Tillitsleysi

Daffy

Mér er brugðið. Gott ef ég hreinlega hrökklaðist ekki afturábak og hrasaði við!

Ég er frekar illur akkúrat núna. Hér í Akutan eru búðir fyrir um 1100 manns. Megnið af því eru tveggja og þriggja manna herbergi. Það hefur alltaf verið krafa okkar tæknimanna þegar að við ferðumst að við fáum herbergi útaf fyrir okkur, það er andskotans nóg að vera vikum og mánuðum saman að heiman, herbergið er eiginlega eina tækifærið sem við höfum til að vera út af fyrir okkur. Nú hef ég ekkert á móti því að deila herbergi með öðrum langt í frá, en þar sem ég hef þurft að vinna lengi frameftir (klukkan er núna korter yfir 3 að nóttu hjá mér) þá var mér illa brugðið þegar að ég skaust upp í herbergi áðan til að ná mér í nokkuð sem mér vantaði. Nema þegar að ég opna dyrnar og kveiki ljós þá eru þar fyrir tveir allsendis ókunnugir menn, sofandi fast á sínu græna eyra. Sem ég segi, ég hef ekkert á móti því að deila herbergi, en það hefði nú andskotakornið mátt segja mér af því fyrr. Ég átti að vera einn með þetta herbergi (það eru ekki nema um 800 manns hérna núna) og var því búinn að koma mér þannig fyrir, næsta sem ég veit er að búið er að henda öllu draslinu mínu ofan á rúmið mitt. Þetta er mitt einkadót, mér er hreinlega ekki vel við að verið sé að gramsa í því.

Nú hinkra ég til morguns, fer beina leið til þess sem sér um herbergin hérna og læt ófriðlega.

Jafnvel viðhef munnsöfnuð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála síðasta ræðumanni, vertu bara nógu andskoti reiður og láttu þá heyra það. Annars eru bestu kveðjur héðan úr Laufhaganum. Loksins er ég búina að hreinsa og ganga frá öllu eftir jarðskjálftann, búið að taka tæpa viku. Ég notaði líka tækifærið og tók almennileg vorhreingerningu (fljótlegra en ella því maður þurfti ekki að hafa fyrir því að taka úr hillum og skápum sjálfur). Kom matsmaður frá tryggingunum í gær til að meta innbúið en þeir eiga eftir að koma frá Viðlagatryggingu til að skoða húsið.                           Heyrumst fljótlega

HuldaTomm (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 12:24

2 identicon

Já, þetta líkar mér!

Segðu bara við mennina eins og strákurinn í Tempó við kinksarann, held það hafi verið Dave Davis, þegar The Kinks komu '64:  "hvor gammel er du?"

Þeir hljóta að láta sér segjast við svona hárbeittar athugasemdir!! 

Mundi (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 13:31

3 identicon

jæja krúttið mitt vona að þú fáir nú bæli til að sofa í fyrir næstu nótt  Ekkert gaman af því að liggja með einhverjum ókunnugum ræflum og rónum

saknaðarkveðja af klakanum

The wife (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 13:50

4 Smámynd: Heimir Tómasson

Jæja, málinu virðist vera reddað. Hér strunsaði út áðan 150 kílóa vöðvabúnt með þeim orðunum að hann ætlaði að "get those fuckers out of there". Ég held að það ætti að hafast.

Heimir Tómasson, 6.6.2008 kl. 14:03

5 Smámynd: Tína

Blessaður Heimir minn. Ég þakka vinaboðið og mun fylgjast spennt með gangi mála hjá þér.

Bestu kveðjur frá okkur Gunnari.

Tína, 8.6.2008 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband