14.8.2008 | 10:28
Sjáum nú til...
Ég hef ekki tölu á þeim fjölda skipta sem ég fór til Alaska meðan ég var hjá Marel á Íslandi. Sama hvort fyrirtækið (Síminn - Vodafone) Marel skipti við, ekki var til umræðu að ná sambandi í gegnum Íslensku símana eftir að frá Seattle var farið. Ég hringdi (eftir að heim var komið - sleppið bröndurunum) og spurðist fyrir um þetta og fékk þær upplýsingar - kannski ekki óvæntar - að ekki væri nægur fjöldi sem ferðaðist þarna til að réttlæta kostnaðinn við reikisamning.
Svo Bjössi minn, hvað heldurðu að það séu margir Íslendingar á ferð þarna gegnumheilt? Þú, af öllum talsmönnum kapítalista á Íslandi ættir nú að gera þér það ljóst að það myndi ekki svara kostnaði fyrir þá. Langeinfaldasta (og ódýrasta) lausnin er að kaupa fyrirframgreiddan síma í Seattle eða hvaðan sem þú ferð og nota hann.
En ég neita því ekki að þetta pirraði mann alveg óskaplega.
Ekki íslensk farsímaþjónusta í Fairbanks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kvitt
Heimir Eyvindarson, 14.8.2008 kl. 10:37
Þetta er ekkert. Hvorki ég né ferðafélagi minn gátum hringt heim frá Minneapolis þegar við vorum þar fyrir viku, og hvað koma margir Íslendingar til Minnepolis á ári hverju? Það var að ekkert mál að senda sms, en að reyna að hringja endaði alltaf með svari frá símsvara sem tilkynnti mér að ég væri ekki með þessa þjónustu á símanum hjá mér, þrátt fyrir fullyrðingar Símans um annað áður en ég fór í ferðina.
Jóhanna (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 11:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.