Peningar...

Ég var að lesa færslu um banka- og innheimtugjöld. Merkileg og góð grein. 

En svona þegar kemur að þessu þá kemur upp í huga mér rannsókn sem að ég gerði fyrir allnokkrum árum. Ég er ekki menntaður maður og það skal enginn segja mér annai en að sú rannsókn hafi verið gerð af mér fróðari mönnum. En ég las mér til og þetta er nokkurnveginn í grófum dráttum það sem ég komst að.

Hvernig kom þessi hugmynd til, það er, að græða pening af engu? Gyðingar hafa oftast verið nefndir sem sökudólgar. En hvernig kom þessi alfræga þekking gyðinga á peningum til?

Gyðingar hafa verið ofsóttir öldum saman. Af hverju, veit ég ekki. En ofsóknirnar höfðu þær afleiðingar í för með sér að þegar upp var staðið var gyðingum bannað að eiga eignir, þar með talin lönd (þarna er ég að tala um evrópu). Þar sem mannskepnan var eiginlega orðin að bónda um þetta leyti þá olli þetta talsverðum straumhvörfum fyrir gyðinga, þeir máttu ekki rækta land svo að þeir urðu að bjarga sér sem best þeir gátu.

Nú ég er einn af þeim sem að trúir því staðfastlega að mannskepnan er nákvæmlega sú sama, sam hvort hún er fædd á Landsspítalanum, í drullukofa í Suður Afríku eða í Ísrael. Það er nákvæmlega enginn munur á nema aðstæðurnar og umhverfið sem einstaklingurinn elst upp í. Þegar gyðingar gátu ekki bjargað sér á venulegan máta þá komu einhverjir snillingar upp með þá hugmynd að byrja að lána fjármagn, gegn því að fá það endurgreitt ásamt einhverri þóknun. Þetta var engin ný hugmynd sem slík, svipað hefur viðgengist frá örófi alda þó í smærri mæli sé.

Þegar fram liðu stundir áskotnuðumst gyðingum gríðarlegir fjármunir sem að hefur reynst vera (ásamt trúarbrögðum) valdur að mestu hörmungum sögunnar. Blankir hata alltaf ríka en frægasta dæmið um hatur sem breyttist í hreint ofbeldi er seinni heimsstyrjöldin. Er af nógu að taka þar. En nóg um það.

Málið er hinsvegar það að bankamenn fyrri tíma bjuggu mér vitandi ekki til afstæða hluti til að græða pening. Ef ég lánaði þér 1000 krónur, vildi ég fá 1100 krónur til baka og græða þar með 100 krónur á viðskiptunum. En þegar fram liðu stundir urðu menn gráðugri og fundu upp hluti til að græða á sauðsvörtum almúganum enn frekar. Dettur einhverjum FIT í hug? Það merkilega við þetta er að þegar að þessir duldu og auknu álögur komu á voru gyðingar ekki þeir sem komu upp með þær hugmyndir. Gyðingar græddu alltaf á heiðarlegan máta, mýtan um gráðuga gyðinginn kom seinna.

Það er oft sagt að kommúnisminn hafi verið góð hugmynd sem var bara illa framkvæmd, því hún gerði ekki ráð fyrir mannlegum eiginleikum og breyskleika. Sama má segja um kapítalismann, hann geri hinsvegar ráð fyrir að menn geti aðlagast, þó að kapítalisminn geri í raun ekki ráð fyrir því hjá sjálfum sér.

En þegar öllu er á botninn hvolft þá er staðreynd málsins sú að það neyðir enginn mann til þess að taka lán. Ef að þú þénar 4 milljónir á ári þá ættu menn (að því gefnu að ekkert hrikalegt komi upp á, til að mynda slys) að geta lifað af því. Það neyðir ekki nokkur maður annan mann til að skrifa upp á fyrir Jóa frænda eða kaupa þessa 5 milljón króna Tójótu. Lifa eftir innkomu. Það tók mig 20 ár að fatta þessa einföldu staðreynd en það hafðist.

Síðast þegar ég bloggaði um að lifa eftir efnum var ég næstum tekinn af lífi opinberlega. Ef þið viljið "have a go at me" eins og sagt er, þá bara gerið svo vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband