8.10.2008 | 23:23
Ég stal þessu alveg óforskammað...
... frá honum Billa vini mínum. Snilld alveg hreint! Vonandi fyrirgefur hann mér stuldinn.
Ísland er landið sem alþingi rýrir,
endalaust sandkassaleikurinn þrífst.
Ísland er land þar sem lið okkur stýrir,
lið sem í gróðaleit einskis nú svífst.
Ísland er land sem að lögin svo skýrir,
að lögbrot það sé ef af klámi þú hrífst.
Ísland er land sem að í okkur pírir,
örlitlum bótum þá föllum við dýpst.
Ísland er landið sem lán okkur veitir.
Lán sem að vaxa frá degi til dags.
Ísland er landið sem okrarar feitir,
einokað geta sér sjálfum til hags.
Ísland er landið sem lamar nú sveitir,
landsbyggðarmennirnir flýja allt baks.
Ísland er landið sem í okkur hreytir,
ónotum, viljum við jafnrétti strax.
Ísland er landið sem öldruðum hafnar.
Öryrkja skattleggur þjóðanna mest.
Ísland er land þar sem iðnaður dafnar.
Umhverfissóðar hér menga nú flest.
Ísland er landið sem endalaust safnar
erlendum skuldum og frjálshyggjupest.
Ísland er land sem að endingu kafnar;
eg vil nú samstundis kalla á prest!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.