Furðulegt samfélag.

"... og gera henni illmögulegt að reiða af hendi háar arðgreiðslur til eiganda síns, Reykjavíkurborgar."

Það má vera að ég sé gamaldags en mig minnir að orðið arður komi til af sögninni "að græða". Ef að ekki er gróði af fyrirtækinu er ekki um arð að ræða, ekki satt? Peningasamfélagið er orðið svo sjúkt að þó að batteríið skili ekki hagnaði þá er samt hægt að krefjast arðs??? Og hás arðs í þokkabót?

En ég er bara einfaldur launamaður....


mbl.is OR þröngur stakkur skorinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Sigurðsson

Hugsaðu þér líka hvað er búið að flækja tilgang og virkni þessarar stofnunar.  Hún breyttist úr rafmagnssölu í eitthvað misheppnað fjárfestingabatterí á nótæm... sorglegt.  Eigendur ,varður og endurfjármögnun hvað?  Geta borgarbúar bara fengið aðgang að auðlindum landsins takk?

 En þetta er einfaldlega það sem er að öllu í fjármálakerfi heimsins.  Allt þarf að gefa af sér óákveðinn gróða og til þess þarf eftirspurn, og til þess þarf SKORT!!  

Þegar Íslendingar borga fyrir vatn og rafmagn umfram skattagreiðslur, þá er bara eitthvað mikið að.  En þetta er útúrdúr.... 

Þú hefur allavega rétt fyrir þér, þetta er afar furðulegt samfélag.

Haukur Sigurðsson, 7.12.2009 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband