Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
28.6.2009 | 05:21
Gæti vel gengið upp...
Kona í formúlu-1 á næsta ári? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.6.2009 | 09:57
Glæsilegt! Aggresíft snobb!
Sjáum nú til, hvað eru mörg heimtufrek snobbmerki í þessari frétt.
"Okkur datt ekki annað í hug en að hún kæmist inn". Lesist: Þetta er dóttir okkar, skítt með restina og hvernig þeir stóðu sig.
"Dóttir mín hringdi í mig alveg miður sín". Ojæja, fékk hún neitun um eitthvað. Sennilega ekki vön því. Lífið byrjar í dag vina mín, það snýst ekki alheimurinn í kringum þig, þótt að hann hafi gert það í verndaðri fjölskyldunni.
"Dóttir mín var með 9 í stærðfræði og 8,5 í íslensku." Það er reyndar mjög gott, hrós fyrir það. Samt sem áður hefur mér sýnst, bæði í töluðu og rituðu máli að einkunnir hafa ósköp lítið að segja um hvernig svo málinu er beitt þegar út í lífið kemur. Þeir eru margir háskólamenntaðir mennirnir sem að eru gersamlega ótalandi og skrifandi á Íslenska tungu. En eflaust er hún mjög fær, blessuð daman.
" Ég er ekki sátt við að barnið mitt, sem er með svona góðar einkunnir, komist bara inn í einhvern menntaskóla." Glæsilegt, 3 flugur í einu höggi, eða öllu heldur setningu. "Ég er ekki sátt við", "barnið mitt", "einhvern menntaskóla". Smá egóflipp og snobb í gangi þarna, er það nokkuð?
"Ég veit til þess að margir foreldrar eru bálreiðir." Nefndu einn.
"það eru óeðlilega háar einkunnir upp úr grunnskólunum nú". Svona eins og 9 og 8,5?
Hún kveðst hafa hringt í námsráðgjafa í öllum menntaskólunum sem dóttirin sótti um pláss í. Já í Guðs almáttugsbænum ekki láta stúlkukindina gera nokkuð sjálfa. Hún gæti slasað sig, eða það sem verra er, komið í veg fyrir að hún kæmist nokkurntímann inn.
Á skrifstofu rektors:
Rektor: Og hvað hafðirðu hugsað þér sem aðalfag?
Umsækjandi: Bíddu, ég þarf að hringja í mömmu.
"Ég hringdi líka í menntamálaráðuneytið til þess að spyrja hvað væri í gangi. Starfsmaður þess kvaðst strax hafa séð galla á kerfinu þegar hann kom til starfa. Flott að fá svona menn í vinnu. Ég myndi gefa mikið til að geta ráðið mann sem að sæi alla galla daginn sem hann byrjar. Af hverju í ósköpunum er hann ekki að vinna uppi í Fjármálaráðuneyti? En af sama meiði, hvaða gallar eru þetta annars sem að maðurinn kveðst hafa séð?
Ég tel að mörg börn hefðu þurft áfallahjálp. Þau taka svona höfnun eftir höfnun mjög persónulega, segir móðirin. Jahérnahér. Ég segi ekki meira. Ef að svona er komið fyrir þjóðinni að hún þurfi áfallahjálp þegar hún fær einhverja höfnun í andlitið, þá eru ekki miklar líkur á að hún nái sér útúr þeirri Icesave og bankaklemmu sem hún er í. Algerlega þess fyrir utan þá ætti þessi - afsakið orðbragðið - kelling að skammast sín fyrir að nota orðið áfallahjálp um svona bölvaða vitleysu. Þarna er virkilega troðið á þeim sem hafa lent í alvöru erfiðleikum og þurfa á áfallahjálp að halda.
Guð hjálpi Íslandi, ekki eru margir Íslendingar færir um það greinilega.
Foreldrar bálreiðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
18.6.2009 | 15:59
Úrelt fánalög.
Halldór Jónsson skrifar stórgóða grein um þessi fornaldar fánalög sem eru í gildi á Ísafoldinni góðu.
Fyrir þá sem ekki vita þá bý ég í Bandaríkjunum og flagga Íslenska fánanum allan sólarhringinn og er stoltur af, þrátt fyrir skot samstarfsmanna sem vita vel hvernig komið er fyrir Íslandi (skotin eru reyndar í góðu. Maður finnur fyrir samkennd og samúð hjá fólki).
Það sem menn verða að passa sig á er að helst hafa Bandaríska fánann uppi líka þegar menn flagga sínum eigin þjóðfána. Mér finnst það vera mjög skiljanlegt. Íslendingar hafa lengi sagt að ef menn vilja flytja til Íslands og verða Íslenskir borgarar þá verði þeir að beygja sig undir þær reglur sem hér gilda. Eitthvert veitingahúsið flaggaði eitt sinn Thailenska fánanum og nöldruðu menn yfir því að ekki skyldi Íslenska fánanum flaggað til jafns, þetta fólk væri nú einusinni á Íslandi en ekki í Thailandi. Auðvitað á það sama að gilda fyrir Íslendinga erlendis.
Fánalögin eru barn síns tíma. Þessar fáránlegu reglur um að ekki megi skarta svo mikið sem fánalitunum er einhver sú almesta della sem að um getur í þessum annars fáránlegu lögum. Ber skemmst að minnast þegar Stuðmenn (held ég) seldu boli með skjaldarmerkinu. Nokkrir skraufþurrir embættismenn trufluðust í sínum fílabeinsturni og var gripurinn góði að endingu tekinn af markaðnum. Sá bolur var markaðssettur vegna þess að Stuðmenn voru að spila í Danmörku og vildi þeir með þessu sýna stolt sitt yfir því að vera Íslendingar. Onei. Embættismennirnir (og embættismanna wannabees) settust beint á gamla góða kústskaftið og náðu ekki upp í nef sér af hneykslan. Ég held að þetta ágætisfólk sem að fer hamförum þegar fánanum er flaggað utan opinbert viðurkenndra tímabila og kjötpakkin í Hagkaup er með rauða, hvíta og bláa rönd ætti að snúa sér að því að lesa Einar Ben og láta okkur hin hérna í raunveruleikanum í friði.
Það er alltaf verið að tala um landkynningu, kynna kosti lands og þjóðar til að fá inn fleiri ferðamenn. Á sama tíma gera þessi sömu stjórnvöld (sama hvaða flokkur er við völd) allt sem í þeirra valdi stendur til að stemma stigu við áframhaldandi vexti ferðamannaiðnaðarins. Skattahækkanir, álögur og sífellt aukin nýting á hálendinu taka sinn toll. Nú, öðrum tímum frekar finnst mér vera nauðsynlegt að menn sýni samhug og flaggi öllu því sem Íslenskt er. Það verður að hafa í huga að 99% fólks í þessum löndum sem að Ísland er að slást við varðandi þessa IceSave samninga, stendur alveg hjartanlega á sama um allt þetta bull. Það fólk hefur bara sínar gömlu (og nýju reyndar) áhyggjur, hef ég vinnu á morgun, get ég fætt og klætt fjölskylduna? Ef einhverjir lögðu tugi- og hundruði þúsunda Evra inn á einhverja dularfulla reikninga þá er það bara þeirra vandamál.
Auglýsum skerið, notum fánann og litina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
17.6.2009 | 18:01
Góður...
Eyðilagði íbúðarhúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)