Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
22.8.2007 | 23:41
Tízka
Eins og margir þekkja er ég maður limafagur og jafnan óaðfinnanlega klæddur. Einnig hefur fólk gjarnan á orði að ég sé með eindæmum smekkvís. Þessir kostir mínir hafa orðið til þess að fólk leitar gjarnan til mín fyrir árshátíðir, brúðkaup, veislur og hverskyns mannfagnaði með tilliti til litasamsetninga, ráðlegginga í klæðaburði o.s.frv. Hefur verið haft á orði að ég geti jafnan komið öllu sem best saman, litasamsetningum sem uppröðun klæðnaðar ýmiskonar. En nú er mér endanlega nóg boðið.
Dóttir mín heittelskuð, 6 vetra, varð fyrir því óláni að brjóta gleraugu sín um daginn. Hefur það hingað til ekki verið til vandræða þar sem glerin sjálf hafa hangið í heilu lagi, en víravirkið sem umlykur þau hefur undan látið í hita leiksins. Þar sem ég er til viðbótar við þá kosti sem ég taldi upp áðan, einnig handlaginn með afbrigðum þá hefur ekki verið mikið vandamál að kippa gleraugunum i liðinn aftur, svo að segja. En um daginn gerðist það að Sigtryggur vann á ypponi og glerin gáfu sig. Var þá haldið í leiðangur hér í Seattlehreppi að huga að nýjum glyrnum, glerkyns auk umgjarðar.
Af nógu er að taka enda þykja hreppsbúar með eindæmum kaupglaðir. Hefur þónokkur fjöldi kaupmanna séð að hér um slóðir væri von um hagnað. Af því tilefni hafa þeir opnað nokkurn - reyndar umtalsverðan - fjölda verslana, þar sem hægt er að versla hluti ýmiskonar, þar með talin áðurnefnd gleraugu. En þegar kom að því að velja umgjörðina rak mig í rogastanz. Hver einasta umgjörð sem að dóttir mín hafði minnsta snefil af áhuga á var bleik! Nú er ég maður þjakaður af jafnréttiskennd og manngæzku og finnst að allir eigi að hafa jafna stöðu. Af því tilefni spilaði ég jafnan fyrir hana tónlist sem að jafnaði hefur reynzt vera talin frekar í uppáhaldi karlkyninu. Hafa drengirnir í Slayer flokknum að jafnaði þózt vera eftirtektarverðir. En þegar kemur að fötum eða álíka, þá er eins og óðir dímonar taki völdin. Bleikt, bleikt, bleikt, bleikt skal það vera. Þetta er óskaplegt. Ég spyr, hvenær ætlar Kári klári að finna þetta bleika gen og uppræta það með öllu? Ég segi bara, það er fullt af fólki með geðtruflanir, hreyfihamlanir, hjartastíflur, bakverki og allrahanda krankleika en ég leyfi mér að fullyrða það að mun fleiri einstaklingar í heiminum þjáist af þessum alvarlega sjúkdómi.
Kári: Þetta batterí þitt fer ekki að skila neinum hagnaði fyrr en þú finnur þetta gen og nærð að loka það af.
Bittinú.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.8.2007 | 23:28
www.123.is/rattati
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)