Færsluflokkur: Bloggar
6.6.2008 | 11:18
Tillitsleysi
Mér er brugðið. Gott ef ég hreinlega hrökklaðist ekki afturábak og hrasaði við!
Ég er frekar illur akkúrat núna. Hér í Akutan eru búðir fyrir um 1100 manns. Megnið af því eru tveggja og þriggja manna herbergi. Það hefur alltaf verið krafa okkar tæknimanna þegar að við ferðumst að við fáum herbergi útaf fyrir okkur, það er andskotans nóg að vera vikum og mánuðum saman að heiman, herbergið er eiginlega eina tækifærið sem við höfum til að vera út af fyrir okkur. Nú hef ég ekkert á móti því að deila herbergi með öðrum langt í frá, en þar sem ég hef þurft að vinna lengi frameftir (klukkan er núna korter yfir 3 að nóttu hjá mér) þá var mér illa brugðið þegar að ég skaust upp í herbergi áðan til að ná mér í nokkuð sem mér vantaði. Nema þegar að ég opna dyrnar og kveiki ljós þá eru þar fyrir tveir allsendis ókunnugir menn, sofandi fast á sínu græna eyra. Sem ég segi, ég hef ekkert á móti því að deila herbergi, en það hefði nú andskotakornið mátt segja mér af því fyrr. Ég átti að vera einn með þetta herbergi (það eru ekki nema um 800 manns hérna núna) og var því búinn að koma mér þannig fyrir, næsta sem ég veit er að búið er að henda öllu draslinu mínu ofan á rúmið mitt. Þetta er mitt einkadót, mér er hreinlega ekki vel við að verið sé að gramsa í því.
Nú hinkra ég til morguns, fer beina leið til þess sem sér um herbergin hérna og læt ófriðlega.
Jafnvel viðhef munnsöfnuð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.6.2008 | 06:45
Tengihraði til og frá ......
Ég var að reyna að hlaða inn myndbandi hérna af flugi frá því í janúar þegar við yfirgáfum Akutan með Grumman flugbátnum. Hinsvegar er hraðinn á netinu með slíkum ágætum að það myndi sennilega vera talsvert fljótlegra að brenna það á disk og senda það með bréfdúfu til einhvers sem hefði skárri tengingu.
Allt netsamband hérna fer í gegn um gerfihnött og reyndar er ég að fatta að afritataka á sér stað akkúrat núna og því er bandvíddin öll undirlögð af því. Afritin eru nefnilega send yfir til Seattle á hverri nóttu.
Það hefur fátt markvert gerst hjá mér þennan daginn. Ég er búinn að vera í algeru nördakasti, húki boginn yfir lappanum og reyni að finna útúr því hvort að bilunin sé svona erfið eða ég svona vitlaus. Nema náttúrulega ég sé bilaður. Sitt sýnist hverjum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.6.2008 | 03:15
Merkilegt......
Eitt sem ég hef lært á þessu flandri mínu um hálfan heiminn er að fólk er allt eins. Það hefur drauma, vonir og þrár. Fólk á sér enga ósk heitari en að geta séð sér og sínum farborða, skammlaust. Fólk fer misjafnar leiðir að þessu marki. Sumir fara út á vinnumarkaðinn um leið (og reyndar oft fyrr) og nokkur kostur er, aðrir búa að því að geta menntað sig í nokkur ár og farið svo að vinna.
Eðli starfs míns samkvæmt þá díla ég við báðar þessar stéttir. Yfirmennirnir í verksmiðjunum hafa oftast nær einhverja menntun bakvið sig en verkafólkið er oftast nær alveg ómenntað. Ég er svona nokkurnveginn mitt á milli. Ég hef lokið nokkru námi en það nám sem ég hef klárað heima gefur í sjálfu sér ekki nokkur réttindi. En reynsla mín, heima sem erlendis eru talsverð búdrýgindi. Ég átti í gær ágætt spjall við einn náunga hérna. Hann er frá Víetnam, algerlega ómenntaður og á konu og börn í Víetnam. Staðurinn hérna er þannig að maður er alltaf feginn þegar maður fer héðan. Þó að segja má að hér sé allt til alls þá er þetta einangrað og tilbreytingarsnautt.
Þessi ágæti kunningi minn hefur ekki komið heim í rúm 3 ár. Hann vinnur og vinnur eins og skepna því launin sem hann fær hér eru svo stjarnfræðileg miðað við það sem hann fengi heima að hann getur ekki sleppt þessu.
"Veistu, 2 ár í viðbót og þá get ég hætt. Opnað lítið veitingahús, skrafað við nágrannanna og leikið við börnin" sagði hann, himinlifandi yfir þessum happdrættisvinning sem hann hafði fengið upp í hendurnar.
"En hvað með fjölskylduna", sagði ég. "Þú ert ekki búinn að hitta konuna eða börnin í 3 ár"?
"Þau skilja þetta" svaraði hann að bragði. "Ég sendi heim ákveðna summu reglulega og hitt safnar vöxtum á bankabók hérna, svo þegar ég hætti þá skipti ég öllu yfir í dong (gjaldmiðillinn í Víetnam) og lifi eins og kóngur!"
"En heldurðu að krakkarnir muni eitthvað eftir þér?" spurði ég. "Nú er ég búinn að vera í 2 mánuði frá spúsu og börnum og er algerlega að flippa yfir og krakkarnir mínir ekki síst. Hvað eru þeir gamlir?"
"11 ára strákur, 7 ára strákur, 5 ára stelpa og tæplega 2 ára strákur" sagði hann, rígmontinn.
Mig setti aðeins hljóðann. Það hafði svosem hvarflað að mér áður að hann væri engin vitsmunabrekka en ást á fjölskyldunni þarf ekki vitsmuni til. Ég ákvað það að það væri ekki mitt mál að benda honum á að þetta gengi ekki alveg upp, hann var gríðarlega stoltur og sýndi mér myndir af skaranum, þar á meðal nýjasta meðliminum sem "væri beint úr föðurætt hans".
Gott og vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.6.2008 | 20:18
Bandarísk fyrirtæki og verkalýður
Það er margt steinaldarlegt hérna í USA. Sum fyrirtæki vilja alls ekki ráða fólk sem er í verkalýðsfélögum, finnst sem það leggi á sig of miklar kvaðir. Og þar sem þáttaka í verkalýðsfélögum er ekki skylda og verkalýðsfélög hafa hálfgerðan mafíustimpil á sér hérna eigast við stálin stinn.
Þetta veldur því að farandverkalýður eins og hér er í Akutan ber meginþungann af fiskvinnslu í Bandaríkjunum. (þess má geta í framhjáhlaupi að sjómenn hér eru ekki launþegar. Þeir eru verktakar og þurfa t.a.m. að borga tvöfalda heilsutryggingu. Sem er ekki gefin fyrir.) Og af því fólið er ekki í verkalýðsfélagi þá getur fyrirtækið sett nærri því hvaða reglur sem það vill og skyldað fólk til að fara eftir þeim. Hér í Akutan er eitt þorp. Þar búa um 60 alkohólistar og er þar náttúrulega eini barinn á eyjunni. Farandverkafólkinu er stranglega bannað að láta sjá sig þar þó við (fastráðnir og tæknimenn) megum fara þangað. Öll meðferð áfengis og vímugjafa er að sjálfsögðu stranglega bönnuð innan verksmiðjunnar og í gistirýmunum. En fróðlegast er að lesa handbók starfsmanna þegar kemur að veikindadögum og allrahanda hegðunarmálum. Ef að fólk er rekið fyrir einhverjar sakir (og þarf oft ekki mikið til) þá þarf það að borga farmiðann heim sjálft, og sökum þess að það er ekki hlaupið að því að komast hingað þá kostar það stórfé að koma fólki til og frá Akutan.
Það var gúllas í matinn áðan.
Ég vona bara að það hafi ekki verið einhver sem ég þekkti.
