
Red storm rising.
Íslenska alfræðibókin.
K.N.
Fjórir bloggarar sem ég klukka:
Hallurg.
ellasprella.
robertbjarnason
ea.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.9.2008 | 00:33
Death Magnetic
Já, æringjarnir í Metallica eru að gefa frá sér (gefa?!?!! Hvað er ég að segja?) nýja plötu þann 12 þessa mánaðar. Ég afrekaði að finna hana á netinu (kaldhæðnislegt, ekki satt?) en eins og þeir félagar sögðu svo eftirminnilega hér um árið, so fucking what.
Það eru ýmis batamerki á þessari afurð þeirra. Reyndar gat eiginlega ekkert annað komið til greina, botninum var endanlega náð með síðustu afurð. Þeir hafa munað eftir að mixa gripinn í þetta skiptið, sem og Kirk Hammett hefur fundið fingurna á sér aftur.
Það verður að segjast að þeir sem eru að leita eftir Master Of Puppets 2 eiga enn og aftur að verða fyrir vonbrigðum. Mér finnst vera nokkuð sterk Nu-Metal áhrif í sumum laganna. Það er ekki að segja að mér finnist platan vera léleg, langt í frá. Jaymz er greinilega nokkuð pirraður í textagerð og flutningi. Ánægjuleg breyting frá þessu Mama said bulli sem kom frá honum uppdópuðum og rugluðum hérna um árið. Nú er hann bláedrú og greinilega hundfúll.
Ég mæli með þessari plötu. Besta sem hefur komið frá Metallica síðan 1991.
Bittinú.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.8.2008 | 08:52
eh...
Auglýsingar á pólsku í Lögbirtingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.8.2008 | 18:24
Fortunate in Fortune...
Fortune á Nýfundnalandi. Hmmm. Enn eitt smáþorpið sem ég kem til í þeim tilgangi að setja upp hugbúnaðarkerfi. Það liggur í hlutarins eðli að hvert einasta þorp er einstakt en samt sem áður er einhverskonar "same-ness" yfir þeim öllum, svo ég noti nú orð eins ágæts kunningja míns, þegar maður ferðast svona þorp úr þorpi. Hérna er um 20-30% atvinnuleysi, sem sést mjög vel á því að í verksmiðjunni hérna er yngsti starfskrafturinn um 55 ára eða svo. Það er einhverskonar goggunarröð hérna í sambandi við störf og krakkarnir sem eftir eru hérna eiga ekki séns.
Staðurinn sjálfur hefur svosem ekki upp á margt einstakt að bjóða. Lágar, aflíðandi hæðir, grasbleðlar og lágvaxin tré sem minna frekar á veðurbarða girðingastaura. Sjórinn hérna er mjög grunnur og þegar hvasst er inn í höfnina hérna eins og var í dag þá verður sjórinn moldarbrúnn. Mjög sérkennilegt að sjá brúnar öldur brotna á ströndinni. Viðhald á húsum og öðrum mannvirkjum hefur lagst af um 1980 eða svo enda ber allt því vitni. En fólkið er eins og ég hef alltaf sagt, eins um heim allan. Kvótakerfið er hérna við lýði eins og annarsstaðar ásamt sömu afleiðingum og annarsstaðar. Unga fólkið að miklu leyti flutt í borgirnar en eldra fólkið situr eftir.
Ég stóð hérna úti við áðan, var að fá mér ferskt loft. Ég stóð í skoti í skjóli fyrir vindinum. Það kemur út maður, hægláturí hreyfingum og röltir að kari sem að stóð þarna á bryggjunni. Hann sest á brúnina á því og horfir út á hafið langa stund. Mér dauðbrá þegar ég leit framan í hann því að það var ekkert að sjá í andlitinu á honum nema kolsvart vonleysi. Í einu vetfangi sá maður hvað maður hefur það ofsalega gott. Ég hef oft hugsað til þess hvað ég á virkilega gott, ég ferðast um merkilegustu staði en ég hef alltaf færi á að fara heim aftur. Þetta fólk hefur ekki úr neinu slíku að velja því það er heima og ekki að neinu að hverfa.
Fyrirtækið sem á þessa verksmiðju er Íslenskt og ég hef heyrt að fólk er ákaflega þakklátt fyrir að verksmiðjan hafi verið opnuð aftur. Fyrirtækið sem var á undan lokaði fyrirvaralaust og skildi fólkið eftir í sárum.Það eru bundnar miklar vonir við þetta og fyrstu merki lofa góðu, skilst mér. Vona að það gangi eftir.
Annars er ekki allt dauði og djöfull hérna, langt í frá. Fólkið er indælt og þar sem fólk býr þar er yfirleitt fjör, að einhverju marki allavegana. Og svo verður sko í kvöld. Það stefnir í að allt verði vitlaust og ætli það endi ekki með að það verði að kalla út varalið lögreglunnar (Alan Hammond, 78 ára) til að hafa stjórn á æstum múgnum.
Það er nefnilega bingó í stóra salnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.8.2008 | 12:13
Ljós, tónlist og hiti
Ég náði því að fara á tónleika með kallinum í Melbourne í Ástralíu árið 1990. Frábær upplifun, ekki síst vegna þess að vegna einhverrar lukku fékk ég sæti (þetta voru jú tónleikar, ekki ball) í fremstu röð, beint fyrir framan goðið. Fyrir 17 ára gutta skiptir svoleiðis máli. Ég man alveg rosalega vel eftir þessum tónleikum, ekki síst vegna þess að ljósasjóvið, tónlistin og öll umgjörðin sköpuðu í sameiningu stórkostlega stemmningu.
Ég hef svo farið á heilmarga tónleika á Íslandi og svo furðulegt sem það er þá voru bestu tónleikarnir á NASA (Megadeth). Lítll salurinn og nálægðin við hljómsveitina sköpuðu frábært sánd og upplifun. Mér leiðist sándið í Laugardalshöll, Egilshöllin er engan veginn að virka og Kaplakrikinn ætti að halda sig við handboltann.
Versta minningin var þó þegar ég fór á Iron Maiden í Egilshöllinni, þá átti að kæla liðið niður þannig að kveikt var á loftkælingunni með þeim glæsilegu afleiðingum að það næstum yfirgnæfði hljómsveitina. Og þarf þónokkuð til.
Það kemst ekkert skikk á þessi mál fyrr en almennilegt tónlistarhús kemst á laggirnar hérna (sem styttist víst í skilst mér) og einhverjar úrbætur eru gerðar á þeim stöðum sem eru notaðir fyrir stærri tónleika.
Kæfandi hiti á Clapton | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)