Færsluflokkur: Bloggar

Hm...

Sem borinn og barnfæddur Selfyssingur þá er ég ekki alveg viss um hvernig mér líst á þetta. Þarna er greinilega verið að tala um rennslisvirkjun (duh!) en ég myndi vilja sjá útfærslu á hugmyndinni. En ef hægt er að nýta rennslið þá er það bara stórkostlegt.
mbl.is Áforma virkjun Ölfusár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staldrið nú aðeins við!

Mér finnst sem Íslendingar séu að gera gersamlega upp á bak af þóttalegri vandlætingu hérna. Ég sem bý erlendis og kem ekki nema endrum og sinnum heim vil aðeins við þetta bæta og það er að fordómarnir eru akkúrat í engu minni á Íslandinu góða. Glöggt er gests augað og allt það, en fordómarnir snúast kannski ekki jafn beint að samkynhneigðum og í Færeyjum. Nei, á Íslandi eru það fordómar gagnvart útlendingum.

Fordómar af öllu tagi eru mér mjög að móti skapi og þeir sem mig þekkja vita að þegar ég kem með fordóma yfirlýsingar þá er ég í öllum tilfellum að stuða einhvern viljandi. Mín vegna mega menn kyssa/káfa/gera hvað sem er við hvern þann einstakling sem þeir vilja (innan löglegra marka náttúrulega), það er einn af þeim hlutum sem persónulegt frelsi er. Þetta sama persónulega frelsi leyfir mönnum að hafa sitt álit líka á hinn veginn, samanber Árna Johnsen og skoðana- og þjáningabróður hans Jenis Av Rana. Skoðun er manninum mikilvæg og þar komum við að kjarna málsins.

Samkynhneygðir hafa ekkert val um sitt eðli, sama hvað Árni Nonsens tuðar og röflar. Útlendingar hafa hinsvegar val. Þeir geta til að mynda valið að vera í sínu landi í sulti og volæði eða komið til annars lands og reynt að skapa sér framtíð þar. Trúið mér, ég veit hvað ég er að tala um hérna, búsettur í Bandaríkjunum. Það er eitt að flytja til norðurlandanna þar sem altumlykjandi heilbrigðis- og félagskerfi reddar málunum - misvel þó - og að rífa sig upp frá t.a.m Póllandi þar sem ekkert er í boði. Þannig að þeirra val er að reyna að þreyja Þorrann eða búa sér til betra líf. Ég hef ferðast mikið um sjávarplássin á Íslandi og kynnst ógrynni af ljómandi góðu fólki (innflytjendum) sem á sér enga ósk heitari en að verða góðir og gegnir borgarar. Þegar fólk kvartar yfir því "að þetta lið vilji ekki einusinni læra Íslensku" þá er nú staðreyndin oftar en ekki sú að það hefur hreinlega ekki staðið því til boða. Mjög margir þeirra sem ég tala við eru að reyna hvað þeir geta en fordómar og léleg aðstoð er þeim fjötur um fót.

Takið eftir að ég geri greinarmun á fólki sem vill gerast góðir og gegnir borgarar og þeim sem vilja bara nýta sér þetta ágæta tryggingakerfi sem við höfum. En leitum ekki langt yfir skammt. Það er nóg af Íslendingum á norðurlöndunum sem gerir ekki handtak heldur liggur bara á ríkinu eins og hverjir aðrir þurfalingar. Sjálfum finnst mér að hver sá sem vill setjast að í landi skal læra mál þess. Ef þú vilt það ekki hefur þú nákvæmlega ekkert í því landi að gera. Þetta er einfalt fyrir mig að segja, búandi í enskumælandi landi en þetta finnst mér vera grundvallaratriði þegar kemur að fastri búsetu. Ef þú ert tímabundinn starfsmaður er ekki hægt að krefjast þess að þú lærir málið. Ef að fólk er með erlent ríkisfang og verður uppvíst að glæpum - svo ég tali ekki um skipulögðum glæpum - þá úr landi með það. Þeirra eigin þjóð getur látið þá sitja inni. Búseturéttur skapar ekki sjálfkrafa sömu réttindi og ríkisborgararéttur. En fólk sem er eins og ég og þú ... hvernig getur þú sem hugsandi manneskja verið með fordóma af því einu að það er frá Tailandi eða Póllandi, nú eða frá USA?

En aftur að samkynhneigðum. Fordómar og ofsóknir gagnvart samkynhneygðum eiga sér oftast nær frummælendur sem að telja sig fremsta meðal trúaðra. Afsakið meðan að ég æli. Þessir sömu fela sig bakvið tilteknar ritningagreinar og ota þeim fram sem einhverjum sannleik. Fyrirgefið, en í mínum huga þá er ekki einu sinni sjónarmunur á því sem er ósýnilegt og því sem er ekki til. Þeir ota fram einhverju ritningarerindinu um sannleik sinn en leiða algerlega hjá sér góðu kaflana þar sem hvatt er til umburðarlyndis. Þetta kallast á engilsaxnesku "selective reporting" og þykir ekki góð latína. Svona menn dæma sig sjálfir.

En til að draga þetta saman: Kastið ekki steinum úr glerhúsi. Maður getur nefnilega skorið sig á glerbrotunum.

Ég þakka þeim er hlýddu og hlakka til að lesa fúkyrðaflauminn sem ég á eflaust eftir að fá í kommentin hjá mér.


mbl.is Ótrúlegir fordómar í Færeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andvarp....

Enn einusinni klúðrar mogginn frétt. Skvæmt Airfleets.net þá eiga AA 625 flugvélar. Megnið af þeim eru ekki MD-80.

Það er svosem í lagi að klikka á tölum en þetta er fáránlegt.

Í öðrum óspurðum fréttum þá var Lary King að skilja í sjöunda sinn, sem þýðir að hann heldur í hefðina með einn skilnað á 30 ára fresti. Tja, svona myndi mogginn sennilega reikna það...


mbl.is 2,9 milljarða króna sekt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki vissi ég...

...að Össur, Jóhanna og félagar væru svona miklir konungssinnar. Þau eru semsagt að klára það sem kallinn reyndi að koma af stað, koma Íslandi undir Prússneskt vald.

Svona endurtekur sagan sig.


mbl.is Bauð Þjóðverjum Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klassíkin klikkar ekki.

Öfugt við sum af mínum uppáhaldsböndum (t.d. Metallica) þá hefur Maiden tekist það erfiða hlutskipti að halda upp merkjum sínum og jafnvel bæta það á margan máta. Það er sko ekkert "Rusty Maiden" á ferð þessi árin nema síður sé. Öfugt við sum bönd sem nenna ekki einusinni að æfa lengur (Metallica, aftur) þá eru tónleikar með Maiden alltaf sjón- og tónræn upplifun. Ég horfði á tvo tónleika síðasta föstudagskvöld á VH1, aðrir með Maiden og voru þeir stórkostlegir alveg hreint. Hinir tónleikarnir voru með Metallica og þeir voru taktlausir og falskir. Stór munur gæðalega á þessum böndum í dag.

Ég bíð spenntur eftir Maiden plötunni, en mínir fyrrum guðir, Metallica.... mér gæti ekki staðið meira á sama hvort þeir gefi út aðra plötu eða ekki. Þeir eru eiginlega komnir á sama flokk og Billy Joel hjá mér. Nema fyrstu plöturnar, náttúrulega.


mbl.is Ný plata Maiden fær 9/10
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stundum segja menn meira en þeir ætla sér...

Ég hjó sérstaklega eftir því í fréttinni að þeir félagarnir Bill Gates og Paul Allen sögðu  „Dagurinn sem fyrsti óprófaði hugbúnaðurinn okkar virkaði í Altair tölvunni hans var upphafið að mörgum merkilegum atburðum."
Það var og. Prufunarferli Microsoft hefur lítið lagast síðan.

Annars verður að segja að Henry Roberts hefur skilið eftir sig dýpri spor en flestir, samt vita bara tölvunördar hver hann var.


mbl.is „Faðir einkatölvunnar“ látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæpamaður

Hvernig stendur á því - ég bý erlendis - að hverjum glæpamanninum á fætur öðrum er falin samningagerð fyrir Ísland? Ég spyr eingöngu vegna þess að Össur hefur sem forstóri ýmissa fyrirtækja sett fjölda manns á hausinn. Þegar hann var rukkaður þá sagði hann einfaldlega "Það var annað fyrirtæki" og bar af sé alla ábyrgð. Ég þekki persónulega dæmi þess.

 Sorrý, ég kaus hann ekki, enda þekki ég hann að öðru innræti en því sem hann sýnir við kosningar.


mbl.is Össur óskar eftir fundi með Hillary Clinton um AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar kom það...

Margir hafa spurt mig hvernig þessu sé háttað milli Marel og Carnitech, þar sem ég starfa hjá Carnitech í Seattle. Þetta er nokkuð einfalt, þegar öllu er á botninn hvolft.

Carnitech var upprunalega járnsmíðafyrirtæki í Danmörku sem séhæfði sig í smíði úr rústfríu stáli. Sem slíkir voru þeir orðnir mjög góðir, fóru að framleiða færibönd og einfaldar iðnstýringar og færðu sig fljótlega til Bandaríkjanna og stofnuðu dótturfyrirtæki sem einbeitti sér að flotanum í Alaska. Í evrópu hélt starfsemin áfram, þar var stofnað Carnitech Salmon sem bjó til vélar fyrir laxaiðnaðinn. Þegar svo Marel kaupir Carnitech þá voru þeir fyrst og fremst að kaupa hugvit og þekkingu, ásamt miklum viðskiptasamböndum, sem var helsta ástæða þess að Carnitech var ekki innlimað algerlega inn í Marel og nafnið lagt niður.

Með öllum þeim breytingum sem hafa orðið undanfarin ár hefur upprunalega (e. core) starfsemi Carnitech ekki fallið undir viðskiptamódelið hjá Marel, sem veldur því að Marel ákvað að losa sig við Carnitech, að undanskildum Carnitech Salmon og Carnitech US, þar sem ég starfa. Carnitech US hefur verið með eitt nánasta samstarfið við Marel, vegna þess að Marel tækin og hugbúnaðurinn fyrir fiskiðnaðinn hér í USA er seldur héðan. Nú verður Carnitech nafnið hér lagt niður og nafnið Marel tekið upp.

Þetta er málið í sinni einföldustu mynd.


mbl.is Marel selur fyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peningar...

Ég var að lesa færslu um banka- og innheimtugjöld. Merkileg og góð grein. 

En svona þegar kemur að þessu þá kemur upp í huga mér rannsókn sem að ég gerði fyrir allnokkrum árum. Ég er ekki menntaður maður og það skal enginn segja mér annai en að sú rannsókn hafi verið gerð af mér fróðari mönnum. En ég las mér til og þetta er nokkurnveginn í grófum dráttum það sem ég komst að.

Hvernig kom þessi hugmynd til, það er, að græða pening af engu? Gyðingar hafa oftast verið nefndir sem sökudólgar. En hvernig kom þessi alfræga þekking gyðinga á peningum til?

Gyðingar hafa verið ofsóttir öldum saman. Af hverju, veit ég ekki. En ofsóknirnar höfðu þær afleiðingar í för með sér að þegar upp var staðið var gyðingum bannað að eiga eignir, þar með talin lönd (þarna er ég að tala um evrópu). Þar sem mannskepnan var eiginlega orðin að bónda um þetta leyti þá olli þetta talsverðum straumhvörfum fyrir gyðinga, þeir máttu ekki rækta land svo að þeir urðu að bjarga sér sem best þeir gátu.

Nú ég er einn af þeim sem að trúir því staðfastlega að mannskepnan er nákvæmlega sú sama, sam hvort hún er fædd á Landsspítalanum, í drullukofa í Suður Afríku eða í Ísrael. Það er nákvæmlega enginn munur á nema aðstæðurnar og umhverfið sem einstaklingurinn elst upp í. Þegar gyðingar gátu ekki bjargað sér á venulegan máta þá komu einhverjir snillingar upp með þá hugmynd að byrja að lána fjármagn, gegn því að fá það endurgreitt ásamt einhverri þóknun. Þetta var engin ný hugmynd sem slík, svipað hefur viðgengist frá örófi alda þó í smærri mæli sé.

Þegar fram liðu stundir áskotnuðumst gyðingum gríðarlegir fjármunir sem að hefur reynst vera (ásamt trúarbrögðum) valdur að mestu hörmungum sögunnar. Blankir hata alltaf ríka en frægasta dæmið um hatur sem breyttist í hreint ofbeldi er seinni heimsstyrjöldin. Er af nógu að taka þar. En nóg um það.

Málið er hinsvegar það að bankamenn fyrri tíma bjuggu mér vitandi ekki til afstæða hluti til að græða pening. Ef ég lánaði þér 1000 krónur, vildi ég fá 1100 krónur til baka og græða þar með 100 krónur á viðskiptunum. En þegar fram liðu stundir urðu menn gráðugri og fundu upp hluti til að græða á sauðsvörtum almúganum enn frekar. Dettur einhverjum FIT í hug? Það merkilega við þetta er að þegar að þessir duldu og auknu álögur komu á voru gyðingar ekki þeir sem komu upp með þær hugmyndir. Gyðingar græddu alltaf á heiðarlegan máta, mýtan um gráðuga gyðinginn kom seinna.

Það er oft sagt að kommúnisminn hafi verið góð hugmynd sem var bara illa framkvæmd, því hún gerði ekki ráð fyrir mannlegum eiginleikum og breyskleika. Sama má segja um kapítalismann, hann geri hinsvegar ráð fyrir að menn geti aðlagast, þó að kapítalisminn geri í raun ekki ráð fyrir því hjá sjálfum sér.

En þegar öllu er á botninn hvolft þá er staðreynd málsins sú að það neyðir enginn mann til þess að taka lán. Ef að þú þénar 4 milljónir á ári þá ættu menn (að því gefnu að ekkert hrikalegt komi upp á, til að mynda slys) að geta lifað af því. Það neyðir ekki nokkur maður annan mann til að skrifa upp á fyrir Jóa frænda eða kaupa þessa 5 milljón króna Tójótu. Lifa eftir innkomu. Það tók mig 20 ár að fatta þessa einföldu staðreynd en það hafðist.

Síðast þegar ég bloggaði um að lifa eftir efnum var ég næstum tekinn af lífi opinberlega. Ef þið viljið "have a go at me" eins og sagt er, þá bara gerið svo vel.


Smá pæling...

Komið hingað, karlar góðir
Komið. Sláið um mig hring,
meðan ég mitt kveðjukvæði
um Catalínu litlu syng.

Reynum nú að rifja upp saman
ríðingar og kókaín.
Catalína, Catalína,
Catalína er stúlkan mín.

Í fiskikofa á klettaeynni
Catalína litla bjó.
Pyntaði þar píkur nokkrar
og piltum seldi dýfu í þjó.

Skilningsrík í skuggum trjánna
skaffað'ún am-fetamín
Catalína, Catalína
Catalína stúlkan mín.

Með kórónu úr kókalaufum
krýndi hún mig hinn fyrsta dag.
Við sundin blá, í hóruhúsi
horfðum við um sólarlag

á drukkna sjómenn serða mellur
svo seldum við þeim heróín
Catalína, Catalína
Catalína stúlkan mín.


Þeir ætla að læsa í kvennaklefa
Catalínu litlu senn.
Hvenær skyldi hún hvikul aftur
á Hverfisgötu stunda menn?

Dópistar og dónar grátið,
djönkarar og perrasvín.
Ó, Catalína, Catalína
Catalína stúlkan mín

 

 ATH: Þetta er ekki kveðskapur eftir mig. Þetta er stolið á algerlega heiðarlegan máta.


mbl.is Catalina önnur kvennanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband