Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Ekki stök saga...

... en ég verð því miður að segja að ég vorkenni þeim hreint ekki alveg fordómalaust.

Menn bera alltaf ábyrgð á eigin gjörðum, þó svo að ráðgjafar gefi mönnum ráð þá er ákvörðunin alltaf þeirra sjálfra og ef menn taka slæmar ákvarðanir þá koma þær alltaf í bakið á þeim. Svona er lífið, dílaðu við það. Ef ég hefði tapað milljónum á tapinu væri ég alveg örugglega staddur niðri á Lækjartorgi berjandi potta og pönnur (merkilegt reyndar hvernig hvernig sú fylking hvarf) en ég neitaði að taka þátt í þessu kapphlaupi og stend uppi alveg ágætlega, takk kærlega.

Faðir minn heittelskaður, góður maður, kom inn hjá mér þeirri hugsun að það er sama hvað gengur á þá er það alltaf ÞÚ sem tekur ákvörðunina, alveg sama undir hvaða kringumstæðum þessi ákvörðun var tekin og ÞÚ þarft að lifa með henni, sama hvað öllum ráðgjöfum líður. Það er besta ráð sem að ég hef fengið á ævinni og eitt sem ég hef reynt að lifa eftir.

Ég þakka þeim er hlýddu.


mbl.is Sex manna fjölskylda neyðist til að búa hjá ættingjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband