Og hefjast þá ferðirnar...

Jæja, farinn af stað. Flaug frá Keflavík til Boston á sunnudagsmorguninn og rétt náði vélinni til Montreal. Þegar þangað var komið tók við hiða alvana- og vinalega immigration control hjá Kanadamönnum. Ég er gersamlega handviss um það að starfsfólk þar fær bónusa ef þeir afreka að láta fólk missa af vélunum sem það á að ná. Eftir tveggja tíma töf þar tók þá náttúrulega við 6 tíma bið eftir næstu vél. Henni seinkaði svo um tvo tíma þannig að þegar ég lenti loks í St. John's á Nýfundnalandi var ég hinn kátasti. Reyndar var ég svo búinn á því að mér sýndist strákurinn sem að afgreiddi mig um bílaleigubílinn var greinilega á báðum áttum um að afgreiða mig um hann. Eftir svo 6 tíma svefn eða svo tók við 4 tíma keyrsla til hins virðulega staðar Fortune. Hann má sjá hér.


View Larger Map

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

úfff...hvílíkir áfangastaðir sem þú lendir á drengur!  Hvort líst þér nú betur á krummaskuðin í Alaska eða á Vínlandi?

Kannast við Kanadísku landamæraverðina... keyrði eitt sinn upp til Winnipeg og Gimli og bjóst satt að segja við að það yrði strangara eftirlit USA megin en nei aldeilis ekki...Kanadamennirnir leituðu í bílnum og drógu mig inn þar sem þeir spurðu mig spjörunum úr og létu mann fylla út allskyns pappíra...   aftur á móti var ósköp easy að fara til baka...bara einhver gömul tannlaus trailer-trash jussa sem kíkti í passann í svona McDonalds style drive-through og hviss bang búmm velkominn til USA!

Róbert Björnsson, 12.8.2008 kl. 03:06

2 Smámynd: Heimir Tómasson

Reyndar mega kanadamenn eiga það að stelpurnar í landamæravörslunni eru margar hverjar alveg gullfallegar, enginn skortur á því öfugt við Bandaríkjamegin. En ein ráðlegging til þeirra sem eru á leið til Kanada: Reynið að hitta frekar á strákaverðina, stelpurnar eru bara erfiðar. Strákarnir eru mun afslappaðri í þessu.

Heimir Tómasson, 12.8.2008 kl. 11:31

3 Smámynd: Heimir Tómasson

Og já, staðhættir eru svo rosalega mismunandi að það er eins og að bera saman epli og appelsínur að bera saman Alaska og Nýfundnaland. Báðir hafa sinn sjarma. Og ekki-sjarma.

Heimir Tómasson, 12.8.2008 kl. 11:32

4 identicon

Púff flakk er þetta á þér drengur.. Farðu vel með þig.

Solveig (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 12:08

5 identicon

Jamm og jæja, þar með fuglinn floginn  hér sitja eftir 3 vængbrotnir  

miss ya !!

Konan (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 14:15

6 Smámynd: Tína

Alltaf jafn gaman hjá þér................ eða þannig. Hafðu það gott Heimir minn.

Tína, 13.8.2008 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband