Öðruvísi mér áður brá...

Sú var tíðin að það var alveg viss passi að þegar komið var heim af sveitaballi þá var farið í laugina. Löggan kom nú oftar en ekki og henti okkur uppúr. Þetta var nú reyndar í þá tíð sem að löggan þekkti okkur öll með nafni og við lögreglumennina. Aldrei neinn skætingur eða vesen, þeir sinntu bara sínu starfi og við hlýddum, enda bárum við virðingu fyrir þeim þó að við gætum fíflast í þeim að öllum mætti. Þeir fífluðust bara í okkur til baka og allir skildu sem vinir.

En nú dugir ekkert minna en að kæra menn fyrir þetta. Breytingin á bæði löggæslunni og ungdómnum (er farinn að vera eins og Sigfinnur Schiöth hérna...) er alveg ótrúleg á þessum réttu 20 árum.

Já.......[starir tómlega út í loftið...]


mbl.is Í óleyfi á sundlaugarsvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú verður að átta þig á því að þetta fólk baðar sig ekki áður en farið er í pottana og svo er oft er stundað eitthvað ósiðlegt í þeim þannig að það er ekkert geðslegt að mæta með fjölskylduna daginn eftir í laugarnar. En það væri kannski grundvöllur fyrir næturopnun um helgar :) ?

Stebbi súri (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 18:08

2 identicon

Stundaði einu sinni líkamsræktarstöð í Engihjalla fyrir mörgum árum ,svo komu nýir eigendur og komu með næturopnun og seldu áfengi undir borðið.Það var ekki geðslegt að mæta á mánudegi ,einhver sukkfýla .frétti ég af slagsmálum á staðnum og öðru sem ég nefni ekki hér en var stundað í gufunni og pottunum.  Stöðinni  var lokað fljótlega eftir þetta.Rekstrarmódelið gékk ekki upp.

hordur h (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 18:38

3 Smámynd: Sigurjón

Í menntó að Laugarvatni fórum við oft í gufubaðið og jafnvel sundlaugina líka.  Sævar kom stundum sótillur að reka okkur upp úr, en hann fyrirgaf okkur svosem, enda öðlingur að upplagi...

Sigurjón, 21.4.2009 kl. 03:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband