Akutan, Alaska. Október 2006

Ég er staddur í Alaska í þriðja sinn á þessu ári, nánar tiltekið á hinum virðulega stað Akutan í Aleuta eyjaklasanum. Hér er (og ég vitna í náungann sem náði í okkur í flugvélina) ein verksmiðja með 900 starfsmönnum og eitt þorp með 100 alkohólistum. Sel það ekki dýrar en ég keypti.
Flugið hingað var vandræðalaust, Keflavík - Minneapolis - Seattle þar sem við gistum, svo Seattle - Anchorage - Dutch Harbour - Akutan, allt í allt um 17 tímar á flugi. Ekki mikið miðað við vegalengdina hingað. Hinsvegar æstust leikar þegar til Dutch Harbour var komið. Þar tók við þetta líka flugapparat, Grumman Goose flugbátur, anno 1944.Grumman Goose
Nú er ég hinsvegar staddur í verksmiðjunni og má ekki taka myndir hérna. Enda er ég ekki viss um að ég myndi vilja setja myndir af þessum ósköpum inn. Við skulum orða það svo: Þessi verksmiðja fengi seint starfsleyfi heima.

Myndir er hægt að sjá á http://www.123.is/album/display.aspx?fn=rattati&aid=-302611590


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Eru ekki fallhlífar örugglega standard accessories í þessum flugbát

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 28.3.2007 kl. 09:37

2 Smámynd: Heimir Tómasson

Ja, ég sá þær ekki, en hann er svosem hannaður til að lenda á vatni...

Heimir Tómasson, 28.3.2007 kl. 11:08

3 Smámynd: B Ewing

Ekkert gagn í fallhlíf.  Sundkútar eru björgunartækið í þessu apparati! Glottir eins og fífl.

B Ewing, 10.4.2007 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband