Ég veit ekki alveg hvað er að...

OK. Málið er þetta.

Mikið af strákum sem fer á útihátíðir eru svona kannski frekar óheppnir í samskiptum við hitt kynið. Eða kannski sama kynið, hvað veit maður. Svona fjöldafyllerí sem eru til siðs hér á landi og eru reyndar einsdæmi í svokölluðum siðmenntuðum samfélögum, gera það að verkum að fólk verður illa girt, eins og stendur í textanum. Það eru bæði kynin sem stunda þetta og þarf ekki útihátíðir til. Hvað hefði gerst ef að textanum hefði verið snúið við, ef þetta væri ort í orðastað kvenmanns? Ég stórefast að félag einstæðra feðra hefði truflast og látið móðann masa eins og raunin hefur verið með þetta bull alltsaman.

Enginn, allra síst höfundur textans hefur haldið því fram að þetta snúist um eðlilega hegðun í samskiptum kynjanna. Enda eru útihátíðir í bland við brennivín ekki beint hvetjandi til þess að eðlileg samskipti eigi sér stað. Munið að lagið heitir "Þjóðhátíð 93". Svona var þetta þá. Ég hugsaði á þeim tíma nokkurnveginn eins og textinn segir og ekki hef ég nauðgað neinum.

Þannig að hættið í guðsalmáttugsbænum þessu déskotans röfli og snúið ykkur að því sem máli skiptir. Skemmtitexti eftir Baggalút á ekki eftir að verða valdur að nauðgunum.


mbl.is „Texti Baggalúts snýst ekki um eðlilega hegðun"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marilyn

ERfitt að nauðga dauðum karlmönnum sem ná honum þal. ekki upp.

Það þekkist samt alveg og er alveg jafn alvarlegt - en þegar sett er í gríntexta (og ég veit alveg að þetta er "dsjóg") að útihátíð sé fínn staður til að finna konur sem hafa ekki rænu á að segja nei eða berjast á móti þá hlýtur einhver að gagnrýna það og benda á að þetta dsjóg sé ekkert sérstaklega fyndið og í raun vanvirðing við þá sem í þessu hafa lent. Ef þarna stæði að kófdrukknir og myndarlegir karlmenn lægju dauðir eins og hráviði og að konur ættu að nýta sér það hefðu líklega margir kváð við: "hvernig?" og jafnvel hlegið að þessum undarlega viðsnúningi.  Hinsvegar held ég að ef þarna hefði staðið "kófdrukknir stráklingar - tilvaldir fyrir eldri menn í leit að einnar nætur gleymsku - sérstaklega ef konan þeirra má ekki fatta" eða eitthvað í þeim dúr, hefði einmitt sami alvarlegi undirtónninn. ER í lagi að nauðga dauðum strákum? NEI - ekki frekar en það er í lagi að nauðga dauðum stelpum.

Ég er samt sammála því að ég held að þær verði ekkert fleiri nauðganirnar út af þessum texta en þetta er hins vegar lóð á vogarskálar þeirra fordóma sem segja að stelpunni sé um að kenna fyrir að drekka svona mikið/klæða sig svona/fara þangað osfrv.  Þótt þeir meini þetta á þennan háttinn eða hinn þá hljóma skilaboðin þannig að það sé ekki jafn mikið taboo að notfæra sér ofdrykkju annarra og það ætti jú að vera. 

Marilyn, 31.7.2008 kl. 14:07

2 Smámynd: Heimir Tómasson

"Í brekkunni ég brölti til þín
og ég bauð þér pent að skríðí tjaldið til mín."

Ég sé hvergi minnst á "alvarlegan undirtón" þ.e. nauðgun í þessum texta.

"Slíkt ber að nýta sér". Minn skilningur á þessari línu textans er sá að stelpurnar séu - jú einmitt - lausgyrtari í glasi. Það er hvergi minnst á nauðgun.

Enn og aftur viljiði í almáttugs bænum hætta að taka þetta svona alvarlega.

Heimir Tómasson, 31.7.2008 kl. 15:06

3 identicon

Hefur þú einhverntíma "tekið" stelpu sem að er ofurölvi sem að ekki tjáir sig um hvort hún vilji kynmök eða ekki? Já? Nei?

Ef þú hefur gert það þá ert þú sekur um nauðgun. Það eru fullt af íslenskum karlmönnum sem hafa gert þetta og finnst það fullkomlega eðlilegt. Einn sagði við mig að "hún hefði bara átt að passa sig, eða allavega vera í þannig ástandi að hún gæti sagt nei".

Vandamálið við þessi rök er sú að grunn hugmyndin er að karlmenn hafa  rétt á því að nota líkama kvenna, hvar sem er, hvenær sem er. Hitt vandamálið er að það er verið að gera óhæfa manneskju ábyrga fyrir hegðun geranda. Það er HANN sem á að passa sig, ekki hún.

Ef að þú ferð að heiman og skilur eftir opin glugga, ertu þá að segja að hver sem er megi fara inn í húsið þitt og taka það sem að þeim langar í? Nei.

Ef þú skilur bílinn þinn eftir á bílastæði, má hver sem er stela honum? Nei.

En þetta er rökvillan sem að viðgengst á Íslandi í dag hvað nauðganir varðar. Konur eiga ekki að ÞURFA að segja nei. Þær eiga ekki að ÞURFA að passa sig. Þær eru ekki ábyrgar fyrir hegðunum karlmanna.

Textinn í þessu lagi gerir grín að þessum rökvillum og meðlimir Baggalúts eru að syngja um þetta eins og þetta sé eitthvað sniðugt.

En þetta er ekki sniðugt. Þetta ýtir undir þær hugmyndir að það sé eðlilegt að grípa eina áður en hún kemst undan, eða til meðvitundar, eða hvað það nú er.

KL (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 15:29

4 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ef textanum hefði verið snúið væri það ekkert betra.  Textinn er bara subbulegur og röng skilaboð til ungra krakka.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 31.7.2008 kl. 16:20

5 identicon

Nanna Katrín:

"Textinn er bara subbulegur og röng skilaboð til ungra krakka."

Þarna er góður punktur. Ég held nefnilega að við sem erum að ræða þetta hér hvort heldur með eða móti þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur okkar vegna, ennnnnnnn ungar stelpur sem eru að fara á Þjóðhátíð í fyrsta sinn og etv. að drekka í fyrsta sinn og vita því ekki hvernig vínið fer í þær, eru svo dæmdar sem kóffullar kellingar sem sjálfsagt er fyrir karlmenn að notfæra sér. - Því segi ég: "Ungir karlmenn á leið á Þjóðhátíð, þetta er anskotann ekkert grín. Ykkur væri nær að sýna ábyrga hegðun og koma þessum stelpum til hjálpar frekar en að notfæra ykkur þær. Þið fengjuð jafnvel nokkur prik hjá þeim út á það síðar meir, fyrir að sýna SANNA KARLMENNSKU.

Míló (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 17:02

6 Smámynd: Heimir Tómasson

Neineinei. Hættið að taka þetta bókstaflega.

KL: Nei það hef ég ekki gert og textinn fjallar ekki heldur um það.

Eins og ég hef sagt tvisvar hér á undan þá er hvergi verið að tala um að notfæra sér ofurölvi og dauðar konur. Textinn fjallar á skýran máta um það að þær láti það hreinlega auðveldar þegar þær eru undir áhrifum.

Eins og ég sé þetta þá snýst málið um nokkrar línur í þesum texta.

"Slíkt ber að nýta sér.
Því skaltu flýta þér
og reyna að góma mey
meðan þær geta ekki hlaupist burt úr Heimaey."

Ok. Greinilegt er að textarnir hans Ása í Bæ hefðu fallið betur í kramið hjá mörgum moggabloggaranum. Kannski er ég siðblindur, kannski er ég það að einhverra áliti en það eina sem að ég sé útúr þessum texta er að pilturinn kemur á þjóðhátið með það fyrir augum að detta í það og fá sér að ríða. Sama gerði ég á þjóðhátíðarárunum mínum.  Hvergi er minnst á nauðgun, né heldur hún gefin í skyn.

Þessi texti fjallar að mínum dómi um dæmigerðan korteríþrjú náunga sem getur ekki fengið sér á broddinn nema daman sé komin í glas og þar af leiðandi búin að lækka standardinn.

Bittinú.

Heimir Tómasson, 31.7.2008 kl. 17:08

7 Smámynd: Marilyn

Eitt er að lækka standardinn - sem ég er viss um að við höfum margar gert - en annað að "geta ekki" (eins og segir í textanum) valið eða hafnað.

Þetta á að hljóma eins og þú ert að lýsa því en það sem ég heyri er tengt því sem kemur á undan laglínunum sem þú notar - að dalurinn fyllist af kófdrukknum kvenmönnum. "slíkt ber að nýta sér" - sum sé, það er konunni að kenna ef hún hefur ekki rænu á að neita þér.

Er búin að benda á á nokkrum stöðum og ætla að gera það hér aftur að þeir segja að 99% karla (einhleypra) fari á þjóðhátíð í leit að kynlífi - textinn gefur til kynna að það eina sem karlmenn fari fyrir sé sénsinn á að ná í viljuga konu. Eru karlar ekki orðnir neitt þreittir á þessari staðalímynd? Karlar eru bara graðir gaurar á fylleríi að leita sér að kerlingu til að ríða og þeir fara bara á djammið til að ríða, og þeir eru allir til í að notfæra sér það hvað konan er drukkin osfrv.

 Ég veit að karlar eru ekki svona upp til hópa og greddan getur jú gripið bæði kynin jafnt. Það er svolítið leiðinlegt að óharðnaðir unglingar og fleira fólk sé alið upp við þau viðmið að konur kunni ekki að drekka og að karlar hugsi bara um kynlíf. Mér finnst þetta vera algjörlega afturábak-þróun í umræðunni - og þótt textinn eigi sér stað 93 er gefið í skyn að svona sé þetta alltaf svo ártalið er engin afsökun.

Marilyn, 31.7.2008 kl. 20:05

8 Smámynd: Heimir Tómasson

Persónulega veit ég ekki um neinn karlmann sem er orðinn þreyttur á staðalímynd. Að við séum bara graðir gaurar á fylleríi er nefnilega nokkurnveginn í mark, á aldrinum 16 til 19-20 allavegana og sem ég segi þá hafa menn á þeim aldri minnstar áhyggjur af staðalímyndum.

Þeir unglingar sem að ég hef talað við (af báðum kynjum) hlæja að þessum texta og þeir allir sem einn hafa einnig hlegið að þessari hysteríu sem hefur gripið um sig. Ef menn ætla að flippa út af þessu held ég að margur rapptextinn væri stórum hættulegri. Þetta er farið að minna mig talsvert á vitleysuna sem var í gangi gegn Judas Priest þegar þeir voru sakaðir um að hvetja unglinga til sjálfsvígs í gegnum texta sína. Þeir höfðu reyndar eitt svar við því. Ef hægt væri að hafa þau áhrif á fólk þá myndu þeir frekar fá þá til að kaupa fleiri plötur.

Hvað um það. Mér finnst nóg komið og á hreinu er að menn lesa það sem þeir vilja út úr þessum texta. Mér finnst sem menn séu að reyna að lesa eitthvað útúr þessum texta sem að er alls ekki þar. Það er verið að lýsa því hvernig spólandi unglingspiltar hugsa og ef allt ætlar í loft upp útaf bersögulli textagerð, þá er nú fokið í flest skjól. Bragi Valdimar Skúlason er einhver besti textahöfundur sem landið byggir um þessar mundir, einmitt af því að hann kemur textanum skýrt og skilmerkilega til skila.

Það virðist því miður hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá mörgum.

Heimir Tómasson, 31.7.2008 kl. 21:32

9 Smámynd: Marilyn

Mikið vorkenni ég þér ef þú trúir því virkilega að þetta sé satt. Ertu sem sagt að segja að strákum á aldrinum 16-20 (sem ég tel að sé ekki markhópur baggalúts) sé ekki viðbjargandi vegna greddu og að hún sé eina aflið sem knýr þá áfram? Þú hefur greinilega ekki mikla trú á þínu eigin kyni. Á meðan þér finnst eitthvað karlmannlegt við það að þykjast rekinn áfram af greddunni einni saman er ólíklegt að þú áttir þig á því hvað það er í rauninni vitlaust. Og um leið kyndir þú undir þessa umræðu að karlmönnum sé bara ekki sjálfrátt þegar þeir sjá sætar stelpur í stuttum pilsum - þær verða bara að passa sig að vera ekki svona sexý eða hvað?

og ég veit að ég er komin langt út fyrir textann sem umræðan snýst um - en það er samt þetta sem umræðan snýst um í rauninni, þessi fáránlegu viðhorf og hvort verið er að kynda undir þeim eða ekki. Ég óttast enganveginn að textinn verði til þess að fleiri nauðga um versló... ég óttast hins vegar að allt þetta djók um hvernig karlar eru og hvernig konur eru verði að súrum húmor og ömurlegum raunveruleika fyrir rest. Það er ákveðið virðingarleysi í gangi milli kynjanna sem þarf að kippa í lag.  

Marilyn, 31.7.2008 kl. 23:18

10 Smámynd: Heimir Tómasson

Hvar í ósköpunum minntist ég á að það væri karlmannlegt að vera rekinn áfram af greddunni? Ég er bara hreinlega að segja að hugsunin er mest á þennan máta hjá þorra drengja á þessum aldri. Sorrí en það er satt. Kannski það passi ekki við heimspekilega heimsmynd sumra, en sannleikurinn er oft sár. Það er heldur hvergi minnst á - hvorki í textanum né blogginu - að mönnum sé ekki sjálfrátt.

Það er alveg hárrétt hjá þér að það sé ákveðið virðingaleysi í gangi milli kynjanna og það er einmitt það sem að gert er gys að í þessum texta, ef menn vilja kafa svo djúpt. Miðað við allt annað sem menn lesa útúr þessum texta ætti ekki að vera vandamál að lesa það út úr honum.

Heimir Tómasson, 31.7.2008 kl. 23:49

11 Smámynd: Sigurjón

Voðalega þarf fólk að taka þetta bókstaflega.  Þetta er dægurlagatexti og á ekki að taka alvarlega, né fara eftir í smáatriðum.  Geta menn ekki lengur samið tvíræða texta án þess að fólk haldi því fram að þeir séu að hvetja fólk til að fara eftir því sem sagt er í textanum í einu og öllu?!  Voðaleg andskotans viðkvæmni!

Sigurjón, 1.8.2008 kl. 02:25

12 Smámynd: Róbert Björnsson

It takes two to Tango!   Mig grunar nú að flestar stelpur sem fara á þjóðhátíð í Eyjum, fari þangað með svipuð plön og strákarnir... varla fara þær bara til að hlusta á Árna Johnsen! 

Annars er það eiginlega þjóðarskömm að þessar ungligadrykkju-svalls-hátíðir skuli viðgangast enn árið 2008...veit ekki til þess að þetta sé stundað í nokkru öðru "siðmenntuðu" landi.

Róbert Björnsson, 1.8.2008 kl. 04:33

13 identicon

Þetta er svona í öllum vestrænum löndum og öll eru þau að farast úr áhyggjum yfir því að "svona er þetta hvergi annars staðar". Svíar eru að fara á límingunum yfir sumarhátíðunum sínum í ár, Danir hefja upp sömu raustina í kringum hverja Roskilde, Þjóðverjar eru með góðan slatta af svona fylleríshátíðum og Bretar sennilega mest af þeim öllum. Alls staðar sama sagan og alls staðar sama hræsnin í fólki sem sjálft stundaði þetta fyrir 20 árum nema "þá var þetta miklu betra, við vorum aldrei svona slæm".

"Ekki eðlileg hegðun" segir feministafélagið, hvað er "eðlileg hegðun"? Getur það ekki farið að teljast eðlileg hegðun þegar verulega stór hluti hópsins af báðum kynjum hegðar sér svona á hverju ári, ákveðinn aldurshópur sækir í þetta og stundar af áfergju? Svo þegar einstaklingurinn kemst á ákveðið stig (þroska-, aldurs- eða hvað sem fólk vill kalla það) hættir hann því einfaldlega.

Feministar eins og aðrir sanntrúaðir telja sig svo mikið betri en aðra að þeir hafi einhvern rétt til að dæma hegðun annarra út frá sínu eigin "æðra siðaferði". Nákvæmlega eins og margir aðrir hópar sem "vita betur", öfgasinnaðir púritanar sem telja sig hafa óskoraðan rétt til að ákveða hvað er rétt og hvað er rangt, hvað er "eðlilegt" og hvað ekki.

Gulli (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 07:28

14 Smámynd: Heimir Tómasson

Takk fyrir þessar upplýsingar Gulli, ég verð hreinlega að viðurkenna að ég hafði ekki hugmynd um að þetta viðgengist í fleiri löndum. Og ferðast þó víða.

Heimir Tómasson, 1.8.2008 kl. 09:07

15 identicon

"Toddu þér nú inn í tjaldið hjá mér

María, María

Síðan ætla' ég að sofa hjá þér

María, María....."

Gæinn í textanum ætlar augljóslega að hella Maríu fulla, ef hún er ekki þegar búin að drekka frá sér rænuna, og nauðga henni svo....

Mundi (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 12:13

16 Smámynd: Heimir Tómasson

Hárrétt hjá þér Mundi. Og hvað með Frystikistulagið?

Heimir Tómasson, 1.8.2008 kl. 14:08

17 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Hvort sem þetta er svona eða ekki, þá er bara ekkert fyndið að vera kerling sem lendir í því að einhver noti sér það að hún er ofurölvi og óþarfi að hvetja til þess.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 1.8.2008 kl. 16:34

18 Smámynd: Sigurjón

Það er bara enginn að hvetja til þess.  Það er ekki hægt að halda því fram að dægurlagatextar séu einhver boð, hvað þá skilyrði.  Svona ritskoðunartilburðir eru óþolandi með öllu!

Sigurjón, 1.8.2008 kl. 17:15

19 identicon

Hárrétt hjá þér Nanna, nákvæmlega ekkert fyndið við það, enda er enginn að halda því fram.....

Hei, Heimir minn, ertu með númerið mitt? Endilega hringdu, ég held ég sé ekki með þitt. 

Mundi (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 18:41

20 Smámynd: Heimir Tómasson

Sammála Nönnu og Munda.

Nei Mundi, en sendu mér þitt númer á rattati@gmail.com

Heimir Tómasson, 4.8.2008 kl. 22:33

21 Smámynd: Hjalti Garðarsson

"Til eru fræ, sem fengu þennan dóm.

Að falla í jörð, en verða aldrei blóm."

Þarna er Haukur Morthens greinilega að dásama getnaðarvarnir!

Ég held að fólk sem er að túlka dægurlagatexta, ætti að láta athuga á sér hausinn. Það opinberar bara hvað það er sjúkt í hugsun.

Hjalti Garðarsson, 5.8.2008 kl. 18:27

22 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Hjalti, það þarf ekkert að túlka þennan texta þeirra.  Hann er bara skýr, ekkert djúpur og segir allt sem segja þarf.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 5.8.2008 kl. 22:13

23 Smámynd: Sigurjón

Já, það er skýrt að hann hvetur ekki til nauðgana.

Sigurjón, 5.8.2008 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband