23.6.2009 | 09:57
Glæsilegt! Aggresíft snobb!
Sjáum nú til, hvað eru mörg heimtufrek snobbmerki í þessari frétt.
"Okkur datt ekki annað í hug en að hún kæmist inn". Lesist: Þetta er dóttir okkar, skítt með restina og hvernig þeir stóðu sig.
"Dóttir mín hringdi í mig alveg miður sín". Ojæja, fékk hún neitun um eitthvað. Sennilega ekki vön því. Lífið byrjar í dag vina mín, það snýst ekki alheimurinn í kringum þig, þótt að hann hafi gert það í verndaðri fjölskyldunni.
"Dóttir mín var með 9 í stærðfræði og 8,5 í íslensku." Það er reyndar mjög gott, hrós fyrir það. Samt sem áður hefur mér sýnst, bæði í töluðu og rituðu máli að einkunnir hafa ósköp lítið að segja um hvernig svo málinu er beitt þegar út í lífið kemur. Þeir eru margir háskólamenntaðir mennirnir sem að eru gersamlega ótalandi og skrifandi á Íslenska tungu. En eflaust er hún mjög fær, blessuð daman.
" Ég er ekki sátt við að barnið mitt, sem er með svona góðar einkunnir, komist bara inn í einhvern menntaskóla." Glæsilegt, 3 flugur í einu höggi, eða öllu heldur setningu. "Ég er ekki sátt við", "barnið mitt", "einhvern menntaskóla". Smá egóflipp og snobb í gangi þarna, er það nokkuð?
"Ég veit til þess að margir foreldrar eru bálreiðir." Nefndu einn.
"það eru óeðlilega háar einkunnir upp úr grunnskólunum nú". Svona eins og 9 og 8,5?
Hún kveðst hafa hringt í námsráðgjafa í öllum menntaskólunum sem dóttirin sótti um pláss í. Já í Guðs almáttugsbænum ekki láta stúlkukindina gera nokkuð sjálfa. Hún gæti slasað sig, eða það sem verra er, komið í veg fyrir að hún kæmist nokkurntímann inn.
Á skrifstofu rektors:
Rektor: Og hvað hafðirðu hugsað þér sem aðalfag?
Umsækjandi: Bíddu, ég þarf að hringja í mömmu.
"Ég hringdi líka í menntamálaráðuneytið til þess að spyrja hvað væri í gangi. Starfsmaður þess kvaðst strax hafa séð galla á kerfinu þegar hann kom til starfa. Flott að fá svona menn í vinnu. Ég myndi gefa mikið til að geta ráðið mann sem að sæi alla galla daginn sem hann byrjar. Af hverju í ósköpunum er hann ekki að vinna uppi í Fjármálaráðuneyti? En af sama meiði, hvaða gallar eru þetta annars sem að maðurinn kveðst hafa séð?
Ég tel að mörg börn hefðu þurft áfallahjálp. Þau taka svona höfnun eftir höfnun mjög persónulega, segir móðirin. Jahérnahér. Ég segi ekki meira. Ef að svona er komið fyrir þjóðinni að hún þurfi áfallahjálp þegar hún fær einhverja höfnun í andlitið, þá eru ekki miklar líkur á að hún nái sér útúr þeirri Icesave og bankaklemmu sem hún er í. Algerlega þess fyrir utan þá ætti þessi - afsakið orðbragðið - kelling að skammast sín fyrir að nota orðið áfallahjálp um svona bölvaða vitleysu. Þarna er virkilega troðið á þeim sem hafa lent í alvöru erfiðleikum og þurfa á áfallahjálp að halda.
Guð hjálpi Íslandi, ekki eru margir Íslendingar færir um það greinilega.
Foreldrar bálreiðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heyr Heyr !
Fékk alveg upp í kok eftir að hafa lesið þetta.
heheh áfallahjálpin fannst mér svolítið fyndin
Vilborg (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 10:07
Því miður þá er þetta bara rétt hjá konu greyjunni. Það var rangt að fella niður samræmduprófin.
Davíð (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 10:15
Æji ji!
Tekið algerlega úr mínum munni! Takk!
HEYR HEYR !
Eldur Ísidór, 23.6.2009 kl. 10:15
Snilldar úttekt hjá þér Heimir! Hjartanlega sammála, þetta lið ætti að skammast sín..
Þórir T (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 10:15
Ok, samræmdu prófin eru eitt, en að láta þessa bölvuðu vitleysu útúr sér...
Heimir Tómasson, 23.6.2009 kl. 10:17
Já sæll
Ef einkunnir voru óeðlilega háar í ár, voru þá ekki einkunnir þessarar stúlku óeðlilega háark eða var Hagaskóli eini skólinn sem var með marktæk próf.
Ég
um mig
frá mér
til mín........
Já þvílík höfnun, áfallahjálp á línuna :o)
Drífa (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 10:19
Frábær skrif hjá þér
Sædís Ósk Harðardóttir, 23.6.2009 kl. 10:27
Skemmtileg lesning og er ég fullkomnlega sammála þér.
Tek einnig undir með Davíð hér að ofan um að fella niður samræmdu prófin hafi verið mikil mistök.
Guðgeir (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 10:27
Þetta er alveg funny færsla, en þetta er gríðarlegur hroki.
16 ára krakkar mega hafa sína drauma, óþarfi að vera með leiðindi og kalla þau börn í bómul.
Skemmtilegt samt að þú komir inná Icesave. Ég hugsa að ég leggi niður vinnu og treysti á að þú leiðir þjóðina út úr þessum málum. Nú þurfa vaskir menn að leggja sitt á vogarskálirnar!
Ísland er ögrum skorið, og ek tilnefni þig!
Lesandi (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 10:31
Mér sýnist þið vera að misskilja inntakið í þessari frétt. Málið er að sumir gunnskólar notuðust við lokapróf fyrir nemendur sína og aðrir ekki. Þannig endurspeglar lokaeinkunn þeirra ekki endilega „mun“ þeirra á milli og því ekki gætt jafnræðis við inntöku í framhaldskólana. Það er ósanngirnin í þessu og er vegna þess að ekki eru tekin samræmd próf þar sem það sama gengur yfir alla.
Ég tel það slæma þróun að skólarnir sjálfir hafi þetta ákvörðunarvald.
Halla (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 10:33
Mjög vel orða og ein betri úttekt sem ég hef lesið lengi!
Það er alveg magnað hvað ísland hefur breyst á stuttum tíma. Snobbið og sjálfelskan hefur tröllriðið öllu hérna á klakanum.
Það er eitt að hafa umsjón, umhyggju og áhyggjur af sínu barni en í þessari frétt er beinlínis verið að segja að þessi unga stúlka sé yfir alla hafin og enginn jafnast á við hana eða hennar fjölskyldu. Eflaust bráðgreind stelpa þarna á ferð en það er nokkuð ljóst að móðir hennar veður nú ekki í vitinu.
En og aftur, frábær úttekt.
Ólafur Árni (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 10:33
Flottur Heimir.
Fólk áttar sig ekki alltaf á því að það eru alltaf einhverjir sem fá nei og þarf því að fatta það að það getur sjálft lent í því.....
Magnús Þór Jónsson, 23.6.2009 kl. 10:46
Samræmd próf breyta engu í þessu samhengi. Þau segja bara hvaða einkunn barn fær fyrir próf sem er tekið um allt land, en ekkert um hvað það kann. Það er nefnilega þannig að skólarnir "kenndu bara samræmd próf" í þeim fögum sem þau voru viðhöfð. Það eru/voru sömu börnin sem fengu háar einkunnir á þeim og fá háar einkunnir á t.d. lokaprófum. Sömu börnin sem fengu lágar einkunnir. Börn með sértæka námsörðugleika drógu meðaltal skólans niður. Einkunnir á samræmdum prófum voru í raun einkunnir skólanna ekki nemendanna. Það leiðir til tregðu við að taka við börnum með sértæka námsörðugleika og/eða meðvitað eða ómeðvitað reynt að halda þeim utan við samræmdu prófin... svo þau skemmdu nú ekki einkunn skólans.
Eins og allir hinir (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 12:55
Já Halla mín! hefur þú ekkert meira að segja en copi paste?
Finnst þetta bara fáránlegt!!! Það er ekkert endilega verið að tala bara um skólana hér, heldur líka þessa frétt og hvað hún er fáránleg!!! Finnst þessi færsla alveg frábær! skemmtileg lesning
Þóra Elísabet Valgeirsdóttir, 23.6.2009 kl. 13:21
Mjög gaman að lesa þetta hjá þér ;)
Þóra Mjöll Jensdóttir, 23.6.2009 kl. 13:37
Þú ert flottur Heimir!
Ægir Örn Sveinsson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 16:14
Frábær pistill Heimir - segir allt sem segja þarf.
Óskar Örn Guðbrandsson, 23.6.2009 kl. 17:42
Þetta er svo langt frá því að vera egótripp, unglingadrama eða snobb !
Eftir að samræmduprófin voru felld niður þurftu menntaskólarnir að fara eftir lokaeinkunnum frá grunnskólunum, sem er allveg fáránlegt, því margir skólar kröftust ekki neins af nemendum sínum og gáfu þeim inngöngu í bestu menntaskólana nánast ókeypis. Ég veit í rauninni bara um 2 grunnskóla sem voru með allmennileg vorpróf, og veit um dæmi um skóla þar sem prófin giltu um 20% af lokaeinkunninni og aðra þar sem prófin voru 4 blaðsíður miðað við í öðrum skólum var gildi prófanna 50% og hátt í 30 blaðsíður, og þar voru prófin byggð upp einsog samræmduprófin.
Auk þess er þetta langt því frá að vera snobb, þú nefnir það örugglega bara útaf því að þetta er versló, ef stelpan hefði verið að sækja um MR eða MH í fyrsta vali hefðiru örugglega ekki kallað hana snobbaða.
Verslunarskóli Íslands,
Menntaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn í Hamrahlíð og Kvennaskólinn mundi ég örugglega kalla bestu skólana á höfuðborgarsvæðinu, þeir hafa frábæra aðstöðu og kennslu, og félagslífið þar á að vera frábært. Auðvitað langar flestum í þessa skóla, og þess vegna er aðsóknin rosaleg, og þú þarft háa meðaleinkunn til að komast inn. Og með engin samræmdupróf þurftu menntaskólarnir að fara eftir vorprófseinkunum, einsog ég sagði áðan, og þá skulum við taka dæmi um tvo nemendur :
Nr.1 er í skóla með vorpróf lík samræmduprófunum, 50%, erfið og krefjandi.
Nr.2 er í skóla með vorpróf sem gilda 20%, svo kemur eins og t.d. verkefnavinna, fyrirlestrar, og föndur eins og plaköt og þannig.
Nr.1 er með 8,5 í meðaleinkunn í inntökuskilyrðunum í Versló(tvöfalt vægi á íslensku og stærðfræði)
Nr.2 er með 8,5 í meðaleinkunn í inntökuskilyrðunum í Versló.
Og nú spyr ég, er þetta sama 8,5 ?
þannig að ef Siggi er í sama skóla og nr.1 og fær 8 í meðaleinkunn, á hann þá minna skilið að komast inn heldur en nr.2 ? Nei, af því að nr.2 fékk 8,5 í einkunn ókeipis.
Auk þess er það fáránlegt að duglegir krakkar með fínar einkunnir eru núna á skrifstofu menntamálaráðherra því þeir sóttu um þá 4 skóla sem var mest aðsókn í og komust hvergi inn og þurfa því að fara í FÁ eða FB með fólkinu úr sínum skóla sem var við það að falla, eða í fjarnám fyrstu önnina, og koma svo inn þegar helmingurinn af nýnemunum fellur, því ég get lofað ykkur því, það mun gerast.
