21.4.2009 | 16:33
Ekki gæti mér staðið meira á sama...
Það er nú kannski að bera í bakkafullann lækinn að fara að tala um þetta. Hef gert það oft áður og þeir sem mig þekkja vita hver mín afstaða er. En að telja það fréttnæmt að þetta eða þetta margar konur eru fleiri eða færri finnst mér alltaf vera svo mikil hræsni sem mögulegt er. Hverjir ráða hverjir eru á framboðslistum? Uppstillinganefndir, oftar en ekki eða kosningar á lista. Það þýðir ekki að sitja og grenja "Sigga/Palli komst ekki á lista" af því þau voru ekki kosin eða valin! Þetta hlýtur að segja jafnvel tregustu kynjafasistum eitthvað. En nei, snillingarnir komu upp með kynjakvóta! Hvurn grefilinn á það að þýða að segja mér að ef að ég kaus ekki konu í eitthvað ákveðið sæti þá er mér ekki treystandi og því verður hún Sigga færð upp fyrir Palla af því hún er kona? Hvað varð um traust á fólki, tvíþætt í þetta skiptið af því ég treysti Palla betur til að sitja á þingi en Siggu, en flokkurinn treysti mér ekki til að kjósa "rétt"?
Þeir flokkar sem hafa þessa arfavitlausu stefnu eru ekki, samkvæmt hugtakinu lýðræði, lýðræðisflokkar. Og þar af leiðandi eiga þeir nákvæmlega ekkert erindi á alþingi.
Málið er einfalt. Ef að ég sé frambjóðanda sem mér lýst á þá kýs ég hann. Og það hefur nákvæmlega ekkert með það að gera hvort að þessi frambjóðandi er karl- eða kvenkyns. Af nákvæmlega þessum orsökum vil ég taka upp einstaklingskosningakerfi á Íslandi.
Bittinú.
Færri konur á framboðslistum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
BINGÓ ! Eins og talað út úr mínu hjarta !
drilli, 21.4.2009 kl. 22:04
Ég ætla alls ekki að fara að rökræða við þig um kynjakvóta. Ég skil ekki alveg hvað þú sérð athugavert við þessa frétt. Mér finnst fróðlegt að vita það að munurinn sé ca. 40-60, án þess að ég sé endilega að setja út á það.
Staðreyndin er sú að kynin sækja í mismunandi störf og mér finnst persónulega ekkert skrýtið þó að það muni þetta miklu og átti jafnvel von á meiri mun. Það er svo ofboðslegt skítkastið í þessum bransa í dag að þetta er ekki fólki bjóðandi. Mín tilfinning er sú að karlmenn nái betur að brynja sig og taki ekki öllu eins persónulega og kvenmenn, svona oft allavega.
Hvað finnst þér?
Anna Guðný , 21.4.2009 kl. 23:01
Það er alveg rétt Anna, konur eru (oftast) meiri tilfinningaverur og ná síður að brynja sig. En mér finnst það alls ekki vera málið.
Það sem mér finnst vera grunnur fréttarinnar er að konum hefur fækkað á framboðslistum og það eitt og sér skiptir mig ekki nokkru einasta máli. Ég vil jafnrétti jafnt í orði sem á borði og ef konur eru að forðast framboð vegna skítkasts og persónuníðs í kosningabaráttu þá þarf að taka á því á annan máta en með kynjakvótum. Ef að frambjóðendur hafa eitthvað til síns brúks (til að mynda þykkan skráp) á að vera hægt að kjósa þá beinum kosningum. Eins og ég segi í pistlinum að ofan þá er ég einhverra hluta á móti því að flokkurinn taki af mér völdin á þennan máta.
Reyndar má benda á að fyrir allnokkru síðan las ég grein hér í Bandaríkjunum - því miður finn ég hana ekki aftur, hef samt reynt mikið að leita - sem kom með þá athyglisverðu staðreynd í ljós að þar sem einstaklingskosningar eru við lýði þar er hlutfallið konum í vil. Það er, ef að valið stendur á milli tveggja einstaklinga af gagnstæðu kyni þá hafði konan betur í kosningunum í yfir 50% tilfella.
Það eina sem að ég vil fá út úr kosningum, sama hvað nafni þær nefnast er að fólkið sem ég kýs fari á þing. Ekki flokkurinn.
Heimir Tómasson, 21.4.2009 kl. 23:17
Sæll Heimir og takk fyrir síðast. Ég er alveg sammála þér um þessi mál. Skrifaði einu sinni pistil á hitt bloggið mitt sem hét Pjöllur og Typpi. Kannski er þetta bara angi af hinum svokallaða feminisma. Gens una sumus. Við erum einnar ættar. Konan er maður. Kynjakvóti er bara í eðli sínu ólýðræðislegur. Eins og þú segir er það fólkið sem við kjósum en ekki kynpersónan. Ég skal fúslega viðurkenna það að þessi della tröllríður vinstri flokkunum meira en þínum flokki. Og ég skil líka mætavel að þú treystir þér ekki til að kjósa til vinstri þó þú sért ekki ánægður með þinn flokk. Það er líka deginum ljósara að þó ég kjósi VG núna á laugardaginn mún ég ekki kjósa flokkinn í sveitarstjórnarkosningunum á næsta ári. Ég ætla ekki að verðlauna fíflið sem nú vermir sæti vinstri grænna í bæjarstjórninni hér fyrir "vel unnin störf". Fólk sem gengur á bak orða sinna er ekki í miklum metum hjá undirrituðum. Bestu kveðjur til ykkar, Hösmagi.
Sigurður Sveinsson, 22.4.2009 kl. 07:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.