Og enduðu þar með páskarnir.

Já, páskarnir voru kærkomnir þetta árið. Endalausir flutningar, á tímabili vorum við til heimilis að sumarbústað í Úthlíð, ástandið á familíunni var ekki beysnara en það. En svona getur það verið að vera á leigumarkaði.

Fyrir dyrum stendur flutningur til Seattle í Bandaríkjahreppi. Þar kem ég til með að sinna hugbúnaðarþjónustu fyrir Marel, þannig að ég flyt mig með allt mitt hafurtask um miðjan júní. En nú er búslóðin komin í gáminn, konan farin til mömmu sinnar með krakkana og ég hýrist einn í herbergi í Hafnarfirðinum. 3 mánuðir sem í besta falli helgarpabbi. Hljómar spennandi ekki satt?

Jæja, best að fara að gera eitthvað hérna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hojhoj, á bara að fara sisona?

Ertu enn með gamla númerið, var eitthvað málum blandið þegar ég prófaði að hringja um daginn, svo er ég búinn að taka gamla númerið mitt aftur í notkun.

Mundi (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 14:45

2 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Djöfull eruði sniðug að fara til Seattle annars, það verður ekkert menningarsjokk hjá ykkur fyrst það er svipað mikil rigning þar og í Vík

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 12.4.2007 kl. 16:55

3 identicon

 Ojjjj ekki gaman að hýrast í gaflarabæ, aleinn. ÖSS

Dula (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband