29.4.2009 | 14:52
Vitleysingur
Paranojan og siðblindan eru alveg hreint ótrúleg hjá þessu manngerpi. Nú veit ég ekki hvort það hefur verið unnið skipulega gegn honum, ekki kæmi mér það á óvart en hitt veit ég að þegar ég hef kosið Sjallana (dálítið síðan síðast) þá strikaði ég nafn Árna út alveg á mínum eigin forsendum. Mér þótti sem Sjálfstæðisflokkurinn væri að gera góða hluti og en sá rautt þegar ég sá nafn Árna. Til að gera mannfýlunni jafnhátt undir höfði og öðrum, þá á hann heiður skilinn fyrir það sem að hann hefur áorkað í gegnum tíðina fyrir kjördæmi sitt (sem að hefur reyndar oftast nær samanstaðið af Vestmannaeyjum, ekki suðurlandi). Á hinn bóginn er hann dæmdur glæpamaður og á af þeim sökum ekkert erindi inn á alþingi, uppreisn æru eða ekki.
Hvað sem að aðrir þingmenn gera eða hafa gert af sér er svo annað mál. Ef að dómur hefur fallið í refsimáli gegn þeim þá eiga menn ekkert erindi inn á þing. Alveg það sama átti að ganga yfir þarna þingmanninn sem að komst ekki í setningu alþingis af því hann var að sitja af sér dóm vegna ölvunaraksturs. Ég veit vel að þetta myndi hafa þau áhrif að sumir sem ég myndi mjög gjarnan vilja sjá á þingi kæmust ekki inn en eitt verður yfir alla að ganga.
Ef að menn ætla að fara að banna yfirstrikanir þá finnst mér vera vegið að lýðræði. Þetta er bara enn ein ástæðan fyrir því að leggja á niður þetta flokkakosningakerfi og taka upp einstklingskosningar. Þá eru útstrikanir að sjálfu sér niðurlagðar.
Bittinú.
Árni Johnsen segir skipulega unnið gegn sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.