Ætla að taka það fram að ég er 16 ára og það er óvíst hvort ég fari í menntaskóla í haust með 8,5 í meðaleinkunn.
Guðrún (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 18:07
Annað sem ég vildi bæta inn í, svo ég vitni nú aðeins í þig
""Ég hringdi líka í menntamálaráðuneytið til þess að spyrja hvað væri í gangi. Starfsmaður þess kvaðst strax hafa séð galla á kerfinu þegar hann kom til starfa.“ Flott að fá svona menn í vinnu. Ég myndi gefa mikið til að geta ráðið mann sem að sæi alla galla daginn sem hann byrjar. Af hverju í ósköpunum er hann ekki að vinna uppi í Fjármálaráðuneyti? En af sama meiði, hvaða gallar eru þetta annars sem að maðurinn kveðst hafa séð?"
Gallarnir eru líklegast þeir að þar sem enginn samræmdupróf voru að þá yrði það erfitt fyrir menntaskólana að meta nemendurna.
"„Ég tel að mörg börn hefðu þurft áfallahjálp. Þau taka svona höfnun eftir höfnun mjög persónulega,“ segir móðirin. Jahérnahér. Ég segi ekki meira. Ef að svona er komið fyrir þjóðinni að hún þurfi áfallahjálp þegar hún fær einhverja höfnun í andlitið, þá eru ekki miklar líkur á að hún nái sér útúr þeirri Icesave og bankaklemmu sem hún er í. Algerlega þess fyrir utan þá ætti þessi - afsakið orðbragðið - kelling að skammast sín fyrir að nota orðið áfallahjálp um svona bölvaða vitleysu. Þarna er virkilega troðið á þeim sem hafa lent í alvöru erfiðleikum og þurfa á áfallahjálp að halda."
Og finnst þér það skrýtið ? Á Íslandi er menntaskóli svipað og háskóli í Bandaríkjunum (samt ekki, þetta er svo lítið eins og að bera saman epli og appelsínur, mjög ólík kerfi), en allavega, við veljum okkur skóla hér eins og úti, sem við teljum að geti gefið okkur sem besta menntun fyrir það starf sem við viljum svo kjósa okkur í framtíðinni. Að vera hafnað í FJÓRUM menntaskólum á Íslandi er eiginlega svipað og að vera hafnað í skóla þarna úti. Fjórum sinnum. Þetta er ömurlegt ! Til dæmis fyrir nemanda sem ætlaði sér að verða viðskipta- eða hagfræðingur og að komast ekki inn í Versló, eina menntaskólann sem býður upp á þessa braut.
Afsakið, en ég verð bara mjög reið þegar ég les að þið, sem eruð fullorðið fólk, komið með allar doktorsgráðurnar og háskólaprófin ykkar, getið setið heima hjá ykkur og pirrast og hlegið að því að 16 ára unglingar eru ekki að komast inn í skólana sem þeim langaði útaf galla í kerfinu ? Segja ekki allir að menntaskóla árin séu skemmtilegust ?
"Guð hjálpi Íslandi, ekki eru margir Íslendingar færir um það greinilega."
Nei, greinilega ekki, fyrst þín kynslóð (sem kom Íslandi á hausinn, tók landspróf og fleira) er í allvörunni að líta niður á okkur og segja að við séum ofdekruð og snobbuð. Segir allveg ofboðslega mikið um þig. Hvernig ætlar þú til dæmis að bjarga Íslandi ? Sitjandi við tölvuna, gerandi gys að unglingum sem vita ekki hvað verður um þau í framtíðinni. Ætlaru svo líka að hræða okkur með Icesave, klassi, tvö klúður sem við fengum ekkert að segja um, né ráða hvernig færi, sem munu svo bara koma niður á okkur.
Guðrún (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 19:08
Guðrún!
Bara til að þetta sé á hreinu. Ertu að segja að menntaskóli á Íslandi sé svipað og háskóli í USA?
Óskar Örn Guðbrandsson, 23.6.2009 kl. 19:33
Þarna er ég fullkomlega sammála þér frændi sæll.
Eva Ísfeld (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 19:37
Fékk þetta að láni frá bloggsíðu Daggar Pálsdóttur:
"Skilgreiningin á áfallahjálp er: Skammvinn, fyrirbyggjandi íhlutun sem veitt er þeim sem orðið hafa fyrir hættu sem ógnar lífi eða limum og þeim sem verða vitni að ofbeldi, líkamsáverkum eða dauða (sjá grein Margrétar Blöndal hjúkrunarfræðings um Áföll, áfallastreitu, áfallahjálp, sorg og sorgarstuðning)."
Það er ekkert annað en vanvirðing við fólk sem raunverulega fellur undir ofangreinda skilgreiningu að telja að 16 ára krakki sem fær synjun um skólavist þurfi á áfallahjálp að halda.
Óskar Örn Guðbrandsson, 23.6.2009 kl. 19:38
Óskar, nei,nei, þetta var reyndar allveg ömurlegt dæmi hjá mér, ekki nógu út pælt hjá mér, en ég er bara að reyna að segja að það skiptir allveg ótrúlega miklu máli í hvaða menntaskóla þú ferð í, og sá einhverja tengingu þarna á milli. Veit allveg að námið í háskóla í Bandaríkjunum er ekkert eins og menntaskóli á Íslandi.
Ég veit líka allt um áfallahjálp, hef fengið áfallahjálp þegar ég lenti í frekar slæmum aðstæðum, og ég þarf ekki á henni að halda núna þó ég komist ekki inn. Það er einum of að segja að það séu krakkar þarna úti sem þurfa á henni að halda núna, en þetta er náttúrulega ömurlegt og svakalegt sjokk að komast hvergi inn útaf galla í kerfinu.
Guðrún (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 20:03
Nú hljómar þetta betur Guðrún. Það er svekkjandi að fá ekki það sem maður stefnir að og enn meira svekkjandi að fá höfnun ofaní höfnun...
Það sem er verið að gagnrýna hér eru þær aðstæður sem lýst er í fréttinni og dramatíkin sem þar kemur fram. Ég held það séu allir sammála því að það þurfi að bæta aðgang að framhaldsskólum og auðvitað þarf það að vera þannig að allir sem vilja fara í skóla - eiga að fá tækifæri til að fara í skóla.
En ég vil líka benda þér á að nákvæmlega svona er lífið - það eru endalausar synjanir út í gegn. Svo kemur eitt lítið já sem breytir lífi þínu og því skiptir máli að gefast aldrei upp - gefa aldrei upp vonina.
Óskar Örn Guðbrandsson, 23.6.2009 kl. 20:20
Sæl verið þið gott fólk og takk fyrir þessi ansi skemmtilegu viðbrögð. Kom mér skemmtilega á óvart. Ég ætla að byrja á að taka ofan fyrir Guðrúnu, þar er stelpa sem er greinlega ekki fysjað saman. Hún á eftir að ná langt ef hún notar þessa sömu röksemdagáfu í lífinu sem hún notar hér.
Í fyrsta lagi, þá er Versló (eða Verzló, eins og hann ætti að vera kallaður miðað við nafnið) alls ekki meiri snobbskóli frekar en margir aðrir, t.a.m. MH, MS, MR, kvennó eða hvað þeir nú allir heita. Hver einasti skóli er snobbaður á sinn hátt en það verður einnig að hafa í huga að það eru nemendurnir sem gera skólana snobbaða á ytra byrði. Versló er með ungu sjálfstæðismennina, MH er með listaspírurnar og svo framvegis. Þetta er allavegana sú mýta sem gengur í þjóðfélaginu.
Það er hárrétt hjá þér að 8.5 úr einum skóla er ekki endilega það sama og 8.5 úr öðrum skóla. En hinsvegar eru reglurnar þannig að skólunum er í sjálfsvald sett hvernig þeir greiða úr hinum ægilega bunka umsókna sem að þeim berst og það þýðir nákvæmlega ekki neitt að fara í móðursýkiskast og grenja í fjölmiðla. Og þar komum við að því sem pistillinn minn fjallar um.
Alir foreldrar vilja börnum sínum vel og greiða þeim sem best leiðina til fullorðinsára. En að taka svona stjórn mála algerlega í sínar hendur er hreint ekki hjálp. Vesalings barnið (já, ég segi vesalings) lærir alls ekki hvernig er að þurfa að standa íá eigin fótum og hvernig hreinlega lífið virkar. Svo henni var hafnað. Bú-hú, segi ég bara. Lífið er samfelld saga af höfnun og vonbrigðum. Nákvæmlega sú saga lætur mann meta betur þau skipti sem að hlutir ganga upp og lífið brosir við manni. Það er nákvæmlega þessi vitleysa sem byrjar þegar litlir krakkar taka þátt í einhverri keppni og allir fá verðlaun. Jafnvel litli gormurinn sem þurfti að bera í mark af því að hann tók frekjukast í miðjum klíðum. Þar er ekki verið að kenna krökkum að menn þurfi að hafa fyrir lífinu. Ef menn þurfa að hafa virkilega fyrir hlutunum meta menn þá betur. Tökum dæmi.
Ég var síður en svo afburða nemandi. Langt í frá. Reyndar skilst mér að punktametið sem að ég setti í gagnfræðaskólanum mínum standi enn, 20 árum seinna. Þegar ég fór í "einhvern framhaldsskóla" entist ég ekki lengi af því prakkaraskapurinn var svo mikill að ég var eiginlega beðinn um að yfirgefa samkvæmið fyrr en efni stóðu til. Svo ég fór út á vinnumarkaðinn, menntunarlaus maðurinn en vann og vann og vann, tók kvöldskóla og menntaði mig og nú er ég þjónustustjóri erlendis fyrir eitt af stærstu fyrirtækjum landsins. Allt án þess að ég færi í fyrsta annað eða þriðja val af framhaldsskóla. Geri það bara ágætt þakka þér fyrir, án þess að allar doktorsgráðurnar og háskólaprófin séu að þvælast fyrir mér.
Víst eru menntaskólaárin einhver skemmtilegasti tími ævinnar. Það var einmitt, eins og ég kom inn á, svo gaman hjá mér að ég náði ekki að klára. Gamli skólastjórinn minn (sem er mjög góður vinur minn í dag) hlær ennþá að helvítis vitleysunni sem ég tók upp á hér um árið.
Semsagt, mórallinn með færslunni minni er:
Lífið er ekki sanngjarnt. Þú verður bara að eiga við það.
Krakkar eru ofverndaðir.
Áfallahjálp er mikilvægari en svo að hún eigi við þegar einhver svona vitleysa bjátar á. Hún gæti átt við þegar kemur að fyrsta skilnaði.
Ef að umsókninni er hafnað í fyrsta og öðru vali, en samþykkt í þriðja, þá gott og vel. Þessvegna er skóli settur sem þriðja val, ekki satt?
Góðar stundir.
Heimir Tómasson, 23.6.2009 kl. 20:51
Menntakerfi sem gerir börnum, sem ekki einu sinni hafa kosningarétt, að keppa á sama félagslega Darwiníska grundvelli og fullorðið fólk þarf að gera er nú síst til þess fallið að ofvernda þau. Er virkilega eðlilegt að ætlast til þess af fólki að það tileinki sér kvaðir þess að vera fullorðið án þess að vilja að sama skapi veita þeim mótsvarandi réttindi? 16 ára krakkar eru börn, vissulega ekki óvitar og smábörn, en þó börn.
Það er eitthvað mjög sjúkt við það að ýta undir þann elítisma sem viðgengst á þessu skólastigi sem hér um ræðir. Ef meiri áhersla væri lögð á jafnan rétt allra skólabarna væru ekki heilu árgangarnir núna með nagandi áhyggjur af því að búið sé að dæma það til annars flokks lífs, af því að þeir komust ekki inn í MR eða Verzló. Heilbrigð samkeppni er jákvæð, en samkeppni er ekki heilbrigð ef hún byggist á því að skólar geti fleytt rjómann af umsækjendum til þess að skila betri statistík, bera þannig meira úr býtum úr kerfinu og orðið "betri" skólar og vinsælli fyrir vikið. Það er fullkomlega óásættanlegt að grunnskólabörn þurfi að búa við skipulegt misrétti af þessu tagi.
Og það hlýtur að vera alveg ferlegt að alast upp við þau skilaboð að framtíð manns og velferð sé í hættu ef maður kemst ekki inn í þann skóla sem mömmu finnst fínastur. Frábær leikur að innræta börnum sínum að þau verði að komast í þennan skólann frekar en hinn og væla síðan í fjölmiðlum um að börnin hafi orðið fyrir áfalli af því að það tókst ekki. Enn og aftur þurfa börnin að gjalda fyrir heimsku "fullorðna" fólksins.
Bárður Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 21:32
Mikið dáist ég af stelpunni að skora svona hátt í Íslensku og stærðfræði, hafandi svona stórfurðulega "mömmu" hangandi yfir sér allt sitt líf !!
Þessi stúlka ætti að komast inn í alla skóla sem völ er á, bara fyrir það eitt !! Jafnvel eiga kost á áfallahjálp sökum truflunar í uppeldi.
Þvílíkt HELVÍTIS kjaftæði getur lekið út úr fullorðnu fólki
Runar (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 22:20
Eitt sem ég gleymdi að minnast á varðandi pistilinn hennar Guðrúnar.
Bentu mér á hvar ég er að gera grín að unglingum? Ég er ekki að gera grín að unglingum á neinn hátt. Ég geri grín að foreldrunum sem fyllast þvílíkri sjálfsumglaðri reiði að þeir nái ekki upp í nefið á sér af heilagri vandlætingu. Ein og ég hef margoft komið inná, þá er það þessi forsjárhyggja og ofverndun sem að er að skapa aumingja. Ofdekraða, ofverndaða og snobbaða aumingja í ákveðnum tilfellum, því það læra börnin sem fyrir þeim er haft.
Þú segir að mín kynslóð hafi skapað þetta bankahrun og Icesave ævintýri. Mín kynslóð (og sú á undan) komu Icesave ævintýrinu á koppinn. Það virðist þannig vera stundum af fréttaflutningi á Íslandi að dæma að það sé hvergi annarsstaðar kreppa. Bankakreppan er heimsfyrirbæri og engin þjóð er undanþegin henni.
Lesandi (athugasemd No 9), mér dettur ekki í hug að koma með einhverjar lausnir varðandi þetta Icesave dæmi allt. Ég hef ekki hundsvit á því og á í nógu miklum vandræðum með að láta mína fáu aura duga milli útborgana. Ég veit ekki einusinni hvernig menn komu sér í þetta klúður. Það sem mér svíður hinsvegar er að þessir blessuðu bankamenn (háskólagráður að verki, sýnist mér) hafi fokkað því upp að gera þessi fyrirtæki að Breskum og Hollenskum fyrirtækjum. Sýnist sem að þá hefði málið verið dautt. En hvað veit ég? Ekki mikið.
Ég hef fasta vinnu, meira að segja góða vinnu. Miðað við hvernig málum er háttað á Íslandi í dag þá dettur mér ekki í hug að flytja á Ísafoldina góðu næstu árin. En ég hef áhyggjur af mínum börnum. Ég bý í Bandaríkjunum, og þar þýðir sko ekkert að sækja um skóla 1, 2 og 3 nema þú eigir pening til að borga fyrir námið. Og það mikið af pening. Það er sko ekki sjálfgefið að krakkarnir mínir komist í mennta- og háskóla nema ég nái að nurla fyrir því á einhvern máta á næstu 13 árum. Og það, vina mín, er kallað að vera bundinn á klafa. Njótið þess að komast í framhaldsskóla á annað borð, það er nefnilega ekki sjálfgefið.
Ef á móti blæs þá taka menn á því og fást við það. Þannig er lífið. Annars er það ekki mikið líf sem menn eiga framundan.
Bittinú.
Heimir Tómasson, 24.6.2009 kl. 01:18
Ég spái því að þessi stelpa (og sennilega mamma hennar líka) sé mökkmáluð ljóska, sem þekkir ekki orðið "NEI". Velkominn í "the real live" !
Dexter Morgan, 24.6.2009 kl. 08:23
Vel gert og vel orðað, mér hefur einmitt verið hugleikið hvernig orð og merkingar eru gengisfelldar hér á landi með svona þvaðri og dramatík.
Hunda og laxveiðrifrildi á Geirsnefi er t.d. kalla "styrjöld".
Mótmæli eru að verða bara hvert annað tuð....hehehe
Leti er að verða þunglyndi..
Einmitt og sjálfsvorkun er næg ástæða til að fara í áfallahjálp vegna þessa að maður kemst ekkí í þann skóla sem manni langar í og vinkonurnar vilja fara í, fyrir utann að hver er búinn að ákveða að verða viðskiptafræðingur þegar hann/hún er 16?
Jahérnahér....
Einhver Ágúst, 24.6.2009 kl. 10:26
Einhver hér ofar sagði að það væri búið að fella niður samræmduprófin, en er það rétt???? Þetta var kynnt fyrir mér og mínum að nú væri þetta VAL hjá krökkunum hvort þau tæku þessi próf, og það er ekki það sama og fella þau niður.
Minn strákur tók 2 samræmd próf í vetur en hann er í fjórða bekk fékk 9,5 í stærðfr og 6,5 ísl svo ég monti mig í leiðinni og 10 bekkur tók þau líka, þ.e þau sem það vildu. Meðan þetta snýst um einkunnir í framhaldsskólana verðum við að hvetja krakkanna til að taka þessi próf ella gera þeim grein fyrir afleiðngunum er það ekki??? Og ef við viljum breytingar þá að vinna að þeim en ekki hlaupa í gír dramadrottningar eins og umrædd kona gerði.
En Heimir þetta er alveg frábær uppsetning hjá þér og nákvæmlega sú upplifun sem ég hafði af þessari frétt.
(IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 11:45
Þarna er ég alveg sammála þér Heimir. Lífið er ekki sanngjarnt og enginn sagði að það væri það... Get busy living or get busy dying!
Kveðja út frá Klakanum, Sjonni
Sigurjón, 27.6.2009 kl. 00:56
Alveg sammála þessu. Það er svo ógeðslegt hvernig mbl.is gefur sér að Hagaskóli séu með marktækari próf en aðrir og að þessir fjórir "toppskólar" séu eitthvað betri en hinir. Það eru ekkert betri kennarar í þessum svokölluðu toppskólum, launin eru jafnhá og þar að auki svo stutt síðan þeir fóru að draga að sér "betri" nemendurna þannig að ekki hefur verið beint slegist um kennarastöðurnar þarna. Þetta er bara snobb og ekkert annað.
Rutép (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 17:25
Heimir, þetta er tær snilld.
Snobbið og frekjan sem einkennt hefur íslenskt samfélag á undanförnum árum speglast vel í þessari frásögn.
Góð úttekt.
Ég er að spá í að prenta út eins og hundrað eintök af þessum pistli þínum og hengja hann upp á ljósastaura víðsvegar um borgina.
Hjalti Tómasson, 2.7.2009 kl. 10:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.