Hvað er eiginlega í gangi þarna heima?

Nú hef ég ekki búið á Íslandi í 2 ár. Allur minn skilningur á ástandinu er kominn úr fjölmiðlum og af samtölum við ættingja og vini. En rauði þráðurinn er sá að Íslendingar virðast hafa gefist upp á allan máta. Það er sama hvort þjófagengin eru send af AGS eða mafíunni, Íslendingar taka bara niður um sig og reka rassgatið upp í vindinn.

Nú ætla ég ekki að kommenta á AGS og þá vitleysuna alla, nóg er. En varðandi þessa öldu afbrota sem að dynur nú yfir þjóðina er ég orðlaus. Allsstaðar þar sem ég hef dvalist þá er reglan einföld. Það er sama hvaða samningar eru í gangi á milli þjóða, þegar brotamaður sem erlendur er búinn að sitja af sér dóminn þá er hann sendur til síns heima og fær aldrei að koma til viðkomandi lands aftur. Af hverju er þetta ekki hægt á Íslandi? Nægum fjármunum er varið í toll- og landamæra gæslu, það ætti ekki að vera of erfitt að passa upp á að margdæmdur brotamaður komist ekki til landsins.

En pólitíska rétthugsunin og manngæskan á Íslandi er svo yfirgengileg að mann setur hljóðann. Ef að t.a.m. Litháískur glæpamaður er handtekinn þá vill hann auðvitað sitja inni hér á landi. Frítt fæði, internet, póstur og fá þeir ekki líka borgað? Einhvern vasapening? Ef að talað er um að senda þá til síns heima þá rísa mannrétttindafrömuðirnir hérna heima upp á afturlappirnar og kvarta yfir því að verið væri að senda mannfýluna í ómanneskjulegt umhverfi. HALLÓÓÓÓ!!!!!! Það er verið að senda manninn í fangelsi, ekki heilsuhæli. Það á ekki að verðlauna menn fyrir afbrot, það á að refsa þeim.

Nú þekki ég margt afbragðsfólk úr röðum innflytjenda á Íslandi og það verður að passa sig á að setja ekki alla undir sama hatt. En þeir sem verða uppvísir af afbrotum eiga ekkert erindi á Íslandi.

Við virðumst eiga í nægum vandræðum með að setja okkar eigin afbrotamenn í fangelsi.


mbl.is Bíræfnir búðarþjófar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingunn Guðnadóttir

Það sem er í gangi hér, er algert tabú. Virðist ekki meiga nefna það sínu rétta nafni.

 Þetta eru erlend þjófagengi(aðallega pólsk) sem koma hér gagngert til að stela. En við hverju var að búast, þegar allt var opnað' fyrir hverjum sem er, án .þess að biðja um sakarvottorð eða nokkuð annað.

Fólk þorir varla úr húsi hér lengur.

En ef þetta er sagt.....Þá ertu rasisti af verstu gerð. OK.....þá erum við sko margir rasistarnir á Íslandi í dag.

Ingunn Guðnadóttir, 15.9.2009 kl. 17:18

2 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

"Andrés segir að á síðustu árum hafi orðið sú breyting að skipulög glæpagengi skipuð útlendingum steli um áttatíu til níutíu prósentum af þeim verðmætum sem fari forgörðum."

Hvenær byrjaði þetta? Hafa þjófnaðir úr verslunum virkilega aukist um 800-900% síðan þessi þjófagengi komu? Hvenær varð þessi svakalega aukning? Eða hættu Íslendingar bara að stela á sama tíma? Stela útlendu gengin kannske bara svona miklu dýrari vörum?

Þegar ég vann í Hagkaupum var talað um að tap verslana fælist helst í þjófnaði starfsfólks. Ætli starfsfólkið sé hætt að stela, stelur það minna, eða eru allir erlendir starfsmenn hluti af gengjunum? 

Ég á í smá vandræðum með að gúddera þessa fullyrðingu án nánari upplýsinga.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 16.9.2009 kl. 10:05

3 Smámynd: Pétur Harðarson

Það er eins og sumir haldi að íslenska sveitaloftið hreinsi glæpahneigðina af erlendum ríkisborgurum. Þetta er ekki flókið. Einstaklingur með drulluskítugt sakavottorð á ekkert erindi til Íslands. Það eru mannréttindi að vísa fólki úr landi.

Og við erum ekki að tala um að menn séu að koma hingað til að stinga inn á sig pulsupakka í Hagkaup. Þeir tæma íbúðir hjá fólki.  Nýlega var hópur handtekinn vegna fjölda innbrota og voru það allt útlendingar. Tilviljun?

Pétur Harðarson, 17.9.2009 kl. 12:47

4 Smámynd: Heimir Tómasson

Það er á Andrési að skilja að þessi aukning hafi einmitt orðið. Og Pésú, góður punktur þetta með sveitaloftið.

Heimir Tómasson, 17.9.2009 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband