Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
17.11.2008 | 10:06
Rímur og rapp......ragtime og rapp?
Eins og þeir sem mig þekkja þá er ég talsverður áhugamaður um öðruvísi tónlist. Það er ekki þar með sagt að ég sé einn af þessum snobbuðu fýrum sem halda því fram að það sé ekki merkilegt ef það er ekki frá einhverjum götulistamanni í Zimbabwe sem enginn hefur nokkurntímann heyrt í nema hann. Nei, ég hef gaman af "novelty" tónlist og allrahanda útúrsnúningum, samkrulli og bræðing. Einhver skemmtilegasta plata sem að ég hef heyrt var rímur og rapp, stórkostleg blanda alveg hreint. Nú er rapp ekki í hávegum haft hjá mér, hlusta á 14 ára gutta úr breiðholti halda því fram að þeir séu stórhættulegir glæponar hefur einhvernveginn ekki mikið aðdráttarafl fyrir mig. En endrum og sinnum koma upp plötur sem áður segir sem draga fram það besta í báðum greinum. Nú setti ég inn í tónlistarspilarann minn "Eminem ragtime", lag sem ég fann á flakki mínu um vandrataðar tónlistarsíður. Mér finnst þetta snilld, en tóngæðin mættu vera betri.
Endilega tékkið á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.11.2008 | 10:22
Harmsaga úr kreppunni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.11.2008 | 12:15
Dagar Íslensgukunátunar eru talnir.
"...óskaði eftir að fá að neyðarlenda vél á vellinum." Leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér en mig rekur minni til að talað hafi verið um nauðlendingar í þessu samhengi. Kosturinn er þó að hann náði að setja yfsilon á réttan stað. Þannig að "au" reglan hefur síast inn hjá honum þótt almennur lesskilningur hafi yfirgefið samkvæmið.
Ég held að mbl.is ætti að skylda "blaða"mennina sína til að setja upphafsstafi eða tölvupóstfang við upphaf fréttanna svo að maður komi undirbúinn. Ég er nokkuð viss um að þetta eru sömu einstaklingarnir trekk í trekk sem að klúðra þessum fréttum.
Daburlegt.
Þota Ryanair nauðlenti í Róm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
10.11.2008 | 05:36
My name is Earl....
Þjófur sem iðrast gjörða sinna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.11.2008 | 05:32
Pirruð færsla
Einhverjir hafa verið að rukka mig um blogg. Ekki veit ég af hverju, dagar lífs míns hafa fyrir löngu lit sínum glatað, eða þannig. Stara stjörfum augum á tölvuskjá, hlusta á endalaust kvabb og kvein um að eitthvað virki ekki... og ekki er vinnan betri.
Aftur er ég í Fortune, Nýfundnalandi. Vonandi fer ég að komast heim (heim? Í þessu er ákveðin þversögn fólgin, hvað finnst ykkur?) en allt tekur sinn tíma. Ég er búinn að vera að núna í 11 daga streit og sé fram á andvökunótt, þarf að gera klárt fyrir vinnslu í fyrramálið. Óneitanlega hvarflar hugurinn venju fremur til fjölskyldunnar sem þreyjir þorrann á þessu skeri sem til skamms tíma stemmdi í að vera kallað Litla Síbería. Hvað það verður kallað eftir þessi ósköp er opið. Ég sting upp á Litlu Færeyjar. En kannski væri hinum góðu frændum okkar í Færeyjum lítill greiði gerður með þeirri nafngiftinni. Það væri sennilega betra fyrir þá bara að láta okkur hafa peninginn og afskrifa hann svo, ekki virðast Íslendingar miklir borgunarmenn um þessar mundir. Kannski það endi með að við verðum fylki í Póllandi. Það ætti að gleðja félagana í Þjóðernisflokknum (æi, vitleysingana þarna, Hlyn og Jonna) segi ég nú bara. Ég gæti haldið áfram á þessari braut en nenni því ekki.
Reyndar man ég eftir góðri sögu af Hlyn. Hann var að vinna með góðum vini mínum, Pétri Harðar í Brosbolum. Pétur er með hárfínt skopskyn og einstaklega glöggur á atburði líðandi stundar. Það var náttúrulega gósentíð hjá piltinum þegar hann fékk svona sérfræðing til að vinna með og hafði hann af því nokkra skemmtan. Hlynur rausaði náttúrulega mikið um nýbúa, sem svo voru þekktir í þá daga. Fann hann þeim flest til foráttu og taldi allt illt af þeim stafa. Þetta væru lyddur og amlóðar og var það hans helsta martröð að dætur landsins færu að leggjast með þessum lýð. Svo þegar hann lýsti því yfir að hann ætlaði að flytjast til Noregs þá var náttúrulega fyrsta spurning Péturs:
Já, svo það á að fara að gerast nýbúi í Noregi?"
Hafði Hlynur víst takmarkaðan húmor fyrir þessu og kom víst með einhver gáfuleg (hah) rök máli sínu til stuðnings. Ekki tók svo betra við þegar hann flutti heim aftur og tók með sér að mig minnir Norska kærustu. Skammaði Pétur hann mikið fyrir innflutning á nýbúum.
Hvað um það. Aftur að mér.
Ég fór í heimsókn til Íslands um daginn. Náði 11 daga ferð og naut þess í botn að leika við börnin og konuna. Heimsótti vini og kunningja ásamt fríðu föruneyti, fríðleiki föruneytisins skýrist af því að Solla var með í för. Ég hafði af ærna skemmtan og vona að vinirnir hafi gert það líka. Maður er orðinn svo lélegur í brennivíninu að það þætti fréttnæmt ef einhver hefði áhuga á svoleiðis. Annars hef ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig stendur á einu. Ég er viss um að allir karlmenn hafi svipaða sögu að segja. Þegar maður kynnist konunni konunni vekur maður talsverða lukku með spaugi og fíflagangi allskonar. Þegar þær eru spurðar hvað í ósköpunum þær sjái eiginlega við þessa hrímþursa þá er svarið oftast nær: Hann er svo fyndinn, hann kemur mér til að hlæja." Svo bresta á einn tveir krakkar, hús og gifting (endurraðist eftir vild) og allt í einu kemur þá þegar maður hefur upp fíflalætin: Æ góði besti!!!"
Hvað breyttist? Alveg burtséð frá því þá eru konur að mér skilst alltaf að reyna að líta út fyrir að vera ekki deginum eldri en 27 ára (nema Solla náttúrulega, hún ER 27 og búin að vera það í nokkur ár) þá er staðreyndin sú að hjá karlmönnum stoppar þroskinn við ca 19 ára aldur, það verður einhverskonar default level sem að maður fellur á ef að vín er haft um hönd. Víst heldur maður áfram að þroskast en sá þroski er lagður til hliðar um leið og menn eru komnir í gírinn og glasið. Default levelið kikkar inn og afleiðingin er lampaskermur á hausnum, símaat og pizza hengd á þvottasnúrurnar. Eða eitthvað álíka gáfulegt en þó skemmtilegt.
En hvað um það.
Íbúar hér á skaganum hafa ekki breyst mikið frá fyrri ferð minni hingað. Þeir líta svona nokkurnveginn út eins og menn sofi ekki hjá nokkrum nema hann sé á næstu grein í ættartrénu. Veðrið sökkar - hrikalega Íslenskt nema rigningin er svona tuttugu sinnum meiri og hlýrri. Búinn að seinka heimferð tvisvar nú þegar og sé fram á eina enn þannig að skapið er í betra lagi, eins og sjá má af færslunni. Hérna eru nokkrir Íslendingar eins og bloggþyrstir aðdáendur mínur ættu að muna eftir fyrri færslu um þennan annars ágæta stað. Það vildi nú svo skemmtilega til að ég hafð verið til sjós með einum þeirra til skamms tíma árið 1991. Júlli er bara flottur eins og sjá má af meðfylgjandi mynd. Einhver spor höfum við skilið eftir í minningu hvors annars því mundum eftir hvor öðrum alveg samstundis. Gaman að því bara.
Ekki er þetta að hjálpa mér að klára verk mitt hér. Segi ég því sayonara í bili og ætla að hundskast til að fara að gera eitthvað. Kominn tími til.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2008 | 17:37
Kanadískur metall
Félagi minn einn í kanada benti mér á þetta. Snilld!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)