Nei sko þarna.....

Ég gersamlega brjálaðist þegar ég las þetta. Algerlega sleppti mér, ég hló svo mikið að ég átti hreinlega erfitt. Ef að menn ætla að fara að þusa yfir því að listamaður "selji sig" þá held ég að þeir ættu að snúa sér að hannyrðum eða vitavörslu frekar en að hlusta á tónlist. Ef að maður getur ekki selt tónlistina sína þá hætta menn að framleiða tónlist svo einhverju nemi, það er svo einfalt. Megas hefur svo gersamlega margsannað sig sem listamaður að það þarf ekkert að ræða það frekar. Fýrar eins og Doktor Gunni (sem ég reyndar hef afskaplega gaman af) eiga nú lítið með að setja sig á hán hest og fnæsa ábúðarfullir út í loftið með yfirlýsingar um "sell-out". Hvað með Unun? Ekki sá ég bensínskrímlsið skríða fram og drepa mann með skóflu þar.

Ef á hinn bóginn menn eru með yfirlýsingar ("Ég mun aldrei spila fyrir fyrirtæki" - skömmu seinna var sá hinn sami með risastórann VISA fána fyrir aftan sig á tónleikum og ekur nú um á að mig minnir Land Rover eða  einhverju svipuðu) þá setja menn niður að mínu mati. Megas hefur aldrei verið yfir aðra hafinn. Eitt skýrasta dæmið með Megas var þegar einhver (man ekki hvaða) platan hans kom út:

Fréttamaður: "Hvernig er það Megas, nú ertu búinn að gefa út tvær plötur á árinu, er gnægtarbrunnurinn yfirfullur, er sköpunargleðin svo mikil að ekki dugar minna en að gefa út tvær plötur sama árið"?
Megas: "Nei, ég var bara blankur".

Segir allt sem segja þarf. Ég ætla samt að halda áfram að kaupa plöturnar hans.

Eitt annað með Megas. Fyrir um margt löngu bjó ég í nokkurskonar kommúnu í Kópavoginum. Það væri seint hægt að segja að menn lægju á bæn þar á laugardögum og einhverju sinni var partý þar (svona eins og verða vill) og þar komu meðal annars Megas og Heiða í Unun. Sem langvinnur Megasaraðdáandi þá var ég himinlifandi yfir að deila sögum og nokkrum, ca 2-3 glösum með meistaranum. Hápunkturinn var hinsvegar þegar við Megas drógum fram gítara og kyrjuðum saman lagið "Um skáldið Jónas". Gamanið fékk hinsvegar hálf gráan endi þegar Megas hætti að syngja, skellihlæjandi.

Þegar Megas hlær að söngröddinni þinni er kominn tími á að gera eitthvað annað en að syngja.


mbl.is „Aldrei verið í krossferð gegn auglýsingum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Haha...góður!   Megas er snillingur... og fyrst Bob Dylan má auglýsa Cadillac hlýtur Megas að mega auglýsa Toyota!

Róbert Björnsson, 22.6.2008 kl. 21:33

2 identicon

Jamm Megasarsagan klikkar ekki kallinn minn

Hlakka til að hitta þig í júlí dúllan mín.

miss you

Konan (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 22:54

3 identicon

Ok nú verð ég að reyna að yfirtrompa:

Þú hefur spilað með Megasi, en ÉG náði því einu sinni að spila með Gunnari Jökli, fyrst mússík og svo Trivial.... 

Toppi það hver sem vill

Mundi (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 16:48

4 identicon

Flottur, Mundi. Var það þá sem þið sömduð lagið "Trivialið Mitt"?

Óskar P. Einarsson (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 09:37

5 identicon

Jújú, reyndar var textinn sirka svona:

"Spilið mitt,

Ég elska spilið mitt...."

O.s.frv.

Svo var það hið ódauðlega "Tími til að spila"

"Því það er,

tími til að spila,

já það er,

tíma til að spila,

jáþaðerþinn,

tími til að spila...."

Svo man ég ekki meir. 

Mundi (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 11:06

6 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Megas er LANGFLOTTASTUR og talar ekki með rassgatinu eins og vinur hans B---- M-------     Ég var bara blankur Snilld...ha ha ha......Takk fyrir þennan pistil.....Nú hló ég upphátt og vona að ég sé ekki búin að ræsa liðið

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 25.6.2008 kl. 00:37

7 Smámynd: Heimir Tómasson

Ahhhh, Mundi minn, gaman að rifja þessa klassíkina upp. Skemmtilegir tímar. Og Óskar, gaman að heyra aftur í þér vinur.

Heimir Tómasson, 25.6.2008 kl. 01:34

8 identicon

Já, sömuleiðis! Hvað verðurðu lengi þarna í Alaska?

Óskar P. Einarsson (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 08:54

9 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Hahahahahahaha, leiðinlegur endir á söngferlinum?

Heimir Eyvindarson, 30.6.2008 kl. 22:12

10 Smámynd: Heimir Tómasson

Hvernig var það annars nafni, varst þú ekki niðri í Fjölbraut hér um árið þegar ég var að spila og syngja Bad Moon Rising með einhverri hljómsveitinni og strákarnir voru ekkert að hafa fyrir því að hafa kveikt á míkrófóninum hjá mér? Mér skildist að það hefði verið skemmtiefni um allan bæ lengi á eftir að "mæma" mig!

Heimir Tómasson, 1.7.2008 kl. 02:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband