18.12.2009 | 22:15
Smá pæling...
Komið hingað, karlar góðir
Komið. Sláið um mig hring,
meðan ég mitt kveðjukvæði
um Catalínu litlu syng.
Reynum nú að rifja upp saman
ríðingar og kókaín.
Catalína, Catalína,
Catalína er stúlkan mín.
Í fiskikofa á klettaeynni
Catalína litla bjó.
Pyntaði þar píkur nokkrar
og piltum seldi dýfu í þjó.
Skilningsrík í skuggum trjánna
skaffað'ún am-fetamín
Catalína, Catalína
Catalína stúlkan mín.
Með kórónu úr kókalaufum
krýndi hún mig hinn fyrsta dag.
Við sundin blá, í hóruhúsi
horfðum við um sólarlag
á drukkna sjómenn serða mellur
svo seldum við þeim heróín
Catalína, Catalína
Catalína stúlkan mín.
Þeir ætla að læsa í kvennaklefa
Catalínu litlu senn.
Hvenær skyldi hún hvikul aftur
á Hverfisgötu stunda menn?
Dópistar og dónar grátið,
djönkarar og perrasvín.
Ó, Catalína, Catalína
Catalína stúlkan mín
ATH: Þetta er ekki kveðskapur eftir mig. Þetta er stolið á algerlega heiðarlegan máta.
![]() |
Catalina önnur kvennanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.