Bloggar | Breytt 4.6.2008 kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.6.2008 | 20:22
Akutan, Alaska
Jæja, þá er ég mættur á gamalkunnar slóðir. Nánar tiltekið eyjuna Akutan, í Aleuta eyjum í Alaska.
View Larger Map
Hér hef ég verið nokkrum sinnum áður, eins og sjá má á gamla blogginu mínu, www.123.is/rattati
Þar eru einnig einhver fjöldi mynda.
Eitt af því skemmtilega við þessa vinnu mína er að ég hitti gríðarlega mikið af fólki sem að kannski labbar ekki alveg eftir sama slóða og aðrir. Þegar ég lenti í Dutch Harbour í gær kom í ljós að ekki var flugfært til Akutan. Það er reyndar svakalega gaman að fljúga þessa leið því að farkosturinn er yfir 60 ára gamall, Grumman Goose flugbátur. Eldri kynslóðir Íslendinga ættu að muna eftir þeim.
Það eru ekki bara flugvélarnar hérna sem eru eiginlega á síðasta snúningi. Eins og ég sagði þá er mikið um spes fólk hérna. Og af því ekki var flugfært hingað þurftum við að fara með bát hingað yfir og voru um 30 manns um borð í honum. Þar á meðal var einn gamall hippi. Hann hafði greinilega tekið virkan þátt í efnafræðilegri tilraunastarfsemi sem átti sér stað hjá hippunum á sínum tíma. Síiðandi, flissandi upp úr þurru og skemmti sér greinilega konunglega. Ég náttúrulega fór að spjalla við hann, fólk eins og hann heilla mig á einhvern hátt, ég hef óendanlega gaman af svona fólki. Talið barst meðal annar að því hvar ég vann, ég sagðist vera að vinna hjá Carnitech í Seattle sem væri dótturfyrirtæki Marel á Íslandi.
"Marel", sagði hann. Ég fattaði svosem strax að hann heyrði greinilega einungis það sem hann vildi heyra. "Marel er nafn á sveppi" Hann átti reyndar við Morel, en ég lét kyrrt liggja. "Alveg rosalega gómsætur sveppur. Ég veit sko allt um sveppi".
Ég efast ekki um það.
Kem með aðra færslu og fleiri myndir seinna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2008 | 19:21
Flugmenn og flugumferðastjórar.
Eins og margir vita þá ferðast ég töluvert. Ég hef kynnst nokkrum flugmönnum hjá Alaska Airlines og einn þeirra sendi mér nokkrar (að því fullyrt er) alveg dagsannar sögur úr starfinu. Ég læt þær fylgja hér, óþýddar.
Tower: "Delta 351, you have traffic at 10 o'clock,
6 miles!"
Delta 351: "Give us another hint! We have digital
watches!"
"TWA 2341, for noise abatement turn right 45
Degrees."
"Centre, we are at 35,000 feet. How much noise
can we make up here?"
"Sir, have you ever heard the noise a 747 makes
when it hits a 727?"
From an unknown aircraft waiting in a very long
takeoff queue: "I'm f...ing bored!"
Ground Control: "Last aircraft transmitting,
identify yourself immediately!"
Unknown aircraft: "I said I was f...ing bored,
not f...ing stupid!"
Control tower to a 747: "United 329 heavy, your
traffic is a Fokker, one o'clock, three miles,
Eastbound."
United 239: "Approach, I've always wanted to
say this.... I've got the little Fokker in sight."
A DC-10 had come in a little hot and thus had an
exceedingly long roll out after touching down.
San Jose Tower noted: "American 751, make a
hard right turn at the end of the runway, if you
are able. If you are not able, take the Guadalupe
exit off Highway 101, make a right at the lights
and return to the airport."
A military pilot called for a priority landing
because his single-engine jet fighter was running
"a bit peaked." Air Control told the fighter
pilot that he was number two, behind a B-52 that
had one engine shut down. "Ah," the fighter
pilot remarked, "The dreaded seven-engine
approach."
Allegedly, a Pan Am 727 flight waiting for start
clearance in Munich overheard the following:
Lufthansa (in German): "Ground, what is our
start clearance time?"
Ground (in English): "If you want an answer
you must speak in English."
Lufthansa (in English): "I am a German, flying
a German airplane, in Germany. Why must I
speak English?"
Unknown voice from another plane (in a beautiful
British accent): "Because you lost the bloody war."
Tower: "Eastern 702, cleared for takeoff, contact
Departure on frequency 124.7"
Eastern 702: "Tower, Eastern 702 switching to
Departure. By the way, after we lifted off we saw
some kind of dead animal on the far end of the
runway."
Tower: "Continental 635, cleared for takeoff
behind Eastern 702, contact Departure on
frequency 124.7. Did you copy that report
from Eastern 702?"
Continental 635: "Continental 635, cleared for
takeoff, roger; and yes, we copied Eastern...
we've already notified our caterers."
One day the pilot of a Cherokee 180 was told
by the tower to hold short of the active runway
while a DC-8 landed. The DC-8 landed, rolled
out, turned around, and taxied back past the
Cherokee. Some quick-witted comedian in the
DC-8 crew got on the radio and said, "What a
cute little plane. Did you make it all by yourself?"
The Cherokee pilot, not about to let the insult
go by, came back with a real zinger: "I made it
out of DC-8 parts. Another landing like yours
and I'll have enough parts for another one."
Allegedly the German air controllers at
Frankfurt Airport are renowned as a short-
tempered lot. They, it is alleged, not only
expect one to know one's gate parking location,
but how to get there without any assistance
from them. So it was with some amusement
that we (a Pan Am 747) listened to the following
exchange between Frankfurt ground control
and a British Airways 747, call sign Speedbird
206.
Speedbird 206: "Frankfurt, Speedbird 206
clear of active runway."
Ground: "Speedbird 206. Taxi to gate Alpha
One-Seven."
The BA 747 pulled onto the main taxiway
and slowed to a stop.
Ground: "Speedbird, do you not know where
you are going?"
Speedbird 206: "Stand by, Ground, I'm looking
up our gate location now."
Ground (with quite arrogant impatience):
"Speedbird 206, have you not been to
Frankfurt before?"
Speedbird 206 (coolly): "Yes, twice in 1944,
but it was dark,...... and I didn't land."
Allegedly, while taxiing at London's Gatwick
Airport, the crew of a US Air flight departing
for Ft. Lauderdale made a wrong turn and
came nose to nose with a United 727. An irate
female ground controller lashed out at the
US Air crew, screaming: "US Air 2771, where
the hell are you going?! I told you to turn right
onto Charlie taxiway! You turned right on Delta!
Stop right there. I know it's difficult for you to
tell the difference between C and D, but get it right!"
Continuing her rage to the embarrassed crew,
she was now shouting hysterically: "God! Now
you've screwed everything up! It'll take forever
to sort this out! You stay right there and don't
move till I tell you to! You can expect progressive
taxi instructions in about half an hour and I want
you to go exactly where I tell you, when I tell you,
and how I tell you! You got that, US Air 2771?"
US Air 2771: "Yes, ma'am," the humbled crew
responded. Naturally, the ground control
communications frequency fell terribly silent
after the verbal bashing of US Air 2771.
Nobody wanted to chance engaging the irate ground
controller in her current state of mind. Tension in every
cockpit out around Gatwick was definitely running high.
Just then an unknown pilot broke the silence and keyed
his microphone, asking: "Wasn't I married to you once?"
Tower: "Cessna 172, please taxi in front of United 747 for takeoff."
Cessna 172: "Ahh, tower copy, just want to make sure, you want me to taxi in front of the 747?"
Tower: "Thats affirmative, don't worry, he isn't hungry."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.5.2008 | 18:52
Bloggleti í hæsta gæðaflokki
Og það verður bara að hafa það. Ég blogga þegar ég nenni og ekki orð um það meir. Er að fara til Alaska í einn og hálfan mánuð, kem alveg örugglega með einhverjar færslur og jafnvel myndir þaðan.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2008 | 04:34
Venjuleg heimska og svo annarskonar heimska
Ég frétti af einni um daginn. Hún afrekaði að endurskilgreina heimsku á alveg einstakan máta. Setjum okkur í spor hennar.
Við sitjum inni í litlum bíl. Sökum eins forms af heimsku þá erum við að sniffa kveikjaragas. Nú, einhverntímann tekur sú iðja enda, við höllum okkur aftur og slökum á. Og hvað gerum við???
Nú, kveikjum okkur í sígarettu.
Snilld!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.3.2008 | 15:12
Hroðaleg tíðindi frá Alaska.... en ekki þau fyrstu þetta árið.
Skipsskaðar eru tíðir við Alaska. Ræður þar mestu um gríðarlega erfitt hafsvæði en einnig eru nokkur atriði sem spila inn í. Kvótakerfið við Alaska er í grunninn til svipað og hér, nema kvótarnir eru bundnir við ákveðin skip, ekki útgerðir sem slíkar. Einnig er eingöngu heimilt að veiða tiltekinn hluta kvótans (t.a.m. Ufsa - sem nota bene er ekki eins og Ufsinn við Ísland) frá rétt eftir miðjum janúar til loka mars. Þessi veiðigluggi veldur því að sótt er linnulaust nema veðrið sé þeim mun vitlausara að hreinlega sé ekki hægt að setja veiðarfæri í sjó, svipað og var hér. Þegar þeirri vertíðinni (A season) er svo lokið gera menn sig klára fyrir næstu (B season) og svo framvegis. Og meðan vertíðin er er svo róið. Punktur.
Annað er það atriði sem veldur því að skipsskaðar eru tíðari við Alaska en eðlilegt má telja. Í Bandaríkjunum gilda þær skrýtnu reglur að einungis má nota báta til veiða innan lögsögunnar sem eru smíðaðir í Bandaríkjunum. Og verð á nýsmíði þar er slík að erfitt er að endurnýja skipakostinn. Þetta veldur því að við Alaska eru á veiðum fleytur sem ættu hvergi heima nema á safni. Trúið mér, ég hef unnið við nokkur slík skip. Sem dæmi má nefna að í hitteðfyrra var ég við vinnu um borð í bát sem smíðaður hafði verið 1941. Verið var að breyta honum til að gera úr honum fljótandi fiskvinnslu. Ástand bátsins var með því móti að mér var hreinlega illa við að fara um borð í hann þar sem hann lá bundinn við bryggju, ég hefði þverneitað að fara með honum út á ytri höfnina, hvað þá lengra. Frekar synt í land.
Nú er ég alls ekki að segja að ástand flotans við Alaska sé slíkt að það bæri að koma honum í land og binda hann við bryggju. Síður en svo. Alaska Ranger var t.a.m. einn af glæsilegri bátum sem gerðir eru út frá Seattle. Pacific Glacier sem kviknaði í fyrir nokkrum vikum var svo góður að ég hefði glaður yfirgefið hvaða skipsrúm sem var hér á landi og farið á hann.
Bandaríska Strandgæslan er með rosalegan viðbúnað fyrir hverja vertíð. Þyrlur eru dreifðar um allt og mörg gæsluskip á sjó. Það, ásamt miklum æfingum um borð í hverju skipi (Strandgæslan kemur um borð og prófar menn) veldur því að menn eru undirbúnir á hverju skipi.
Nú má vera að einhverjir eru kannski ekki alveg sammála mér um öll atriði. Hafa kannski verið á sjó þarna. En mínar heimildir eru einfaldlega þær að ég bý í Seattle og vinn við að setja upp Marel kerfi í þessum skipum. Spjalla því mikið við þessa kalla og er mikið um borð í þessum bátum.
![]() |
Fjórir sjómenn fórust og eins er saknað við Alaska |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.3.2008 | 05:57
Bara svona til að sýna að ég sé á lífi....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)