Ferðadagbók í tónum.

Þar sem ég ferðast talsvert vinnu minnar vegna - og í tilefni þess að ég er að fara að flytja til Íslands aftur og takast á hendur enn frekari ferðalög - þá hef ég ákveðið að breyta þessu bloggi mínu í ferðadagbók í tónum. Markmiðið er að koma með lag með listamanni frá því landi sem ég ferðast til í það skiptið og setja hér inn. Ef ég finn ekki lag með listamanni frá því landi á youtube (lag sem mér líkar, það er) þá mun ég finna það annarsstaðar og setja í spilarann hér til hliðar.

Þar sem að ég er rokkáhugamaður mikill þá mun meginefni mitt vera svonefnt hard rock / heavy metal. Ég mun reyna að finna local bönd eftir því sem ég get en miðað við suma staði sem ég fer á þá er bara rétt nýlega búið að setja inn rafmagn, þannig að hefðbundið hart rokk, það er hart rokk í almennum skilningi getur verið vandfundið. En rokk er ekki bundið við rafmagnshljóðfæri, nema síður sé. Þannig að ég mun reyna að koma með hvað ég get.

Og þá að fyrsta þætti. Frá Póllandi koma (svo ég hljómi aðeins eins og kynnarnir hjá Júrovisjón) Acid drinkers. Þeir hafa verið að síðan 1986 og eru bara hreint alveg ágætir að mér finnst. Ég fór til Wladislowowo í Póllandi í Desember 2006.

Meira um þá hér.

Ég kem með næsta póst þegar ég nenni.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Eðal austantjaldsstöff. 

Kargur (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband