10.11.2008 | 12:15
Dagar Íslensgukunátunar eru talnir.
"...óskaði eftir að fá að neyðarlenda vél á vellinum." Leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér en mig rekur minni til að talað hafi verið um nauðlendingar í þessu samhengi. Kosturinn er þó að hann náði að setja yfsilon á réttan stað. Þannig að "au" reglan hefur síast inn hjá honum þótt almennur lesskilningur hafi yfirgefið samkvæmið.
Ég held að mbl.is ætti að skylda "blaða"mennina sína til að setja upphafsstafi eða tölvupóstfang við upphaf fréttanna svo að maður komi undirbúinn. Ég er nokkuð viss um að þetta eru sömu einstaklingarnir trekk í trekk sem að klúðra þessum fréttum.
Daburlegt.
Þota Ryanair nauðlenti í Róm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:22 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 31214
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Allrahanda bulltónlist
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- kht
- omarragnarsson
- sigurjon
- stormsker
- prakkarinn
- hallurg
- robertb
- nanna
- sigmarg
- ea
- mymusic
- sigjons
- latur
- tommi
- palmig
- tharfagreinir
- isdrottningin
- pannan
- zerogirl
- hexia
- furduvera
- skrekkur
- texi
- elinarnar
- kari-hardarson
- ellasprella
- gudni-is
- saedis
- aulinn
- quackmore
- perlaheim
- davidasg
- jonaa
- blekpenni
- haugur
- agbjarn
- siggathora
- krossgata
- dvergur
- katja
- runsi
- helgadora
- gudrunlilja
- gellarinn
- christinemarie
- hlynurs
- valgeir
- roslin
- vga
- offari
- saemi7
- katanesdyrid
- ingibjorgelsa
- magnusvignir
- eyja
- domubod
- zeriaph
- hlynurr
- gesturgudjonsson
- hosmagi
- nabbi69
- hallkri
- manzana
- hjaltig
- illa
- gebbo
- helgafell
- svanurg
- boddihlo
- hugs
- sker-e
- rokkdruslan
- tibet
- sigurgrimur
- veran
- apamadurinn
- brobba
- upprifinn
- lucas
- laufabraud
- arnorbld
- axelthor
- aslaugfridriks
- baldurkr
- gattin
- ding
- esgesg
- hjolagarpur
- isfeldid
- gregg
- alit
- jarnfruin
- meterinn
- birkire
- ringarinn
- jensgud
- jonsullenberger
- pesu
- steina
- valgardur
- postdoc
- vkb
Athugasemdir
HAHAHAHAHHA Þetta er bara fyndin frétt!
Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 12:37
Ég er ekki viss hvort þú sért að grínast en skrifar maður ekki "dapurlegt" ekki "daburlegt"? hmm ;)
ingvi (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 12:54
Það getur verið mjög fyndið þegar íslenskan er óvart fundin upp á nýtt, eins og þegar maður t.d. "neyðarlendir". 2 menn sem vinna með mér hafa í gegnum tíðina safnað ýmsum gullkornum frá ónefndum verktaka, sem hefur t.d. "slegið tvær flugur í sama höfuðið".
Óskar P. Einarsson (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 13:17
Ingvi, "daburlegt" var kaldhæðni.
Kristinn, ég veit að hugtakið neyðarlenda er til og er gott og gegnt orð. Oft komast menn að neyðarlendingu í e-h máli en í flugi er bara eitt hugtak til og það er nauðlending. Einnig sprettur fram á sjónarsviðið málvenja. Að tala um neyðarlendingu stingur í augun svo ekki sé meira sagt.
Þetta er bara mitt álit og að góðum og gegnum moggabloggarasið fyllist ég heilagri vandlætingu og get ekki orða bundist yfir óskapnaðinum. Reyndar verð ég að virða blaðamanninn fyrir nokkuð sterka málfarskunnáttu, svona miðað við hvað maður sér víða á mbl.is. Hérna http://aevark.blog.is/blog/aevark/entry/705871/ sést til að mynda eitt dæmið.
Heimir Tómasson, 10.11.2008 kl. 13:58
Ekki bara það að íslensku sé ábótavant í þessari frétt heldur er fréttin illa unnin í heild sinni. Ég bjó nú mjög lengi í Rómarborg og datt strax í hug að þetta hefði verið Fiumicino flugvöllur sem er aðalflugvöllur Rómarborgar (svona svipað og Heathrow í London) en þetta var nú víst bara Ciampino. Svoleiðis að "Flugvöllurinn í Róm" eins og þau komust að orði er einungis um 10 hliða völlur en ekki risastóri völlurinn á Fiumicino.
Kannski ég ætti bara að skrifa ítalskar fréttir fyrir Morgunblaðið.
Nína Björg Sæmundsdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 13:58
Sæll Kristinn aftur.
Ég skal vera fyrstur manna til að viðurkenna mistök ef eru. Þetta orðalag stakk mig aðeins og hafandi aldrei heyrt þetta orð notað í sambandi við flugmál áður, þá gerði ég ráð fyrir því að rangt væri með farið. Upp á engilsaxnesku heitir þetta "assume" og er oft einnig sagt þá "if you assume, then you make an Ass out of U and Me". Segir kannski allt sem segja þarf.
Heimir Tómasson, 10.11.2008 kl. 15:35
Ætlaði bara að kasta kveðju á þig garmurinn minn. Las pirrings pistilinn.. Góður eins og allt sem frá þér kemur.
Solveig (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 17:30
Hehe ég er þér sammála. Mér er illa við orðið neyðarlending í þessu tilviki og finnst fréttin illa unnin í alla staði.
Ég lenti í smá karpi um daginn þar sem ein góð vinkona mín sagði að það væri eitthvað að bjaga mömmu mína. Ég hef ekki heyrt það orð notað í þessu samhengi áður. Ég hef heyrt að það sé eitthvað að plaga manneskju eða þjaka hana en ekki bjaga hana. Eflaust er þetta mismunandi eftir landshlutum.
kv Eyja
Bjarkey Björnsdóttir, 10.11.2008 kl. 21:44
Upp á engilsaxnesku heitir þetta "assume" og er oft einnig sagt þá "if you assume, then you make an Ass out of U and Me". Segir kannski allt sem segja þarf. Þetta er nú með því skemmtilegra sem ég hef heyrt/lesið í langan tíma.
Bjargaði alveg deginum fyrir mér.
P.s Þú kíktir svo aldrei við til okkar hjóna eins og þú talaðir um?!?!?
Tína, 11.11.2008 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.