12.3.2009 | 11:42
Blessuð gæslan...
Mér er bara spurn. Af hverju leggja stjórnvöld hreinlega ekki niður gæsluna alfarið? Málum er nú svo komið að hún getur ekki sinnt lögboðnu hlutverki sínu nema með höppum og glöppum vegna féskorts. Á meðan er hægt að dæla milljörðum á milljarða ofan í þessa vitleysu sem varnamálastofnun er. Við höfum þegar stofnun sem getur séð um allt sem að varnarmálastofnun sinnir (hvað sem það annars er) sem er LG. Sama með loftferðaeftirlitið, þar höfum við flugmálastjórn í náinni samvinnu við LG. Það er óþarfi að stofna nýjar stofnanir trekk í trekk þegar þessum störfum er hægt að sinna á aðra máta.
Ég segi eins og er, ég er feginn að vera ekki til sjós lengur, mér leið alltaf vel að vita að Gæslan myndi leggja sig alla fram og meira en það að koma okkur til bjargar ef út af brygði. Í dag er staðan sú að sennilega þurfa starfsmennirnir sjálfir að leggja til fyrir bensíni á relluna, nú eða skipið. Ég er ekki viss um að ég næði að halda mér á floti svo lengi.
Danski sjóherinn hikar í samstarfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er skandall! Forgangsröðunin er svo klikkuð að maður hreinlega skilur hvorki upp né niður í þessu... það er bara tímaspursmál hvenær þetta fjársvelti LG og stjórnunar-erfiðleikar eiga eftir að kosta mannslíf. Nú eru engar Blackhawk þyrlur í Keflavík til að hlaupa í skarðið lengur og svo ætla þeir að flækja samstarfið við Danina að óþörfu... hvað er að þessu fólki sem öllu ræður?
Róbert Björnsson, 12.3.2009 kl. 18:16
Stjórnarsvelti sennilega....
Heimir Tómasson, 12.3.2009 kl. 19:58
Hvað hefur varnarmálastofnun með Landhelgisgæsluna að gera ? Er Gæslan skilgreind í stjórnkerfinu sem varnarlið ?
Margt vitlaust hefur frá Birni Bjarnasyni komið í þessum efnum en þetta er með því vitlausara.
Gæslan er löggæslustofnun og björgunarþjónusta og ekkert annað. Í mörg ár hefur Gæslan verið í svelti meða endalausum peningum er dælt í allskonar gæluverkefni, tengd hugðarefnum Björns Bjarnasonar.
Það er á hreinu að ráðamenn þjóðarinnar bera litla virðingu fyrir sjómönnum og því sem þeir leggja af mörkum í þjóðabúið. Eftirlaunabullið eitt og sér og skuldbindingar því tengt myndi duga til að reka Gæsluna með sóma og af fullum afköstum í mörg ár. Þetta sýnir raunveruleikafyrringuna að enn skuli menn ekki hafa breytt um stefnu þrátt fyrir að Birni skuli hafa verið skipt út. Vonadni breytist það.
Hjalti Tómasson, 13.3.2009 kl. 07:50
Jú Hjalti, enda segi ég "hvað sem það er" varðandi varnarmálastofnun. Björn Bjarnason var orðinn gersamlega veruleikafirrtur undir restina, þó svo að gamlir löggæslumenn hafi hrósað honum fyrir margt sem að hann gerði þó fyrir löggæsluna. En Sigmund náði honum alltaf vel í brynjunni. Mér fannst Don Kíkóta líkingin vera nokkuð góð, ekkert nema vindmyllur á sveimi.
Gæslan er lögregla og björgunarþjónusta. Punktur. Samskipti við erlenda björgunaraðila á að fara fram í gegnum gæsluna. Og gæslan á að ´fá fjármuni til að sinna sínu hlutverki. Leggja þessa varnarmálastofnun niður í núverandi mynd, póstkassi kæmi að jafngóðum notum.
Heimir Tómasson, 13.3.2009 kl. 09:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.