Pirringur

Þegar svona aðstæður koma upp þá eru viðbrögð fólks oft reiði og pirringur. Það er fátt eitt eins leiðinlegt og að þurfa að standa í svona basli, rétt að koma heim. En einnig þjappa stundum svona atburðir fólki saman, á vissan hátt.

Ég fer ekki eins oft í gegn um Flugstöð Leifs Eiríkssonar (hrikalega óþjált nafn) og ég gerði fyrir nokkru síðan. Hinsvegar hef ég farið þar mjög oft í gegn og farið þar ýmist á morgnana eða seinnipartinn. Svo fer það eftir hvort ég er að koma úr Evrópu eða Ameríkuflugi hvort ég fer þar kvölds eða morgna á leið inn í landið.

Ég kom frá Bandaríkjunum föstudagsmorguninn síðasta. Það eru sjaldnast einhver læti og hamagangur í flugstöðinni en oftast er nokkuð létt yfir fólki. En það var eitt sem ég tók eftir um daginn. Fólk var mun, mun þögulla og inn í sig en ég hef nokkurntímann tekið eftir áður. Þegar ég fór yfir í reykherbergið þá töluðust varla nokkrir við, allir horfðu í gaupnir sér eða bara út um gluggann. Fjármálavesenið liggur greinilega á landanum. Í Seattle var lítið um þetta talað, allavegana áður en ég fór þaðan. Menn hafa helst spjallað sín á milli og komast að jafnaði að þeirri stórmerkilegu niðurstöðu að þetta sé hið versta mál og bara nái ekki nokkurri átt.

Þegar ég hef spjallað við fólk á götu úti er það reiði sem ég tek eftir. Ég var í OLIS við Rauðavatn um daginn. Á meðan ég stóð í röð og beið eftir afgreiðslu þá sneri sér að mér náungi, benti á náunga á næsta kassa og sagði:
„Þarna er einn af þessum andskotans bankastjórum. Einhver helvítis gæðingur sem hefur sér helst til frægðar unnið að vera kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins. Svo er hann verðlaunaður með að gera hann að bankastjóra. Mig langar helst til að fara þarna yfir og berja ndlitið á honum í gegn um glerborðið“.

Sitthvað fleira lét hann frá sér fara, sumt óprenthæft. En þarna kom berlega í ljós heiftin. Mér brá aðeins við eins og gefur að skilja. Víst skil ég að menn reiðast svínaríinu sem að hefur átt sér stað. Víst skil ég að menn hafi áhyggjur af framhaldinu og láti ýmislegt útúr sér sem betur væri þagað yfir, en kommon! Ef það myndi hjálpa eitthvað að berja mann og annan, þá fínt! Hjólið í þá! En vinsamlegast skýrið út hvað myndi lagast við þann gjörninginn.

Fyrst farið er að tala um Íslendinga og Íslenska hegðan, þá var annað sem kom í ljós í þessari sömu flugferð minni. Þegar ég flaug frá Seattle þá stilltu menn sér upp í röð, eins og venja er þegar gengið er um borð í vélina. Afgreiðsla gekk hratt og vel fyrir sig. Þegar ég fór um borð í Flugleiðavélina var engin röð, allir tróðust.

Ísland í dag.


mbl.is Fólk svaf í flugstöðvunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslendingar kunna ekki að vera í röð! En það er satt hjá þér að það er heift í fólki en að berja mann og annan held ég að breyti engu.

Kv.

Solveig (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 12:32

2 Smámynd: Tína

Þetta er sorgleg staðreynd............. einmitt þegar samstaðan ætti að vera sem mest. Fólk er mjög snöggt að gleyma eigin sök í þessu en hún er græðgin sem meðtók landann. Ekki fannst okkur þetta leiðinlegt tímabil (góðæristímabilið). En fólk er þvi miður svo hrikalega upptekið af að finna flísina í augum náunganns að það sér ekki bjálkann í sitt eigið.

Sem betur fer er enn stór hluti sem er ákveðin í að halda í gleðina þrátt fyrir allt og tekur þenna tíma sem lærdóm frekar en ástand.

Vertu margvelkominn heim Heimir minn

Tína, 28.10.2008 kl. 09:16

3 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Heimir Eyvindarson, 30.10.2008 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband