3.6.2008 | 20:18
Bandarísk fyrirtæki og verkalýður
Það er margt steinaldarlegt hérna í USA. Sum fyrirtæki vilja alls ekki ráða fólk sem er í verkalýðsfélögum, finnst sem það leggi á sig of miklar kvaðir. Og þar sem þáttaka í verkalýðsfélögum er ekki skylda og verkalýðsfélög hafa hálfgerðan mafíustimpil á sér hérna eigast við stálin stinn.
Þetta veldur því að farandverkalýður eins og hér er í Akutan ber meginþungann af fiskvinnslu í Bandaríkjunum. (þess má geta í framhjáhlaupi að sjómenn hér eru ekki launþegar. Þeir eru verktakar og þurfa t.a.m. að borga tvöfalda heilsutryggingu. Sem er ekki gefin fyrir.) Og af því fólið er ekki í verkalýðsfélagi þá getur fyrirtækið sett nærri því hvaða reglur sem það vill og skyldað fólk til að fara eftir þeim. Hér í Akutan er eitt þorp. Þar búa um 60 alkohólistar og er þar náttúrulega eini barinn á eyjunni. Farandverkafólkinu er stranglega bannað að láta sjá sig þar þó við (fastráðnir og tæknimenn) megum fara þangað. Öll meðferð áfengis og vímugjafa er að sjálfsögðu stranglega bönnuð innan verksmiðjunnar og í gistirýmunum. En fróðlegast er að lesa handbók starfsmanna þegar kemur að veikindadögum og allrahanda hegðunarmálum. Ef að fólk er rekið fyrir einhverjar sakir (og þarf oft ekki mikið til) þá þarf það að borga farmiðann heim sjálft, og sökum þess að það er ekki hlaupið að því að komast hingað þá kostar það stórfé að koma fólki til og frá Akutan.
Það var gúllas í matinn áðan.
Ég vona bara að það hafi ekki verið einhver sem ég þekkti.
Athugasemdir
Hahahahahaha . Kanar eru klikk, það verður ekki tekið af þeim. En það verður seint hægt að segja að þar sé frelsi og lýðræði í hávegum haft.
Flottur pistill nafni, gaman að fá svona "reynslusögur".
Heimir Eyvindarson, 3.6.2008 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.