Farvel fullveldið Ísland. Ágætis tilraun en bara gekk ekki upp.

Ég er hræddur um að Guðmundur Kjærnested, Helgi Hallvarðsson og fleiri góðir menn sem að notuðu starfsævina til þess að vernda Íslenska landhelgi snúi sér marga hringi í gröfinni núna.


mbl.is Búið að sækja um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Held að þeir myndu átta sig á því að heimurinn er breytingum háður.

Það er töluvert öðruvísi heimslandslag nú en þá.

hilmar jónsson, 17.7.2009 kl. 14:43

2 Smámynd: Heimir Tómasson

Já. Nú eru þjóðir svínbeygðar í krafti fjármagns, ekki vopnavalds eins og Bretar gerðu tilraun til.

Heimir Tómasson, 17.7.2009 kl. 14:50

3 Smámynd: Heimir Tómasson

Ég tel það ekki vera fullvalda ríki sem ekki hefur full yfirráð yfir sínum eigin auðlindum heldur verður að sitja og standa eftir fyrirskipunum frá Brussel. Ef að hluti ákvörðunarvalds er af hendi látinn þá er þjóðin ekki fullvalda, samkvæmt orðanna hljóðan.

Heimir Tómasson, 17.7.2009 kl. 15:02

4 identicon

Gott inlegg Hilmar og Jón :)

Skil ekki af hverju margir  eru  svona svartsýnir gagnvart ESB, held þó að þetta tengjist eitthvað minnimáttarkennd Íslendinga gagnvart öðrum þjóðum!! 

Þar að auki eins og Jón nefndi að þetta er léleg fullyrðing hjá þér með fullveldið - Hitt er annað mál þá á þessi þjóð ekki skilið að vera sjálfstæð það er alveg búið að sýna sig og sanna  :)

Solla Bolla (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 15:07

5 Smámynd: Heimir Tómasson

Ef að öll ríki vinna svona saman að fiskveiðimálum, af hverju hefur það þá verið fullyrt svona mikið af stjórnarliðum að við munum semja sér um fiskveiðimál? Er það ekki af því að þau ríki sem áttu fisk hafa glatað honum í Spænska togara, togara sem hafa skilið sviðna jörð eftir sig?

Og ef Íslendingar halda að við munum fá einhverja sér meðferð hjá ESB... þá vil ég benda hinum sama að láta athuga hjá sér lyfjaskammtinn, hann er eitthvað ekki að virka eins og til var ætlast.

Jón, það er hreinlega rangt hjá þér að öll ríkin ráði yfir sínum auðlindum. Skotar hafa t.a.m. nákvæmlega EKKERT um það að segja hvaða þjóðir stunda veiðar innan lögsögunnar og þeir fá ekki skýrslur um aflamagn fyrr en eftir dúk og disk.

Heimir Tómasson, 17.7.2009 kl. 15:20

6 identicon

Ég hygg að Jón Sigurðsson sem barðist fyrir fullveldi Íslands væri leiður í dag sæi hann hvernig okkur hefur tekist að ávaxta pundið; rjúkandi skuldarústir, litnir hornauga meðal annarra þjóða, hafðir að athlægi, jafnvel fyrirlitnir af útlendingum sem eiga um sárt að binda vegna ruddaskaps og græðgi okkar.

Ég hygg að Jón Sigurðsson hefði, í ljósi þess hvernig okkur hefur tekist að brenna flestar brýr að baki okkar, mundi óska okkur aftur undir Dani.

Kári (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 15:26

7 identicon

Jón Frímann hittir naglann á réttan stað.

Íslendingur (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 15:50

8 Smámynd: Sigurjón

Helvítis ESB mun vonandi hrynja áður en við berum þá ógæfu að ganga í það samband.

Sigurjón, 17.7.2009 kl. 17:30

9 Smámynd: Róbert Björnsson

Svona hefnist okkur fyrir að svíkja Kónginn!  Það var óttaleg vitleysa að lýsa yfir sjálfstæði á sínum tíma held ég...við erum soddan litlar prímadonnur hehe...  en hvurn fjandan eigum við sameiginlegt með þessum ósiðmenntuðu þjóðum Evrópu...ég meina...fólk sem kýs Silvio Berlusconi, Kaszcinsky bræður, Gordon Brown, Angelu Merkel og hvað hann heitir þarna litli Franski Bonapartinn...Sarkozi...úfff    Þá væri nú ljúfara að verða 51sta stjarnan á Old Glory! 

Bestu kveðjur til Sívætlu!

Róbert Björnsson, 23.7.2009 kl. 00:18

10 Smámynd: Billi bilaði

Kanadamenn eiga í ströggli við að reka spænska togara frá landhelgi sinni, að því er kanadískur samstarfsmaður minn segir.

Spánverjarnir verða ekki lengi að koma sér inn í íslenska esb-lögsögu.

Billi bilaði, 26.7.2009 kl. 04:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband