Færsluflokkur: Bloggar

Selfoss - Seattle

Hvernig er þetta eiginlega, eru Selfossbúar að flytja í hópum hingað til Seattle eftir að Samfylkingin "tók við" völdum á Selfossi? Það eru tvenn hjón sem ég veit um komin hingað eftir þau ósköpin.... ég bara spyr.

Íslenzka?

Mér líkar reyndar nokkuð vel við þennan hluta í fréttinni:

"en fjárfestingarbankinn Straumur gefur sína ársskýrslu út bæði á íslenzku og ensku."

Nokkuð zmart, þykir mér.


mbl.is Verzló vill fá enska námsbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þursarnir já.....

Ég er einn af þeim sem að fór fullur eftirvæntingar á tónleika Þursana í Laugardagshöllinni hér um árið. Þursarnir hafa alltaf að mínum dómi verið langbesta band Íslandssögunnar, punktur. En þvílík vonbrigði! Ég hafði það á orði við Óla Palla eftir tónleikanna að þeir hefðu nú mátt skammast sín til að æfa prógrammið áður og jafnvel æfa fleiri lög, því að, ótrúlegt en satt, þá voru þeir farnir að endurtaka lög! Óli, diplómatískur að vanda, samsinnti.
Vonandi heppnast þessi tilraun betur, en þó svo ég væri á landinu myndi ég samt ekki fara, ég ætla bara að halda áfram að njóta þess að hlusta á plöturnar þeirra.
mbl.is Þursarnir og Caput saman á tónleikum á þorra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjartan er flottur

Kjartan Björnsson má eiga það að hann er framkvæmdaglaður með afbrigðum. Það eina sem að ég vil samt segja um þessa hátíð er, að ég er guðslifandi feginn að búa ekki á Selfossi á meðan þessi bæjarstjórn er við völd.
mbl.is Lok afmælishátíðar á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snilld, bara snilld.....

Þessi fyrirsögn segir allt sem að segja þarf, er það ekki?

Mig langar bara til að spyrja: Hvar eru prófarkalesarar Moggans? Var gefist upp og batteríið lagt niður um leið og Gísli dó og málfræðipistlarnir færðust yfir á annara hendur? Ég bara spyr.

Whole foods jú... það er bara gott mál, verður fínt að fá þetta góðmeti hérna erlendis aftur.


mbl.is Whole Foods auglýsir Ísland á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tízka

Eins og margir þekkja er ég maður limafagur og jafnan óaðfinnanlega klæddur. Einnig hefur fólk gjarnan á orði að ég sé með eindæmum smekkvís. Þessir kostir mínir hafa orðið til þess að fólk leitar gjarnan til mín fyrir árshátíðir, brúðkaup, veislur og hverskyns mannfagnaði með tilliti til litasamsetninga, ráðlegginga í klæðaburði o.s.frv. Hefur verið haft á orði að ég geti jafnan komið öllu sem best saman, litasamsetningum sem uppröðun klæðnaðar ýmiskonar. En nú er mér endanlega nóg boðið.

Dóttir mín heittelskuð, 6 vetra, varð fyrir því óláni að brjóta gleraugu sín um daginn. Hefur það hingað til ekki verið til vandræða þar sem glerin sjálf hafa hangið í heilu lagi, en víravirkið sem umlykur þau hefur undan látið í hita leiksins. Þar sem ég er til viðbótar við þá kosti sem ég taldi upp áðan, einnig handlaginn með afbrigðum þá hefur ekki verið mikið vandamál að kippa gleraugunum i liðinn aftur, svo að segja. En um daginn gerðist það að Sigtryggur vann á ypponi og glerin gáfu sig. Var þá haldið í leiðangur hér í Seattlehreppi að huga að nýjum glyrnum, glerkyns auk umgjarðar.

Af nógu er að taka enda þykja hreppsbúar með eindæmum kaupglaðir. Hefur þónokkur fjöldi kaupmanna séð að hér um slóðir væri von um hagnað. Af því tilefni hafa þeir opnað nokkurn - reyndar umtalsverðan - fjölda verslana, þar sem hægt er að versla hluti ýmiskonar, þar með talin áðurnefnd gleraugu. En þegar kom að því að velja umgjörðina rak mig í rogastanz. Hver einasta umgjörð sem að dóttir mín hafði minnsta snefil af áhuga á var bleik! Nú er ég maður þjakaður af jafnréttiskennd og manngæzku og finnst að allir eigi að hafa jafna stöðu. Af því tilefni spilaði ég jafnan fyrir hana tónlist sem að jafnaði hefur reynzt vera talin frekar í uppáhaldi karlkyninu. Hafa drengirnir í Slayer flokknum að jafnaði þózt vera eftirtektarverðir. En þegar kemur að fötum eða álíka, þá er eins og óðir dímonar taki völdin. Bleikt, bleikt, bleikt, bleikt skal það vera. Þetta er óskaplegt. Ég spyr, hvenær ætlar Kári klári að finna þetta bleika gen og uppræta það með öllu? Ég segi bara, það er fullt af fólki með geðtruflanir, hreyfihamlanir, hjartastíflur, bakverki og allrahanda krankleika en ég leyfi mér að fullyrða það að mun fleiri einstaklingar í heiminum þjáist af þessum alvarlega sjúkdómi.

Kári: Þetta batterí þitt fer ekki að skila neinum hagnaði fyrr en þú finnur þetta gen og nærð að loka það af.

Bittinú.


www.123.is/rattati

Eins og sjá má á færslum hjá mér þá hef ég ekki verið neitt ofsalega duglegur undanfarið. Megnið af mínu bloggi um þessar mundir fer fram engilsaxnesku  á 123.is/rattati, sökum flutnings mín til Seattle. Ef ég hef eitthvað að segja á ástkæra ylhýra þá mun ég gera það hér. En þangað til getið þið fylgst með á 123.is.

Er það virkilega já...

Ég ætla ekki einu sinni að kommenta frekar á þetta.....
mbl.is Skipta þarf um rafhlöður í Cheney
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvöföldun suðurlandsvegar

Þannig að þegar vegurinn verður tvöfaldaður þá flokkast hann sem Marshall aðstoð?
mbl.is Róbert Marshall verður aðstoðarmaður samgönguráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og enduðu þar með páskarnir.

Já, páskarnir voru kærkomnir þetta árið. Endalausir flutningar, á tímabili vorum við til heimilis að sumarbústað í Úthlíð, ástandið á familíunni var ekki beysnara en það. En svona getur það verið að vera á leigumarkaði.

Fyrir dyrum stendur flutningur til Seattle í Bandaríkjahreppi. Þar kem ég til með að sinna hugbúnaðarþjónustu fyrir Marel, þannig að ég flyt mig með allt mitt hafurtask um miðjan júní. En nú er búslóðin komin í gáminn, konan farin til mömmu sinnar með krakkana og ég hýrist einn í herbergi í Hafnarfirðinum. 3 mánuðir sem í besta falli helgarpabbi. Hljómar spennandi ekki satt?

Jæja, best að fara að gera eitthvað hérna.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband