24.3.2007 | 14:00
Kodiak, Alaska
Hvað um það.
Þetta er einhver almagnaðasta verksmiðja sem að ég hef nokkurntímann séð. 1964 skall á 15 metra há flóðbylgja á Kodiak Island og rústaði pleisinu. Það lá eitthvað talsvert á að koma verksmiðjunni í gang aftur og greip fyrirtækið þá til örþrifaráðs. Þeir áttu verksmiðjuskip, gamalt Liberty skip frá því í stríðinu sem að var með verksmiðju um borð. Dallinum var bara siglt á land, jarðýtur ýttu jarðvegi að því og þar með var því bara parkerað. Endanlega. Skorin göt í hliðina á því og verksmiðjan trekkt í gang. Ég skelli inn myndum þegar að ég má vera að. Herbergið mitt er í fyrrum brúnni á dallinum, þar er gistiaðstaða fyrir nokkra. Það er hálf súrrealískt að rölta upp í brú um kvöldið til að fara að sofa. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu, myndirnar verða að tala sínu máli þegar ég set þær inn. En hér á ég væntanlega eftir að vera næstu vikuna, ég ætla að hætta þessu núna því að það er verið að draga mig í veiðitúr, þarf víst að passa mig á bjarndýrum, það ku vera nóg af þeim hér.
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:08 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.