Ekki meir, ekki meir...

Ég tók einusinni þátt í skoðanaskiptum á imdb um hvaða leikarar væru bestir til að endurgera þessa tæru snilld. Mjög margar skemmtilegar tillögur komu fram en það sem að var gegnumgangandi var það að enginn, nákvæmlega ENGINN vildi að myndin yrði endurgerð. Þetta var bara til gamans gert. Mér finnst Richard O'Brian taka niður með að taka þáttí þessu.

Það er allavegana á hreinu að ekki fer ég á endurgerðina.

Punktur.


mbl.is Rocky Horror endurgerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaaaða hvaða.....

Minnir mig reyndar á það þegar ég og Helgi Víkingsson vinur minn ráðgerðum að kvikmynda sögu rokksins á Íslandi.

Við fórum að raða í hlutverk, sáum fyrir okkur senuna þegar Ragga Gísla og Engilbert Jensen hittust í fyrsta sinn. Í hlutverki Engilberts átti að vera enginn annar en Kristinn Hallsson, bassasöngvarinn sálugi, hann stóð sig nefnilega svo afskaplega vel í "Sigla himinfley".

Atriðið var svona:

Engilbert (Kristinn): Nei, komdu nú sæl og blessuð Ragnhildur mín!

Lengra vorum við ekki komnir, hvorki í gerð handrits né leikaravali.

Mundi (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband