Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Speedbird...

Ég get ekki að því gert en alltaf þegar ég heyri minnst á upptökur af samtali flugmanna og flugturns þá dettur mér í hug skrif sem ég sá á netinu fyrir nokkrum árum:

German controllers at Frankfurt Airport were noted for being a short-tempered lot, so it was with some amusement that a United 747 recorded the following exchange between Frankfurt Ground Control and the pilot of an arriving British Airways 747 (call sign: Speedbird 206).

Speedbird: "Good morning, Frankfurt. Speedbird 206, clear of the active."

Ground: "Guten morgen, taxi to your gate."

    The BA 747 pulls onto the main taxiway and stops.

Ground (brusquely): "Speedbird, do you not know where you are going?"

Speedbird: "Stand by, Ground. I'm looking up the gate location now."

Ground (impatiently): "Speedbird 206, have you not flown Frankfurt before?"

Speedbird (coolly): "Yes, several times in 1944, but I didn't stop."

Snilld!


mbl.is Upptökur á samskiptum flugmanna og flugturns verða rannsakaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðir farþegar, þetta er flugstjórinn sem talar.....

Ég hef hér verið að lesa blogg um þessa frétt. Mér algerlega ofbýður sumt af því sem að fólk hefur látið koma fram hér. Alger vanþekking á sögu finnst mér einkenna sum skrifin hérna og það eina sem að fólk sér er að þetta er maðurinn sem að flaug vélinni. Einn ágætur bloggari hér segir að ef hann fari "vestur yfir haf mun ég .... á gröf hans fyrir þessa tugi þúsunda sem hann bliknaði ekki við að murka."Svo mörg voru þau orð og lýsa að mér finnst mjög vel algerlega viðhorfi þessa ágæta manns til veraldarinnar. Vonandi finnur hann hjá sér þörf fyrir að fara utan og míga á grafir þeirra japönsku hermanna sem að frömdu það voðaverk sem er kallað "Rape of Nanking". Hann gæti þurft að sötra nokkrar vatnsflöskurnar í þeirri ferðinni. Og ekki gleyma Stalín, og Pol Pot, og Idi Amin..... ég gæti haldið áfram. 

En hver voru mestu voðaverk styrjaldarinna? Lítum á nokkur dæmi. 

Hiroshima (USA)= 100.000 manns.
Nanking (Japan)= 300.000 manns.
Dresden (UK og USA)= 25.000 - 60.000 (ekki vitað)
Ég ætla ekki einusinni að koma upp með dæmi frá Þjóðverjum og Rússum. 

En skoðum þetta Hiroshima/Nagasaki dæmi aðeins betur. Bandaríkjamenn stóðu frammi fyrir því árið 1945 að stríðið í Kyrrahafi væri svo gott sem unnið. Það eina sem að stóð í vegi fyrir því var algjör blinda Japanska herforingjaráðsins fyrir þessari augljósu staðreynd. Til að knýja fram fullnaðarsigur myndu Bandaríkjamenn þurfa að gera innrás á meginland Japan. Sú aðgerð átti að fara fram í tveim hlutum, annarsvegar Operation Olympic (sem var smærri aðgerðin) og átti að ráðast á Kyushu og hinsvegar Operation Coronet, sem átti að eiga sér stað vorið 1946 nálægt Tokyo. Áætlanir um mannfall voru talsvert á reiki en bandaríska herráðið hafði gert ráð fyrir því að þeir gætu þurft að þola mannfall allt uppundir 100.000 manns á mánuði frá Nóvember 1945 til haustsins 1946. Þarna er verið að tala um mannfall Bandaríkjamanna. Sú staðreynd að slíkt mannfall væri talið nærri því óumflýjanlegt skýrir að vissu leyti ákvörðun Bandaríkjamanna um að nota "Little man" (gælunafnið á sprengjunni sem var varpað á Hiroshima. Sprengjan sem féll á Nagasaki var kölluð Fat Man). Reynslan úr stríðinu hafði kennt þeim að mannskaðahlutfallið á milli bandaríkjamanna og Japana gæti verið allt frá 1:1,25, það er fyrir hverja 4 Bandaríkjamann féllu 5 japanir (Iwo Jima), upp í 1:5 (Luzon). Reyndar sýndu heimildir MacArthurs hershöfðingja að á sumum svæðum væri hlutfallið allt upp í 1:22. Athugið að þarna er verið að tala að mestu leyti um hermenn. Mannfall borgara var sjaldnast tekið með. Ef verið var að berjast í borgarumhverfi (urban warfare) þá var álitið að hlutfallið væri 10 borgarar á móti hverjum einum hermanni (af báðum þjóðernum). Reikniði nú. 

Í Bandaríkjunum er núna verið að sýna heimildarþætti sem bera nafnið "The war". Þar er talað við hermenn, ekki lengur á þessum nostalgísku nótum sem oft vilja hrella heimildarþætti, heldur eru þeir spurðir hvað raunverulega gerðist. Það fer um mann hrollur þegar þeir eru að lýsa því hvernig þeir þurftu að skríða yfir sundursprengd lík, rennandi til á innyflum og þurfa svo að vera í búningunum, með öllu þessu gumsi framaná. Þeir horfðu á félaga sína og vini vera skotna, sprengda og guð einn veit hvað fyrir augunum á sér.
Ég get ekki að því gert, en ef menn segja, eins og Paul Tibbets gerði, að hann myndi gera þetta aftur til að stöðva svona stríð, þá skil ég hann hreinlega mjög vel.

Það er regla í Bandaríska hernum að ef að einstaklingur slasast í stríði, þá fær hann orðuna Purple Heart. Frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar hafa Bandaríkjamenn verið með sífelldan ófrið út um allar jarðir. Er skemmst að minnast Kóreu, Víetnam, endalausar smáskærur úti um allar jarðir, aukinheldur þessa óskapnaðar sem á sér stað í Írak um þessar mundir. Allir Bandarískir hermenn sem hafa slasast frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar, hafa fengið Purpurahjarta sem að var búið til í undirbúningi að innrás Japan. 

Ekki gera Paul Tibbets ábyrgan fyrir því að taka ákvörðun um notkun kjarnorkuvopna. Hann kom ekki nálægt því. Spáið í hvað gæti hafa gerst og menn héldu að myndi gerast.


mbl.is Flugstjórinn á Enolu Gay látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband