Úrelt fánalög.

Halldór Jónsson skrifar stórgóða grein um þessi fornaldar fánalög sem eru í gildi á Ísafoldinni góðu. 

Fyrir þá sem ekki vita þá bý ég í Bandaríkjunum og flagga Íslenska fánanum allan sólarhringinn og er stoltur af, þrátt fyrir skot samstarfsmanna sem vita vel hvernig komið er fyrir Íslandi (skotin eru reyndar í góðu. Maður finnur fyrir samkennd og samúð hjá fólki).

Það sem menn verða að passa sig á er að helst hafa Bandaríska fánann uppi líka þegar menn flagga sínum eigin þjóðfána. Mér finnst það vera mjög skiljanlegt. Íslendingar hafa lengi sagt að ef menn vilja flytja til Íslands og verða Íslenskir borgarar þá verði þeir að beygja sig undir þær reglur sem hér gilda. Eitthvert veitingahúsið flaggaði eitt sinn Thailenska fánanum og nöldruðu menn yfir því að ekki skyldi Íslenska fánanum flaggað til jafns, þetta fólk væri nú einusinni á Íslandi en ekki í Thailandi. Auðvitað á það sama að gilda fyrir Íslendinga erlendis.

Fánalögin eru barn síns tíma. Þessar fáránlegu reglur um að ekki megi skarta svo mikið sem fánalitunum er einhver sú almesta della sem að um getur í þessum annars fáránlegu lögum. Ber skemmst að minnast þegar Stuðmenn (held ég) seldu boli með skjaldarmerkinu. Nokkrir skraufþurrir embættismenn trufluðust í sínum fílabeinsturni og var gripurinn góði að endingu tekinn af markaðnum. Sá bolur var markaðssettur vegna þess að Stuðmenn voru að spila í Danmörku og vildi þeir með þessu sýna stolt sitt yfir því að vera Íslendingar. Onei. Embættismennirnir (og embættismanna wannabees) settust beint á gamla góða kústskaftið og náðu ekki upp í nef sér af hneykslan. Ég held að þetta ágætisfólk sem að fer hamförum þegar fánanum er flaggað utan opinbert viðurkenndra tímabila og kjötpakkin í Hagkaup er með rauða, hvíta og bláa rönd ætti að snúa sér að því að lesa Einar Ben og láta okkur hin hérna í raunveruleikanum í friði.

Það er alltaf verið að tala um landkynningu, kynna kosti lands og þjóðar til að fá inn fleiri ferðamenn. Á sama tíma gera þessi sömu stjórnvöld (sama hvaða flokkur er við völd) allt sem í þeirra valdi stendur til að stemma stigu við áframhaldandi vexti ferðamannaiðnaðarins. Skattahækkanir, álögur og sífellt aukin nýting á hálendinu taka sinn toll. Nú, öðrum tímum frekar finnst mér vera nauðsynlegt að menn sýni samhug og flaggi öllu því sem Íslenskt er. Það verður að hafa í huga að 99% fólks í þessum löndum sem að Ísland er að slást við varðandi þessa IceSave samninga, stendur alveg hjartanlega á sama um allt þetta bull. Það fólk hefur bara sínar gömlu (og nýju reyndar) áhyggjur, hef ég vinnu á morgun, get ég fætt og klætt fjölskylduna? Ef einhverjir lögðu tugi- og hundruði þúsunda Evra inn á einhverja dularfulla reikninga þá er það bara þeirra vandamál.

Auglýsum skerið, notum fánann og litina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir hlý orð í minn garð. Þetta er mun betri pistill hjá þér en mér þó meiningin sé sú sama. Takk fyrir þessar hugmyndir og reynum báðir að berjast fyrir þeim.

Halldór Jónsson, 18.6.2009 kl. 18:28

2 Smámynd: Sigurjón

Jamm, það mætti flagga fánanum oftar...

Sigurjón, 18.6.2009 kl. 20:11

3 Smámynd: Sigurjón

Er annars einhver von á þér á Skerið á næstunni?

Sigurjón, 18.6.2009 kl. 20:11

4 Smámynd: Heimir Tómasson

Kannski með haustinu í einhverja daga, en það er allsendis óvíst. Og reyndar ólíklegt. Þannig....nei?

Film at 11.

Heimir Tómasson, 18.6.2009 kl. 20:43

5 Smámynd: Sigurjón

Ok, en þú lætur vandlega vita ef þú kemur, ekki satt?  Þá verður skipulagður hittingur!

Sigurjón, 18.6.2009 kl. 21:34

6 Smámynd: Heimir Tómasson

Endilega, væri bara gaman. Ertu ekki með MSN eða Skype?

Heimir Tómasson, 18.6.2009 kl. 22:16

7 Smámynd: Sigurjón

MSN: sjonni@bjarki.net

Sigurjón, 19.6.2009 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband