12.2.2010 | 16:54
Þar kom það...
Margir hafa spurt mig hvernig þessu sé háttað milli Marel og Carnitech, þar sem ég starfa hjá Carnitech í Seattle. Þetta er nokkuð einfalt, þegar öllu er á botninn hvolft.
Carnitech var upprunalega járnsmíðafyrirtæki í Danmörku sem séhæfði sig í smíði úr rústfríu stáli. Sem slíkir voru þeir orðnir mjög góðir, fóru að framleiða færibönd og einfaldar iðnstýringar og færðu sig fljótlega til Bandaríkjanna og stofnuðu dótturfyrirtæki sem einbeitti sér að flotanum í Alaska. Í evrópu hélt starfsemin áfram, þar var stofnað Carnitech Salmon sem bjó til vélar fyrir laxaiðnaðinn. Þegar svo Marel kaupir Carnitech þá voru þeir fyrst og fremst að kaupa hugvit og þekkingu, ásamt miklum viðskiptasamböndum, sem var helsta ástæða þess að Carnitech var ekki innlimað algerlega inn í Marel og nafnið lagt niður.
Með öllum þeim breytingum sem hafa orðið undanfarin ár hefur upprunalega (e. core) starfsemi Carnitech ekki fallið undir viðskiptamódelið hjá Marel, sem veldur því að Marel ákvað að losa sig við Carnitech, að undanskildum Carnitech Salmon og Carnitech US, þar sem ég starfa. Carnitech US hefur verið með eitt nánasta samstarfið við Marel, vegna þess að Marel tækin og hugbúnaðurinn fyrir fiskiðnaðinn hér í USA er seldur héðan. Nú verður Carnitech nafnið hér lagt niður og nafnið Marel tekið upp.
Þetta er málið í sinni einföldustu mynd.
Marel selur fyrirtæki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Heimir.
Þú ferð sumsé aftur að vinna hjá Marel...
Kveðja frá Klakanum.
Sigurjón, 14.2.2010 kl. 14:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.